Samtals 32 ára fangelsi í Pólstjörnumáli 16. febrúar 2008 00:01 Fáskrúðsfjarðarmál, skútusmygl, dómur Sex karlmenn voru í gær dæmdir í svokölluðu Pólstjörnumáli. Um er að ræða eitt umfangsmesta smyglmál á fíkniefnum hér á landi þegar hinir dæmdu reyndu að smygla til landsins 23 kílóum og 562,73 grömmum af amfetamíni, 13 kílóum og 947,45 grömmum af e-töfludufti og 1.746 e-töflum til landsins. Fíkniefnin fluttu þeir hingað með skútu er lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Lögregla lagði hald á fíkniefnin sem fundust við leit í skútunni. Sá sem þyngstan dóm hlaut var Einar Jökull Einarsson. Hann var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi. Alvar Óskarsson, var dæmdur í sjö ára fangelsi. Guðbjarni Traustason var dæmdur í sjö ára og fimm mánaða fangelsi, Marinó Einar Árnason í fimm og hálfs árs fangelsi og Bjarni Hrafnkelsson, í átján mánaða fangelsi. Sá sjötti sem var ákærður í málinu var dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi. Samtals voru mennirnir því dæmdir í ríflega 32 ára fangelsi. Samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms þótti sannað með játningu Alvars, Einars Jökuls, Guðbjarna og Marinós Einars að þeir stóðu saman að fíkniefnainnflutningnum. Þáttur hvers hinna dæmdu í skipulagningu og framkvæmd sameiginlegs brots er mjög misjafn. Einar Jökull játaði að hafa skipulagt innflutninginn. Guðbjarni og Alvar fluttu efnin yfir hafið á skútunni. Marinó Einar átti að taka á móti fíkniefnunum í Fáskrúðsfjarðarhöfn og Bjarni bjó um fíkniefnin í Kaupmannahöfn. Sá sjötti sem hafði tekið að sér að fela efnin á sumarbústaðalandi í Rangárvallasýslu var dæmdur á skilorði, en efnin komust aldrei í hendur hans. Auk ofangreindra refsinga var mönnunum sex gert að greiða á níundu milljón króna í málsvarnarlaun og sakarkostnað. Allir eiga hinir dæmdu brotaferil aða baki. Má þar nefna dóma fyrir fíkniefnabrot, líkamsárásir, þjófnaði og eignaspjöll. Hinir dæmdu hafa nú til skoðunar hvort þeir muni áfrýja dómum sínum til Hæstaréttar. Til þess hafa þeir fjórar vikur. jss@frettabladid.is Pólstjörnumálið Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Sex karlmenn voru í gær dæmdir í svokölluðu Pólstjörnumáli. Um er að ræða eitt umfangsmesta smyglmál á fíkniefnum hér á landi þegar hinir dæmdu reyndu að smygla til landsins 23 kílóum og 562,73 grömmum af amfetamíni, 13 kílóum og 947,45 grömmum af e-töfludufti og 1.746 e-töflum til landsins. Fíkniefnin fluttu þeir hingað með skútu er lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Lögregla lagði hald á fíkniefnin sem fundust við leit í skútunni. Sá sem þyngstan dóm hlaut var Einar Jökull Einarsson. Hann var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi. Alvar Óskarsson, var dæmdur í sjö ára fangelsi. Guðbjarni Traustason var dæmdur í sjö ára og fimm mánaða fangelsi, Marinó Einar Árnason í fimm og hálfs árs fangelsi og Bjarni Hrafnkelsson, í átján mánaða fangelsi. Sá sjötti sem var ákærður í málinu var dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi. Samtals voru mennirnir því dæmdir í ríflega 32 ára fangelsi. Samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms þótti sannað með játningu Alvars, Einars Jökuls, Guðbjarna og Marinós Einars að þeir stóðu saman að fíkniefnainnflutningnum. Þáttur hvers hinna dæmdu í skipulagningu og framkvæmd sameiginlegs brots er mjög misjafn. Einar Jökull játaði að hafa skipulagt innflutninginn. Guðbjarni og Alvar fluttu efnin yfir hafið á skútunni. Marinó Einar átti að taka á móti fíkniefnunum í Fáskrúðsfjarðarhöfn og Bjarni bjó um fíkniefnin í Kaupmannahöfn. Sá sjötti sem hafði tekið að sér að fela efnin á sumarbústaðalandi í Rangárvallasýslu var dæmdur á skilorði, en efnin komust aldrei í hendur hans. Auk ofangreindra refsinga var mönnunum sex gert að greiða á níundu milljón króna í málsvarnarlaun og sakarkostnað. Allir eiga hinir dæmdu brotaferil aða baki. Má þar nefna dóma fyrir fíkniefnabrot, líkamsárásir, þjófnaði og eignaspjöll. Hinir dæmdu hafa nú til skoðunar hvort þeir muni áfrýja dómum sínum til Hæstaréttar. Til þess hafa þeir fjórar vikur. jss@frettabladid.is
Pólstjörnumálið Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira