Í einangrun í fjóra mánuði í Færeyjum Jóhanna Sigþórsdóttir skrifar 16. febrúar 2008 00:01 Maðurinn hefur setið í einangrun í fjóra mánuði í Þórshöfn í Færeyjum. Íslendingurinn sem hefur setið í fangelsi í Færeyjum vegna Pólstjörnumálsins hefur verið í einangrun í nær fjóra mánuði. Mál hans verður dómtekið í byrjun apríl. Maðurinn var handtekinn 18. september og þá úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var þá settur í einangrun. Októbermánuð allan var einangruninni aflétt og maðurinn var í opinni gæslu, en síðan var hann aftur settur í einangrun í lok þess mánaðar og er þannig vistaður enn. Íslendingurinn verður ákærður fyrir vörslu á tveimur kílóum af fíkniefnum svo og aðild að Pólstjörnumálinu í heild sinni. Sex íslenskir karlmenn voru dæmdir í því máli í gær. Varðandi einangrunarvistina segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í máli Íslendingsins, að ástæða þess að fólki sé haldið í einangrun sé sú að grunur leiki á um að viðkomandi hafi möguleika til að hafa áhrif á framburð vitna. Hún kveðst ekki vilja tjá sig um þetta tiltekna mál, til að mynda hvers vegna Íslendingurinn hafi verið settur aftur í einangrun. Saksóknari segir að Íslendingurinn fái að fara út öðru hvoru en megi ekki umgangast aðra en starfsmenn fangelsisins. „Við notum sjaldan einangrunarvist hér í Færeyjum,“ segir saksóknari. „En þarna er um mjög alvarlegan glæp að ræða og að mati ákæruvaldsins er enginn annar kostur í stöðunni. Við endurmetum stöðuna í hverri viku.“ Málsmeðferð fyrir dómi hefst 7. apríl. Tólf manna kviðdómur verður kallaður til en það er gert þegar brotið er talið geta varðað fjögurra ára fangelsi eða meira. Pólstjörnumálið Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Íslendingurinn sem hefur setið í fangelsi í Færeyjum vegna Pólstjörnumálsins hefur verið í einangrun í nær fjóra mánuði. Mál hans verður dómtekið í byrjun apríl. Maðurinn var handtekinn 18. september og þá úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var þá settur í einangrun. Októbermánuð allan var einangruninni aflétt og maðurinn var í opinni gæslu, en síðan var hann aftur settur í einangrun í lok þess mánaðar og er þannig vistaður enn. Íslendingurinn verður ákærður fyrir vörslu á tveimur kílóum af fíkniefnum svo og aðild að Pólstjörnumálinu í heild sinni. Sex íslenskir karlmenn voru dæmdir í því máli í gær. Varðandi einangrunarvistina segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í máli Íslendingsins, að ástæða þess að fólki sé haldið í einangrun sé sú að grunur leiki á um að viðkomandi hafi möguleika til að hafa áhrif á framburð vitna. Hún kveðst ekki vilja tjá sig um þetta tiltekna mál, til að mynda hvers vegna Íslendingurinn hafi verið settur aftur í einangrun. Saksóknari segir að Íslendingurinn fái að fara út öðru hvoru en megi ekki umgangast aðra en starfsmenn fangelsisins. „Við notum sjaldan einangrunarvist hér í Færeyjum,“ segir saksóknari. „En þarna er um mjög alvarlegan glæp að ræða og að mati ákæruvaldsins er enginn annar kostur í stöðunni. Við endurmetum stöðuna í hverri viku.“ Málsmeðferð fyrir dómi hefst 7. apríl. Tólf manna kviðdómur verður kallaður til en það er gert þegar brotið er talið geta varðað fjögurra ára fangelsi eða meira.
Pólstjörnumálið Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira