Stefnir í metár í landsleikjafjölda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2007 20:34 Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari fær mikið af verkefnum á næsta ári. Mynd/E. Stefán Nú þegar er ljóst að A-landslið karla í knattspyrnu mun leika tíu leiki á næsta ári og er útlit fyrir að þeim gæti fjölgað. Í dag var tilkynnt að Ísland leikur vináttulandsleik gegn Wales á Laugardalsvelli þann 28. maí næstkomandi. Þar með er ljóst að Ísland mun að minnsta kosti leika sex vináttu- og æfingalandsleiki og fjóra leiki í undankeppni HM 2010. Þá er ekki ólíklegt að tveir til þrír leikir muni bætast við á næsta ári. Mörg landslið spila æfingaleiki í byrjun júní og Ísland á enn tvo lausa alþjóðlega leikdaga á síðari hluta ársins, þann 20. ágúst og 19. nóvember. Aðeins einu sinni áður hefur íslenska landsliðið spilað þrettán leiki á einu og sama árinu. Það var árið 1988 er liðið tók ekki einungis þátt í undankeppni HM 1990 heldur einnig undankeppni Ólympíuleikanna sem fóru fram það árið. Þá lék landsliðið einnig sex vináttulandsleiki árið 1988. Á undanförnum 20 árum hefur íslenska karlalandsliðið leikið að meðaltali 8,9 landsleiki á ári. Mest árið 1988 sem fyrr segir en tvívegis hefur liðið einungis komið saman fyrir sex leiki á einu og sama árinu. Það var fyrst árið 1989 og svo aftur árið 2006. Ísland hefur ekki spilað tíu landsleiki eða fleiri á einu og sama árinu síðan árið 2001 er landsliðið lék samtals ellefu leiki. Þá lék liðið fjóra vináttulandsleiki og ellefu leiki í undankeppni HM 2002. Leikir íslenska landsliðsins 2008: 2.-6. febrúar: Æfingamót á Möltu ásamt heimamönnum, Hvít-Rússum og Armenum. 16. mars: Vináttulandsleikur við Færeyjar í Kórnum í Kópavogi. 26. mars: Vináttulandsleikur við Slóvakíu ytra. 28. maí: Vináttulandsleikur við Wales á Laugardalsvelli. 6. september: Noregur-Ísland í undankeppni HM 2010. 10. september: Ísland-Skotland í undankeppni HM 2010. 11. október: Holland-Ísland í undankeppni HM 2010. 15. október: Ísland - Makedónía í undankeppni HM 2010. Íslenski boltinn Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Nú þegar er ljóst að A-landslið karla í knattspyrnu mun leika tíu leiki á næsta ári og er útlit fyrir að þeim gæti fjölgað. Í dag var tilkynnt að Ísland leikur vináttulandsleik gegn Wales á Laugardalsvelli þann 28. maí næstkomandi. Þar með er ljóst að Ísland mun að minnsta kosti leika sex vináttu- og æfingalandsleiki og fjóra leiki í undankeppni HM 2010. Þá er ekki ólíklegt að tveir til þrír leikir muni bætast við á næsta ári. Mörg landslið spila æfingaleiki í byrjun júní og Ísland á enn tvo lausa alþjóðlega leikdaga á síðari hluta ársins, þann 20. ágúst og 19. nóvember. Aðeins einu sinni áður hefur íslenska landsliðið spilað þrettán leiki á einu og sama árinu. Það var árið 1988 er liðið tók ekki einungis þátt í undankeppni HM 1990 heldur einnig undankeppni Ólympíuleikanna sem fóru fram það árið. Þá lék landsliðið einnig sex vináttulandsleiki árið 1988. Á undanförnum 20 árum hefur íslenska karlalandsliðið leikið að meðaltali 8,9 landsleiki á ári. Mest árið 1988 sem fyrr segir en tvívegis hefur liðið einungis komið saman fyrir sex leiki á einu og sama árinu. Það var fyrst árið 1989 og svo aftur árið 2006. Ísland hefur ekki spilað tíu landsleiki eða fleiri á einu og sama árinu síðan árið 2001 er landsliðið lék samtals ellefu leiki. Þá lék liðið fjóra vináttulandsleiki og ellefu leiki í undankeppni HM 2002. Leikir íslenska landsliðsins 2008: 2.-6. febrúar: Æfingamót á Möltu ásamt heimamönnum, Hvít-Rússum og Armenum. 16. mars: Vináttulandsleikur við Færeyjar í Kórnum í Kópavogi. 26. mars: Vináttulandsleikur við Slóvakíu ytra. 28. maí: Vináttulandsleikur við Wales á Laugardalsvelli. 6. september: Noregur-Ísland í undankeppni HM 2010. 10. september: Ísland-Skotland í undankeppni HM 2010. 11. október: Holland-Ísland í undankeppni HM 2010. 15. október: Ísland - Makedónía í undankeppni HM 2010.
Íslenski boltinn Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira