Liverpool í 16-liða úrslitin 11. desember 2007 21:33 Dirk Kuyt skoraði þriðja mark Liverpool í kvöld NordicPhotos/GettyImages Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með auðveldum 4-0 útisigri á Marseille í Frakklandi. Liðið hafnaði því í öðru sæti A-riðils á eftir Porto sem lagði Besiktas 2-0. Enska liðið var ekki lengi að setja svip sinn á leikinn og á fjórðu mínútu fiskaði fyrirliðinn Steven Gerrard vítaspyrnu. Hann tók spyrnuna sjálfur og lét verja frá sér, en fylgdi skotinu eftir og kom liðinu í 1-0. Fernando Torres slökkti svo í stuðningsmönnum heimaliðsins aðeins 7 mínútum síðar með laglegu marki og staðan var 2-0 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleiknum skoraði svo Hollendingurinn Dirk Kuyt fyrir Liverpool og gerði út um leikinn. Varamaðurinn Ryan Babel bætti svo við fjórða marki enska liðsins í uppbótartíma og það eina sem varpaði skugga á auðveldan sigur Liverpool var að miðjumaðurinn Javier Mascherano var borinn meiddur af velli í síðari hálfleiknum. Porto lagði Besiktas 2-0 á heimavelli með mörkum Lucho González og Quaresma sitt hvoru megin við hálfleikinn og því tryggði liðið sér efsta sætið í riðlinum. Liverpool tók annað sætið en fær væntanlega erfiðan andstæðing í 16-liða úrslitunum þar sem lið eins og Real Madrid, Barcelona og Milan bíða meðal annars. Lokastaðan í A-riðli: Porto 11 stig Liverpool 10 Marseille 7 Besiktas 6 Í B-riðlinum skildu Chelsea og Valencia jöfn 0-0 á Stamford Bridge í Lundúnum. Enska liðið hafði þegar tryggt sig áfram í 16-liða úrslitin, en varð að gera sér að góðu jafntefli þrátt fyrir að eiga nokkur skot í rammann á marki spænska liðsins. Schalke vann 3-1 sigur á Rosenborg og tryggði með því annað sætið, Rosenborg fer í Uefa keppnina úr þriðja sætinu en stórlið Valencia var ein stærstu vonbrigði riðlakeppninnar og sat eftir með aðeins 5 stig. Lokastaðan í B-riðli: Chelsea 12 stig Schalke 8 Rosenborg 7 Valencia 5 Í C-riðli kláraði Real Madrid með stæl og tryggði sér toppsætið með 3-1 sigri á Lazio á heimavelli. Robinho, Baptista og Raul komu heimamönnum í 3-0 eftir rúmlega hálftímaleik, en Pandev minnkaði muninn fyrir Lazio tíu mínútum fyrir leikslok. Þá vann Olympiakos 3-0 sigur á þýska liðinu Bremen og hirti með því annað sætið í riðlinum. Bremen fer í Uefa keppnina en Lazio situr eftir. Lokastaðan í C-riðli: Real Madrid 11 stig Olympiakos 11 Bremen 6 Lazio 5 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með auðveldum 4-0 útisigri á Marseille í Frakklandi. Liðið hafnaði því í öðru sæti A-riðils á eftir Porto sem lagði Besiktas 2-0. Enska liðið var ekki lengi að setja svip sinn á leikinn og á fjórðu mínútu fiskaði fyrirliðinn Steven Gerrard vítaspyrnu. Hann tók spyrnuna sjálfur og lét verja frá sér, en fylgdi skotinu eftir og kom liðinu í 1-0. Fernando Torres slökkti svo í stuðningsmönnum heimaliðsins aðeins 7 mínútum síðar með laglegu marki og staðan var 2-0 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleiknum skoraði svo Hollendingurinn Dirk Kuyt fyrir Liverpool og gerði út um leikinn. Varamaðurinn Ryan Babel bætti svo við fjórða marki enska liðsins í uppbótartíma og það eina sem varpaði skugga á auðveldan sigur Liverpool var að miðjumaðurinn Javier Mascherano var borinn meiddur af velli í síðari hálfleiknum. Porto lagði Besiktas 2-0 á heimavelli með mörkum Lucho González og Quaresma sitt hvoru megin við hálfleikinn og því tryggði liðið sér efsta sætið í riðlinum. Liverpool tók annað sætið en fær væntanlega erfiðan andstæðing í 16-liða úrslitunum þar sem lið eins og Real Madrid, Barcelona og Milan bíða meðal annars. Lokastaðan í A-riðli: Porto 11 stig Liverpool 10 Marseille 7 Besiktas 6 Í B-riðlinum skildu Chelsea og Valencia jöfn 0-0 á Stamford Bridge í Lundúnum. Enska liðið hafði þegar tryggt sig áfram í 16-liða úrslitin, en varð að gera sér að góðu jafntefli þrátt fyrir að eiga nokkur skot í rammann á marki spænska liðsins. Schalke vann 3-1 sigur á Rosenborg og tryggði með því annað sætið, Rosenborg fer í Uefa keppnina úr þriðja sætinu en stórlið Valencia var ein stærstu vonbrigði riðlakeppninnar og sat eftir með aðeins 5 stig. Lokastaðan í B-riðli: Chelsea 12 stig Schalke 8 Rosenborg 7 Valencia 5 Í C-riðli kláraði Real Madrid með stæl og tryggði sér toppsætið með 3-1 sigri á Lazio á heimavelli. Robinho, Baptista og Raul komu heimamönnum í 3-0 eftir rúmlega hálftímaleik, en Pandev minnkaði muninn fyrir Lazio tíu mínútum fyrir leikslok. Þá vann Olympiakos 3-0 sigur á þýska liðinu Bremen og hirti með því annað sætið í riðlinum. Bremen fer í Uefa keppnina en Lazio situr eftir. Lokastaðan í C-riðli: Real Madrid 11 stig Olympiakos 11 Bremen 6 Lazio 5
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira