Neitar að gefa upp nafn höfuðpaursins 1. febrúar 2008 00:01 Einar Jökull Einarsson, 28 ára Kópavogsbúi, neitaði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að gefa upp nafn mannsins sem hann segir hafa staðið að baki innflutningstilraun á miklu magni verksmiðjuframleiddra fíkniefna. Einar Jökull játaði að hafa skipulagt innflutninginn og fengið aðra sem eru ákærðir til að aðstoða sig. „Ég átti að fá ákveðnar prósentur af þessu,“ sagði Einar Jökull en hann sagði engar upphæðir, eða fíkniefnamagn, hafa verið nefndar. Lögreglan greip Alvar Óskarsson og Guðbjarna Traustason með um fjörutíu kíló af verksmiðjuframleiddum fíkniefnum, amfetamíni og MDMA, í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni 20. september. Alvar og Guðbjarni sigldu efnunum til landsins á skútu frá Danmörku, með viðkomu í Hjaltlandseyjum og Færeyjum. „Þetta var auðvitað áhætta en við fylgdumst með veðri og svona, áður en farið var að stað,“ sagði Einar Jökull er Guðjón Marteinsson dómari spurði hvernig Einari Jökli hefði dottið í hug að skipuleggja siglingu á lítilli skútu yfir Atlantshafið á þessum árstíma. „Þetta átti upphaflega að gerast í ágúst en tafðist,“ sagði Einar Jökull. Hann sagðist jafnframt hafa „gert þetta áður“ og fundist það gaman. „Ég er bara ævintýrakarl,“ bætti hann við. Einar Jökull sagðist hafa hitt Bjarna Hrafnkelsson, einn ákærðu, „fyrir tilviljun“ í Danmörku þegar hann var að undirbúa innflutninginn. „Hann lá bara vel við höggi og ég ákvað að fá hann til þess að pakka efnunum,“ sagði Einar Jökull. Bjarni sagðist hafa pakkað hluta efnanna eftir að hafa fallist á að gera það eftir fund sinn og Einars Jökuls á veitingastaðnum Hard Rock í Kaupmannahöfn. „Ég sé eftir þessari ákvörðun [...] Ég var í mikilli óreglu og hef verið síðan ég var unglingur,“ sagði Bjarni en hann neitar alfarið að hafa komið að skipulagningu á innflutningi efnanna. Arnar Gústafsson, einn ákærðu, játaði að hafa heimilað geymslu á efnunum í sumarbústaðarlandi tengdaforeldra sinna í Rangárvallasýslu. Hann sagði Marinó Einar Árnason, sem játaði að hafa átt að taka við efnunum á Fáskrúðsfirði, hafa átt að koma efnunum til sín. „Ég hafði hugmynd um að þetta væru fíkniefni en vissi ekki að þetta væri svona mikið. Það kom mér á óvart,“ sagði Arnar. Marinó Einar játaði þátt sinn en sagðist með engu móti hafa skipulagt innflutninginn. Dómur í málinu verður kveðinn upp innan mánaðartíma. Pólstjörnumálið Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Einar Jökull Einarsson, 28 ára Kópavogsbúi, neitaði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að gefa upp nafn mannsins sem hann segir hafa staðið að baki innflutningstilraun á miklu magni verksmiðjuframleiddra fíkniefna. Einar Jökull játaði að hafa skipulagt innflutninginn og fengið aðra sem eru ákærðir til að aðstoða sig. „Ég átti að fá ákveðnar prósentur af þessu,“ sagði Einar Jökull en hann sagði engar upphæðir, eða fíkniefnamagn, hafa verið nefndar. Lögreglan greip Alvar Óskarsson og Guðbjarna Traustason með um fjörutíu kíló af verksmiðjuframleiddum fíkniefnum, amfetamíni og MDMA, í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni 20. september. Alvar og Guðbjarni sigldu efnunum til landsins á skútu frá Danmörku, með viðkomu í Hjaltlandseyjum og Færeyjum. „Þetta var auðvitað áhætta en við fylgdumst með veðri og svona, áður en farið var að stað,“ sagði Einar Jökull er Guðjón Marteinsson dómari spurði hvernig Einari Jökli hefði dottið í hug að skipuleggja siglingu á lítilli skútu yfir Atlantshafið á þessum árstíma. „Þetta átti upphaflega að gerast í ágúst en tafðist,“ sagði Einar Jökull. Hann sagðist jafnframt hafa „gert þetta áður“ og fundist það gaman. „Ég er bara ævintýrakarl,“ bætti hann við. Einar Jökull sagðist hafa hitt Bjarna Hrafnkelsson, einn ákærðu, „fyrir tilviljun“ í Danmörku þegar hann var að undirbúa innflutninginn. „Hann lá bara vel við höggi og ég ákvað að fá hann til þess að pakka efnunum,“ sagði Einar Jökull. Bjarni sagðist hafa pakkað hluta efnanna eftir að hafa fallist á að gera það eftir fund sinn og Einars Jökuls á veitingastaðnum Hard Rock í Kaupmannahöfn. „Ég sé eftir þessari ákvörðun [...] Ég var í mikilli óreglu og hef verið síðan ég var unglingur,“ sagði Bjarni en hann neitar alfarið að hafa komið að skipulagningu á innflutningi efnanna. Arnar Gústafsson, einn ákærðu, játaði að hafa heimilað geymslu á efnunum í sumarbústaðarlandi tengdaforeldra sinna í Rangárvallasýslu. Hann sagði Marinó Einar Árnason, sem játaði að hafa átt að taka við efnunum á Fáskrúðsfirði, hafa átt að koma efnunum til sín. „Ég hafði hugmynd um að þetta væru fíkniefni en vissi ekki að þetta væri svona mikið. Það kom mér á óvart,“ sagði Arnar. Marinó Einar játaði þátt sinn en sagðist með engu móti hafa skipulagt innflutninginn. Dómur í málinu verður kveðinn upp innan mánaðartíma.
Pólstjörnumálið Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira