Handbolti

Þriðja mark Einars Inga tvískráð í sjónvarpsútsendingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Ingi Hrafnsson kom Fram í 5-4 en markið var tvískráð þannig að staðan breyttist í 6-4.
Einar Ingi Hrafnsson kom Fram í 5-4 en markið var tvískráð þannig að staðan breyttist í 6-4. Mynd/Anton

Vísir getur nú staðfest að mark sem Fram skoraði í fyrri hálfleik í úrslitaleik deildarbikarkeppni karla gegn Haukum var tvískráð í útsendingu Sjónvarpsins.

Fram vann leikinn, 30-28, en skoraði í raun bara 29 mörk í leiknum.

Tölfræðin sem birtist á sjónvarpsskjánum er ekki beintengd ritaraborðinu en engu að síður sýndi bæði tölfræði Sjónvarpsins og ritaraborðið að staðan í hálfleik var 18-14, Fram í vil.

Raunin er hins vegar sú að Fram skoraði aðeins sautján mörk í fyrri hálfleik.

Fram skoraði síðasta markið sitt á lokasekúndu leiksins og hefðu Haukar sjálfsagt hagað varnarleik sínum öðruvísi hefðu þeir vitað að staðan þá var í raun jöfn - 28-28.

Markið sem var tvískráð kom eftir um fimm mínútna leik. Línumaðurinn Einar Ingi Hrafnsson skoraði fimmta mark Fram í leiknum og kom sínu liði í 5-4 forystu.

Á sjónvarpsupptöku sést greinilega að staðan á skjánum þegar Einar Ingi skorar markið er 4-4. Staðan breytist í 5-4 á skjánum og svo í 6-4 fáeinum sekúndum síðar - þótt ekkert mark hafi verið skorað.

Ekki er vitað hvað orsakaði það að starfsmenn leiksins tvítöldu eitt mark Fram í leiknum eða hvort þau mistök tengjast mistökum Sjónvarpsins.

Úrslit leiksins eru því ólögleg því leikurinn hefði vitanlega þróast öðruvísi hefðu leikmenn vitað rétta stöðu. Röng staða í leiknum var gefin upp að minnsta kosti allan síðari hálfleikinn.

Samkvæmt upplýsingum frá ritaraborði mun Andri Berg Haraldsson hafa skorað sjö mörk í leiknum. Hið rétta er að hann skoraði sex mörk.

Svona er réttur gangur leiksins í fyrri hálfleik:

Haukar - Fram

1-0: Kári Kristján Kristjánsson

2-0: Kári Kristján Kristjánsson

2-1: Hjörtur Henriksson

3-1: Sigurbergur Sveinsson

3-2: Einar Ingi Hrafnsson

3-3: Stefán Stefánsson

3-4: Einar Ingi Hrafnsson

4-4: Halldór Ingólfsson

4-5: Einar Ingi Hrafnsson

- markið er tvískráð í sjónvarpi


5-5: Kári Kristján Kristjánsson

5-6: Jóhann Gunnar Einarsson

6-6: Freyr Brynjarsson

6-7: Andri Berg Haraldsson

7-7: Freyr Brynjarsson

7-8: Andri Berg Haraldsson

8-8: Kári Kristján Kristjánsson

8-9: Jóhann Gunnar Einarsson

8-10: Jóhann Gunnar Einarsson

9-10: Gunnar Berg Viktorsson

9-11: Stefán Stefánsson

9-12: Einar Ingi Hrafnsson

9-13: Stefán Stefánsson

9-14: Jóhann Gunnar Einarsson

10-14: Gísli Jón Þórisson

11-14: Sigurbergur Sveinsson

11-15: Haraldur Þorvarðarson

12-15: Gísli Jón Þórisson

12-16: Jóhann Gunnar Einarsson

12-17: Halldór Jóhann Sigfússon

13-17: Kári Kristján Kristjánsson

14-17: Andri Stefan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×