Körfubolti

NBA í nótt: New Orleans vann Dallas

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Peja Stojakovic tryggði New Orleans framlengingu gegn Dallas í nótt.
Peja Stojakovic tryggði New Orleans framlengingu gegn Dallas í nótt. Nordic Photos / Getty Images

New Orleans Hornets vann Dallas Mavericks í NBA-deildinni í nótt í fyrsta skipti í 22 leikjum liðanna. Þetta var fyrsti sigur New Orleans á Dallas síðan 1999 en framlengja þurfti leikinn í nótt. New Orleans vann á endanum fjögurra stiga sigur, 112-106.

Peja Stojakovic tryggði New Orleans framlengingunna með þriggja stiga skoti þegar 2,9 níu sekúndur voru til leiksloka. Hann skoraði 22 stig í leiknum.

Chris Paul var með 33 stig, tólf stoðsendingar og níu fráköst. Tyson Chandler var með 21 stig og þrettán fráköst og David West var með ellefu stig og fjórtán fráköst.

Hjá Dallas voru þrír leikmenn með nítján stig hver.

Detroit Pistons vann útisigur á Milwaukee. Þetta var fjórði leikur Milwaukee á fimm dögum og tapaði liðið öllum leikjunum.

Leikurinn fór 117-91 fyrir Detroit en leikurinn fór fram á heimavelli Milwaukee. Chauncey Billups var með átján stig og níu stoðsendingar hjá Detroit og Rasheed Wallace var með fimmtán stig og tíu fráköst.

„Við erum á góðu skriði núna og sóknarleikurinn er góður hjá okkur," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. „Miðað við að við byrjuðum frekar rólega í lóknum var gott að sjá hversu mikið við náðum að skora."

Jason Maxiell skoraði úr tveimur þriggja stiga skotum í röð í fyrsta leikhluta og kom Detroit í forystu, 18-16. Eftir það lét Detroit forystuna aldrei af hendi.

Chicago vann góðan sextán stiga heimasigur á Charlotte, 111-95. Ben Gordon var með 34 stig hjá Chicago og Luyol Deng 29. Ben Wallace var með tíu stig og nítján fráköst.

Úrslit annarra leikja:

Washington Wizards - Toronto Raptors 101-97

Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 109-80

Sacramento Kings - Houston Rockets 107-99

New Jersey Nets - Philadelphia 76ers 94-92

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×