Einangrunarfangi getur fengið tíu ár 22. febrúar 2008 00:01 Íslendingurinn sem situr í fangelsi í Færeyjum, grunaður um hlutdeild í Pólstjörnumálinu, getur átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Íslenski karlmaðurinn sem situr í einangrun í fangelsi í Færeyjum getur fengið allt að tíu ára fangelsi verði hann dæmdur fyrir fleiri en eitt brot. Þetta segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í máli mannsins. Íslendingurinn, sem er um þrítugt, var tekinn í tengslum við Pólstjörnumálið með tvö kíló af fíkniefnum sem voru í skottinu á bíl hans. Jafnframt verður hann ákærður fyrir hlutdeild í því máli í heild sinni, þar sem gerð var tilraun til að smygla um fjörutíu kílóum af fíkniefnum með skútu hingað til lands. Skútumennirnir höfðu viðdvöl hjá manninum í Færeyjum á leið sinni hingað. Íslendingurinn hefur verið í einangrunarvist í fangelsinu frá 18. september síðastliðnum, að einum mánuði undanskildum. Þá var hann í opinni gæslu, en var síðan settur aftur í einangrun. Gæsluvarðhaldsvist hans rennur út 7. mars, að sögn saksóknara, en þá verður maðurinn leiddur fyrir dómara á nýjan leik. Hann hefur ætíð kært úrskurð undirdóms, en æðra dómstig staðfest hann. Málsmeðferð hefst 7. apríl. Saksóknari segir ljóst að maðurinn verði að minnsta kosti dæmdur í fjögrra ára fangelsi. Því sé kviðdómur kallaður saman til að úrskurða um sekt hans eða sakleysi. Komist kviðdómur að þeirri niðurstöðu að Íslendingurinn sé sekur um fleiri en eitt lagabrot, vörslu fíkniefna og hlutdeild í öllu smyglmálinu getur hann fengið allt að fimmtán ára fangelsi. Saksóknari kveðst þó ekki hafa trú á að refsidómurinn verði svo þungur, en maðurinn geti hlotið allt að tíu ára fangelsi verði hann sekur fundinn um fleiri en eitt brot gegn lögum. Spurður hvernig fylgst sé með líðan mannsins í þessari löngu einangrunarvist segir saksóknari að starfsmenn á vegum embættisins fylgist með henni. Ekki hafi borist neinar upplýsingar aðrar en þær að allt sé í lagi með hann miðað við að hann sé í einangrun sem vissulega sé álag. Íslendingurinn hefur búið í Færeyjum um skeið og á þar fjölskyldurætur. Hann hefur verið við vinnu en á ekki afbrotaferil að baki þar. Maðurinn á yfir höfði sér brottvísun og innkomubann í Færeyjum eftir afplánun dóms sem kveður á um tveggja ára fangelsisvist eða meira. Pólstjörnumálið Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Íslenski karlmaðurinn sem situr í einangrun í fangelsi í Færeyjum getur fengið allt að tíu ára fangelsi verði hann dæmdur fyrir fleiri en eitt brot. Þetta segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í máli mannsins. Íslendingurinn, sem er um þrítugt, var tekinn í tengslum við Pólstjörnumálið með tvö kíló af fíkniefnum sem voru í skottinu á bíl hans. Jafnframt verður hann ákærður fyrir hlutdeild í því máli í heild sinni, þar sem gerð var tilraun til að smygla um fjörutíu kílóum af fíkniefnum með skútu hingað til lands. Skútumennirnir höfðu viðdvöl hjá manninum í Færeyjum á leið sinni hingað. Íslendingurinn hefur verið í einangrunarvist í fangelsinu frá 18. september síðastliðnum, að einum mánuði undanskildum. Þá var hann í opinni gæslu, en var síðan settur aftur í einangrun. Gæsluvarðhaldsvist hans rennur út 7. mars, að sögn saksóknara, en þá verður maðurinn leiddur fyrir dómara á nýjan leik. Hann hefur ætíð kært úrskurð undirdóms, en æðra dómstig staðfest hann. Málsmeðferð hefst 7. apríl. Saksóknari segir ljóst að maðurinn verði að minnsta kosti dæmdur í fjögrra ára fangelsi. Því sé kviðdómur kallaður saman til að úrskurða um sekt hans eða sakleysi. Komist kviðdómur að þeirri niðurstöðu að Íslendingurinn sé sekur um fleiri en eitt lagabrot, vörslu fíkniefna og hlutdeild í öllu smyglmálinu getur hann fengið allt að fimmtán ára fangelsi. Saksóknari kveðst þó ekki hafa trú á að refsidómurinn verði svo þungur, en maðurinn geti hlotið allt að tíu ára fangelsi verði hann sekur fundinn um fleiri en eitt brot gegn lögum. Spurður hvernig fylgst sé með líðan mannsins í þessari löngu einangrunarvist segir saksóknari að starfsmenn á vegum embættisins fylgist með henni. Ekki hafi borist neinar upplýsingar aðrar en þær að allt sé í lagi með hann miðað við að hann sé í einangrun sem vissulega sé álag. Íslendingurinn hefur búið í Færeyjum um skeið og á þar fjölskyldurætur. Hann hefur verið við vinnu en á ekki afbrotaferil að baki þar. Maðurinn á yfir höfði sér brottvísun og innkomubann í Færeyjum eftir afplánun dóms sem kveður á um tveggja ára fangelsisvist eða meira.
Pólstjörnumálið Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira