Körfubolti

Varejao vill ekki spila með Cleveland

Varejao hefur líklega spilað sinn síðasta leik fyrir Cleveland
Varejao hefur líklega spilað sinn síðasta leik fyrir Cleveland NordicPhotos/GettyImages

Brasilíski leikmaðurinn Anderson Varejao spilaði stórt hlutverk hjá Cleveland Cavaliers þegar liðið fór öllum að óvörum í lokaúrslit NBA deildarinnar síðasta vor. Hann hefur líklega spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.

Varejao og umboðsmaður hans hafa átt í hörðum samningadeilum við forráðamenn Cleveland allar götur síðan í sumar og nú er útlit fyrir að ekkert verði af því að hann snúi aftur til liðsins.

Varejao er við æfingar í heimalandi sínu eftir að hafa neitað að framlengja samning sinn við Cleveland og hvorki gengur né rekur í viðræðum. 

"Ég vildi halda áfram hjá Cleveland af því ég elska liðið og stuðningsmennina, en ég vildi bara fá sanngjarnan samning og hann er ekki í boði," sagði Varejao. "Þetta er komið á það stig að ég get ekki hugsað mér að snúa aftur til liðsins," sagði hann í samtali við ESPN í gær.

Fastlega er búist við því að Cleveland muni reyna að skipta Varejao í burtu frá félaginu en sérfræðingar í Bandaríkjunum eru hræddir um að tregða forráðamanna Cleveland til að framlengja við einn af lykilmönnum liðsins gæti orðið til þess  að styggja LeBron James - aðalstjörnu liðsins. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×