Bankahólfið: Allt í salti 20. febrúar 2008 00:01 Talsverðar breytingar hafa orðið í kjölfar vorhreingerninga innandyra hjá FL Group eftir að nýir menn settust við stýrið. Jóni Sigurðssyni, forstjóra félagsins, var á uppgjörsfundi félagsins í síðustu viku tíðrætt um niðursveifluna á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en dýfan varð meðal annars til þess að hlutafjáraukning á genginu 14,7 krónur á hlut, sem fyrirhuguð var á á fyrri helmingi ársins, var sett í salt. Spurður um þetta sagði Jón að eins og útlitið væri um þessar mundir myndi hann frekar kaupa bréfin á markaði. Gengi bréfa í FL Group hefur fallið um 65 prósent frá því fyrir nákvæmlega ári og endaði í 10,2 krónum á hlut á uppgjörsdeginum. Gróft reiknað þurftu þau að hækka um 44 prósent til að ná 14,7 króna markinu. Tóku ekki séns á mistökumÚtsending á netinu frá vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans síðasta fimmtudag gekk ágætlega. Hljóð var að vísu örlítið brogað á köflum, en þó ekki svo að truflaði mikið. Væntanlega hefur þeim létt mjög sem að útsendingunni komu því í tvö skipti þar á undan fór allt aflaga sem gat og útsending féll niður, fjarstöddum áhugamönnum um vaxtaákvarðanir til mikillar armæðu. Í bæði skiptin var útsendingarsíðan vandlega merkt Nýherja sem tók að sér tæknivinnslu, en í þetta skiptið bar svo við að merki félagsins var hvergi að sjá. Lausleg athugun leiddi þó í ljós að ekki hefði verið skipt um fyrirtæki til að sjá um útsendinguna. Líklega hefur fyrirtækið bara ekki viljað taka áhættuna á að flagga nafninu ef illa færi í þriðja sinn.Sameiningar í vændumSameiningar og hagræðing í fjármálageiranum eru meðal þess sem hér þarf að eiga sér stað, að því er fram kom í máli Tryggva Þórs Herbertssonar, forstjóra Aska Capital, í pallborðsumræðum á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku. Að umræðum loknum og í almennu spjalli gesta þingsins sveif blaðamaður á Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóra Landsbankans, og Lárus Welding, forstjóra Glitnis, og spurði álits á umræðum. „Svara þú bara fyrir okkur. Þú ert góður í þessu,“ sagði Lárus við Sigurjón og stökk í annað spall. Bankastjóri Landsbankans tók vel umleitunum blaðamanns, en aftók um leið fyrir að það væri vísbending um yfirvofandi sameiningu bankanna að hann svaraði fyrir báða í þetta skiptið. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Talsverðar breytingar hafa orðið í kjölfar vorhreingerninga innandyra hjá FL Group eftir að nýir menn settust við stýrið. Jóni Sigurðssyni, forstjóra félagsins, var á uppgjörsfundi félagsins í síðustu viku tíðrætt um niðursveifluna á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en dýfan varð meðal annars til þess að hlutafjáraukning á genginu 14,7 krónur á hlut, sem fyrirhuguð var á á fyrri helmingi ársins, var sett í salt. Spurður um þetta sagði Jón að eins og útlitið væri um þessar mundir myndi hann frekar kaupa bréfin á markaði. Gengi bréfa í FL Group hefur fallið um 65 prósent frá því fyrir nákvæmlega ári og endaði í 10,2 krónum á hlut á uppgjörsdeginum. Gróft reiknað þurftu þau að hækka um 44 prósent til að ná 14,7 króna markinu. Tóku ekki séns á mistökumÚtsending á netinu frá vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans síðasta fimmtudag gekk ágætlega. Hljóð var að vísu örlítið brogað á köflum, en þó ekki svo að truflaði mikið. Væntanlega hefur þeim létt mjög sem að útsendingunni komu því í tvö skipti þar á undan fór allt aflaga sem gat og útsending féll niður, fjarstöddum áhugamönnum um vaxtaákvarðanir til mikillar armæðu. Í bæði skiptin var útsendingarsíðan vandlega merkt Nýherja sem tók að sér tæknivinnslu, en í þetta skiptið bar svo við að merki félagsins var hvergi að sjá. Lausleg athugun leiddi þó í ljós að ekki hefði verið skipt um fyrirtæki til að sjá um útsendinguna. Líklega hefur fyrirtækið bara ekki viljað taka áhættuna á að flagga nafninu ef illa færi í þriðja sinn.Sameiningar í vændumSameiningar og hagræðing í fjármálageiranum eru meðal þess sem hér þarf að eiga sér stað, að því er fram kom í máli Tryggva Þórs Herbertssonar, forstjóra Aska Capital, í pallborðsumræðum á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku. Að umræðum loknum og í almennu spjalli gesta þingsins sveif blaðamaður á Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóra Landsbankans, og Lárus Welding, forstjóra Glitnis, og spurði álits á umræðum. „Svara þú bara fyrir okkur. Þú ert góður í þessu,“ sagði Lárus við Sigurjón og stökk í annað spall. Bankastjóri Landsbankans tók vel umleitunum blaðamanns, en aftók um leið fyrir að það væri vísbending um yfirvofandi sameiningu bankanna að hann svaraði fyrir báða í þetta skiptið.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira