Viðskipti innlent

Gengi FL Group ekki lægra í rúmt ár

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, en gengi félagsins hefur lækkað langmest skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni í dag.
Hannes Smárason, forstjóri FL Group, en gengi félagsins hefur lækkað langmest skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni í dag. Mynd/GVA

Gengi bréfa í FL Group féll töluvert við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Það fór niður um 2,94 prósent og hefur ekki verið lægra síðan um miðjan september á síðasta ári.

Kaupþing fylgir fast á eftir og önnur fjármálafyrirtæki hafa sömuleiðis lækkað. Einungis gengi bréfa í Bakkavör og hinum færeyska Eik banka hafi hins vegar hækkað. 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,58 prósent þegar viðskipti voru nýhafin og stendur hún í 7.210 stigum. Þetta er í samræmi við þróunina á erlendum víðast hvar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×