Jóhann Rúnar og Karen Björg best Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2007 16:01 Jóhann Rúnar og Karen Björg með viðurkenningar sínar. Mynd/E. Stefán Íþróttasamband fatlaðra útnefndi í dag þau Jóhann Rúnar Kristjánsson og Karen Björg Gísladóttur íþróttamann og -konu ársins 2007 við hátíðlega athöfn. Margrét Kristjánsdóttir hjá íþróttafélaginu Ösp hlaut Guðrúnarbikarinn í ár en hann er veittur til þeirra sem leggja hreyfingunni lið á hvaða hátt sem er. Jóhann Rúnar keppir í borðtennis og er við það að tryggja sér sæti á Ólympímóti fatlaðra sem fer fram í Peking í Kína á næsta ári. Hann mun keppa á opna bandaríska meistaramótinu í lok mánaðarins í því skyni að tryggja endanlega sæti sitt á mótinu. Jóhann Rúnar slasaðist í mótorhjólaslysi árið 1994 og er lamaður upp að brjósti. Hann hóf að iðka borðtennis á Reykjalundi á meðan endurhæfingunni stóð en svo markvissar æfingar árið 1997. Undanfarið hefur hann keppt í fjölmörgum mótum á erlendri grundu og skipað sér sess á meðal þeirra bestu í heiminum í sínum fötlunarflokki. Karen Björg er sextán ára gömul en hefur æft sund frá unga aldri hjá íþróttafélaginu Firði í Hafnarfirði. Hún keppir í flokki þroskaheftra og er í úrvalsliði Íþróttasambands fatlaðra. Hún þykir eitt mesta efni sem hefur komið fram í sínum fötlunarflokki. Hún er núverandi handhafi Sjómannabikarsins og stefnir á þátttöku á heimsmeistaramóti þroskaheftra í Tékklandi árið 2009. Hún tók þátt í Norðurlandamóti fatlaðra sem var haldið hér á landi í sumar og vann þar til fimm gullverðlauna og varð Norðulandameistari í öllum þeim greinum sem hún tók þátt í. Karen Björg tekur við viðurkenningu sinni.Mynd/E. StefánJóhann Rúnar kátur með bikarinn góða.Mynd/E. StefánKristín Rós Hákonardóttir fékk eignarbikar fyrir að vera kjörin íþróttakona ársins af ÍF í fyrra.Mynd/E. StefánMargrét Kristjánsdóttir hjá íþróttafélaginu Ösp fékk Guðrúnarbikarinn í ár.Mynd/E. Stefán Innlendar Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Íþróttasamband fatlaðra útnefndi í dag þau Jóhann Rúnar Kristjánsson og Karen Björg Gísladóttur íþróttamann og -konu ársins 2007 við hátíðlega athöfn. Margrét Kristjánsdóttir hjá íþróttafélaginu Ösp hlaut Guðrúnarbikarinn í ár en hann er veittur til þeirra sem leggja hreyfingunni lið á hvaða hátt sem er. Jóhann Rúnar keppir í borðtennis og er við það að tryggja sér sæti á Ólympímóti fatlaðra sem fer fram í Peking í Kína á næsta ári. Hann mun keppa á opna bandaríska meistaramótinu í lok mánaðarins í því skyni að tryggja endanlega sæti sitt á mótinu. Jóhann Rúnar slasaðist í mótorhjólaslysi árið 1994 og er lamaður upp að brjósti. Hann hóf að iðka borðtennis á Reykjalundi á meðan endurhæfingunni stóð en svo markvissar æfingar árið 1997. Undanfarið hefur hann keppt í fjölmörgum mótum á erlendri grundu og skipað sér sess á meðal þeirra bestu í heiminum í sínum fötlunarflokki. Karen Björg er sextán ára gömul en hefur æft sund frá unga aldri hjá íþróttafélaginu Firði í Hafnarfirði. Hún keppir í flokki þroskaheftra og er í úrvalsliði Íþróttasambands fatlaðra. Hún þykir eitt mesta efni sem hefur komið fram í sínum fötlunarflokki. Hún er núverandi handhafi Sjómannabikarsins og stefnir á þátttöku á heimsmeistaramóti þroskaheftra í Tékklandi árið 2009. Hún tók þátt í Norðurlandamóti fatlaðra sem var haldið hér á landi í sumar og vann þar til fimm gullverðlauna og varð Norðulandameistari í öllum þeim greinum sem hún tók þátt í. Karen Björg tekur við viðurkenningu sinni.Mynd/E. StefánJóhann Rúnar kátur með bikarinn góða.Mynd/E. StefánKristín Rós Hákonardóttir fékk eignarbikar fyrir að vera kjörin íþróttakona ársins af ÍF í fyrra.Mynd/E. StefánMargrét Kristjánsdóttir hjá íþróttafélaginu Ösp fékk Guðrúnarbikarinn í ár.Mynd/E. Stefán
Innlendar Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira