Bankahólfið: Tapaði bunka 12. mars 2008 00:01 Dagskrá í tengslum við opnun hjá Tolla Tolli og Bubbi Það eru ekki bara milljónerar sem tapa háum fjárhæðum í niðursveiflunni á markaðnum. Venjulegt fólk tapar líka peningum - og rokkstjörnur. Bubbi Morthens hefur hagnast vel á sínu sviði enda frábær listamaður. Hann gerði til dæmis samning við Sjóvá sem tryggði honum væna summu í sinn vasa fyrir vikið. Eitthvað hefur kallinn verið að fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum undanfarið. Í þættinum hans, Bandinu hans Bubba á Stöð 2, var hann að dæma einn keppandann sem stóð sig ekki vel í þættinum. Sagðist hann hafa veðjað á hann vikuna áður. „En ég veðjaði líka á FL Group og tapaði alveg bunka af milljónum þar," sagði kappinn í þættinum. Bunki er svolítið meira en ein eða tvær milljónir. SpádómsgáfaÞeir eru greinilega gæddir spádómsgáfu, gjaldeyrisspekúlantarnir í Landsbankanum. Nú er bankinn í efsta sæti Reuters Foreign Exchange Poll, sem mælir nákvæmni í spá greiningaraðila um gengi Bandaríkjadals einn mánuð fram í tímann. Reuters greinir nákvæmni greiningaraðilanna eftir því hve nálægt mánaðarspá þeirra er lokagildi síðasta viðskiptadags hvers mánaðar. Sú spá sem er næst lokagildinu gefur 50 stig meðan sú næsta gefur 49 stig. Staða ársins er fengin með því að leggja saman stig janúar- og febrúarmánaðar. Landsbankinn hefur hlotið 253 stig af 300 mögulegum og er í efsta sæti. TD Securities í Toronto er í öðru sæti með 241 stig og DZ Bank í Frankfurt í því þriðja með 232 stig.Æ, æSamkeppnin um að vera markaðsfyrirtæki ársins er mikil. Um daginn sendi Glitnir frá sér fréttatilkynningu þar sem segir í fyrirsögn að fyrirtækið hafi verið valið markaðsfyrirtæki ársins 2007. Í tilkynningunni kemur fram að fagfólk í markaðsmálum hafi valið Glitni markaðsfyrirtæki ársins í könnun sem framkvæmd var af Capacent fyrir Ímark. Stjórn Ímark segir svolítið langsótt að draga þá ályktun að Glitnir hafi verið valið markaðsfyrirtæki ársins af íslensku markaðsfólki því könnunin fjalli ekki um það. Glitnir standi sig vissulega vel í markaðsmálum en á hverju ári velji Ímark markaðsfyrirtæki ársins með mun ítarlegri hætti. „Í október síðastliðinn valdi Ímark Landsbankann sem markaðsfyrirtæki ársins 2007 og hefur engin breyting orðið þar á,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Ímark. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Sjá meira
Það eru ekki bara milljónerar sem tapa háum fjárhæðum í niðursveiflunni á markaðnum. Venjulegt fólk tapar líka peningum - og rokkstjörnur. Bubbi Morthens hefur hagnast vel á sínu sviði enda frábær listamaður. Hann gerði til dæmis samning við Sjóvá sem tryggði honum væna summu í sinn vasa fyrir vikið. Eitthvað hefur kallinn verið að fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum undanfarið. Í þættinum hans, Bandinu hans Bubba á Stöð 2, var hann að dæma einn keppandann sem stóð sig ekki vel í þættinum. Sagðist hann hafa veðjað á hann vikuna áður. „En ég veðjaði líka á FL Group og tapaði alveg bunka af milljónum þar," sagði kappinn í þættinum. Bunki er svolítið meira en ein eða tvær milljónir. SpádómsgáfaÞeir eru greinilega gæddir spádómsgáfu, gjaldeyrisspekúlantarnir í Landsbankanum. Nú er bankinn í efsta sæti Reuters Foreign Exchange Poll, sem mælir nákvæmni í spá greiningaraðila um gengi Bandaríkjadals einn mánuð fram í tímann. Reuters greinir nákvæmni greiningaraðilanna eftir því hve nálægt mánaðarspá þeirra er lokagildi síðasta viðskiptadags hvers mánaðar. Sú spá sem er næst lokagildinu gefur 50 stig meðan sú næsta gefur 49 stig. Staða ársins er fengin með því að leggja saman stig janúar- og febrúarmánaðar. Landsbankinn hefur hlotið 253 stig af 300 mögulegum og er í efsta sæti. TD Securities í Toronto er í öðru sæti með 241 stig og DZ Bank í Frankfurt í því þriðja með 232 stig.Æ, æSamkeppnin um að vera markaðsfyrirtæki ársins er mikil. Um daginn sendi Glitnir frá sér fréttatilkynningu þar sem segir í fyrirsögn að fyrirtækið hafi verið valið markaðsfyrirtæki ársins 2007. Í tilkynningunni kemur fram að fagfólk í markaðsmálum hafi valið Glitni markaðsfyrirtæki ársins í könnun sem framkvæmd var af Capacent fyrir Ímark. Stjórn Ímark segir svolítið langsótt að draga þá ályktun að Glitnir hafi verið valið markaðsfyrirtæki ársins af íslensku markaðsfólki því könnunin fjalli ekki um það. Glitnir standi sig vissulega vel í markaðsmálum en á hverju ári velji Ímark markaðsfyrirtæki ársins með mun ítarlegri hætti. „Í október síðastliðinn valdi Ímark Landsbankann sem markaðsfyrirtæki ársins 2007 og hefur engin breyting orðið þar á,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Ímark.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Sjá meira