Í könnun sem gerð var fyrir Kristeligt Dagblad kemur fram að tæplega þriðjungur eða 31% Dana ætla sér að fara í messu á aðfangadag.
Í umfjöllun Politiken um þessa könnun segir m.a. að þessir Danir ætli sér að nota hléið milli þess að skreyta jólatréið og snæða andasteikina til að bregða sér í kirkju.
Samkvæmt þessari könnun munu 1,3 milljónir Dana verða viðstaddir messu á aðfangadag og er þetta svipaður fjöldi og kirkjugestir voru í fyrra.
Kaj Bollmann ritari Kirkefondet segir í samtali við Kristeligt Dagblad að könnunin staðfesti að kirkjan hafi þýðingu fyrir þjóðina.