Í einangrun í fimm mánuði í Færeyjum 13. mars 2008 00:01 Samtals ellefu vitni verða leidd fram í dómssal í Færeyjum þegar aðalmeðferð í máli Íslendingsins fer fram. Þess verður krafist að hann sitji í gæsluvarðhaldi og einangrun þar til vitnaleiðslum er lokið. Íslendingurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Færeyjum frá 20. september vegna meintrar aðildar að Pólstjörnumálinu, er enn í einangrun. Hann var síðast úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun 7. mars. Hann áfrýjaði til æðra dómsstigs, sem staðfesti úrskurðinn á mánudag. Maðurinn sem er 25 ára hefur setið í einangrun í rétta tæpa fimm mánuði, eða megnið af tímanum frá því að hann var handtekinn. Frá þessu greinir Linda Margarete Hasselberg saksóknari í málinu í samtali við Fréttablaðið. Hún segir enn fremur að gæsluvarðhald yfir manninum renni næst út 4. apríl. Þá verði krafist áframhaldandi gæsluvarðhaldsvistar og einangrunar þar til vitnaleiðslur hafi farið fram í dómssal, en þar verður málið tekið fyrir 7. apríl. Íslendingurinn er ekki einungis ákærður fyrir vörslu á 1,8 kílóum af e-töfludufti og amfetamíni. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa tekið á móti og haft í vörslum sínum tæplega 40 kíló af amfetamíni, e-töflum og e-töfludufti meðan Pólstjörnumennirnir höfðu viðdvöl með skútu sína í Færeyjum. Henni sigldu þeir síðan hingað til lands með 40 kílóin innanborðs eins og kunnugt er og voru teknir af lögreglu við komuna til Fáskrúðsfjarðar. Sakborningarnir í því máli hafa hlotið þunga dóma. Tæp tvö kíló af efnunum fundust eftir heimsókn Pólstjörnumannanna í skotti bifreiðar Íslendingsins í Færeyjum. „Ákvörðunin þann 7. mars um áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun var tekin á þeim grunni að koma í veg fyrir að maðurinn geti haft áhrif á yfirstandandi rannsókn lögreglu, til að mynda á vitni,“ segir saksóknari. „Þegar það rennur út þann 4. apríl verður krafist framlengingar yfir honum til 11.apríl, eða þar til aðalmeðferð málsins lýkur. Þess verður krafist að hann sæti bæði gæsluvarðhaldi og einangrun til loka hennar. Eftir það getur hann ekki haft áhrif á framburð vitna. Loks fer það eftir þyngd dómsins hvort sett verður fram krafa um að maðurinn hefji afplánun strax og hann liggur fyrir.“ Saksóknari segir að samtals ellefu vitni verði leidd fyrir dóminn. Þau séu frá Færeyjum, Íslandi og Danmörku. Það verður síðan í höndum kviðdóms að ákvarða sekt eða sýknu Íslendingsins. Pólstjörnumálið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Íslendingurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Færeyjum frá 20. september vegna meintrar aðildar að Pólstjörnumálinu, er enn í einangrun. Hann var síðast úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun 7. mars. Hann áfrýjaði til æðra dómsstigs, sem staðfesti úrskurðinn á mánudag. Maðurinn sem er 25 ára hefur setið í einangrun í rétta tæpa fimm mánuði, eða megnið af tímanum frá því að hann var handtekinn. Frá þessu greinir Linda Margarete Hasselberg saksóknari í málinu í samtali við Fréttablaðið. Hún segir enn fremur að gæsluvarðhald yfir manninum renni næst út 4. apríl. Þá verði krafist áframhaldandi gæsluvarðhaldsvistar og einangrunar þar til vitnaleiðslur hafi farið fram í dómssal, en þar verður málið tekið fyrir 7. apríl. Íslendingurinn er ekki einungis ákærður fyrir vörslu á 1,8 kílóum af e-töfludufti og amfetamíni. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa tekið á móti og haft í vörslum sínum tæplega 40 kíló af amfetamíni, e-töflum og e-töfludufti meðan Pólstjörnumennirnir höfðu viðdvöl með skútu sína í Færeyjum. Henni sigldu þeir síðan hingað til lands með 40 kílóin innanborðs eins og kunnugt er og voru teknir af lögreglu við komuna til Fáskrúðsfjarðar. Sakborningarnir í því máli hafa hlotið þunga dóma. Tæp tvö kíló af efnunum fundust eftir heimsókn Pólstjörnumannanna í skotti bifreiðar Íslendingsins í Færeyjum. „Ákvörðunin þann 7. mars um áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun var tekin á þeim grunni að koma í veg fyrir að maðurinn geti haft áhrif á yfirstandandi rannsókn lögreglu, til að mynda á vitni,“ segir saksóknari. „Þegar það rennur út þann 4. apríl verður krafist framlengingar yfir honum til 11.apríl, eða þar til aðalmeðferð málsins lýkur. Þess verður krafist að hann sæti bæði gæsluvarðhaldi og einangrun til loka hennar. Eftir það getur hann ekki haft áhrif á framburð vitna. Loks fer það eftir þyngd dómsins hvort sett verður fram krafa um að maðurinn hefji afplánun strax og hann liggur fyrir.“ Saksóknari segir að samtals ellefu vitni verði leidd fyrir dóminn. Þau séu frá Færeyjum, Íslandi og Danmörku. Það verður síðan í höndum kviðdóms að ákvarða sekt eða sýknu Íslendingsins.
Pólstjörnumálið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira