Bankahólfið: Uppsagnir 2. apríl 2008 00:01 Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson stjórnendur KB banki Menn eru farnir að standa við yfirlýsingarnar um aðgerðir til að bregðast við breyttu árferði í rekstri fjármálafyrirtækja. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, sagði að fækkað yrði í starfsliði bankans. Auðvitað munar þar mestu um sölu á hluta af starfsemi sem áður var undir Singer & Friedlander. Í fyrradag fengu þó fjölmargir starfsmenn bankans uppsagnarbréf, en þeir voru samt rétt undir 30 því annars hefði verið um hópuppsögn að ræða. Bankarnir fara þannig að þessa mánuðina að klípa jafnt og þétt af starfsliðinu til að vekja ekki upp óþægilega umræðu um uppsagnir og vandræði sem því fylgja. Má búast við áframhaldandi uppsögnum á næstunni. Hrist upp í hestamönnumDr. Kári Stefánsson hjá DeCode hristi upp í aðalfundi Hrossaræktarsamtaka Suðurlands sem fram fór á Þingborg í Flóahreppi í síðustu viku. Bændablaðið greinir frá því að Kári hafi „fjarflutt" erindi, en honum var varpað upp á vegg með aðstoð tækninnar. Meðal annars sagði Kári að hestamennskan væri sú íþrótt sem mest hefði hnignað í 1.100 ára sögu þjóðarinnar, menn mættu helst á landsmót til þess að detta í það. Ef til vill var eins gott að Kári var fjarri ef lesið er milli lína í frásögn Bændablaðsins. Enginn tjáði sig þó opinberlega um skoðanir hans, utan Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur, sem „gaf lítið fyrir erindi Kára og var honum meira og minna ósammála í öllu".Fjármögnun á yfirdrættiIcelandic Group tilkynnti í gær að það ætlaði að leggja fyrir hluthafafund tillögu um að gefa út skuldabréf í evrum að andvirði 5 milljarðar króna með 23 prósenta föstum ársvöxtum. Uppleggið sýnir hve dýrt það er orðið að fjármagna starfsemi félaga eins og Icelandic, sem þegar er mjög skuldsett. Orðrómurinn á markaðnum hefur verið sá að hlutur flestra muni þynnast út og Björgólfur Guðmundsson muni á endanum eignast félagið þegar skuldabréfunum verði breytt í hlutabréf á gengingu einum. Það skýri svo fall Icelandic í Kauphöllinni síðustu daga, en bréf félagsins hafa lækkað um meira en 36% á sjö dögum. Með þessu á að reyna að bjarga þessu gamalgróna fyrirtæki fyrir horn. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Menn eru farnir að standa við yfirlýsingarnar um aðgerðir til að bregðast við breyttu árferði í rekstri fjármálafyrirtækja. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, sagði að fækkað yrði í starfsliði bankans. Auðvitað munar þar mestu um sölu á hluta af starfsemi sem áður var undir Singer & Friedlander. Í fyrradag fengu þó fjölmargir starfsmenn bankans uppsagnarbréf, en þeir voru samt rétt undir 30 því annars hefði verið um hópuppsögn að ræða. Bankarnir fara þannig að þessa mánuðina að klípa jafnt og þétt af starfsliðinu til að vekja ekki upp óþægilega umræðu um uppsagnir og vandræði sem því fylgja. Má búast við áframhaldandi uppsögnum á næstunni. Hrist upp í hestamönnumDr. Kári Stefánsson hjá DeCode hristi upp í aðalfundi Hrossaræktarsamtaka Suðurlands sem fram fór á Þingborg í Flóahreppi í síðustu viku. Bændablaðið greinir frá því að Kári hafi „fjarflutt" erindi, en honum var varpað upp á vegg með aðstoð tækninnar. Meðal annars sagði Kári að hestamennskan væri sú íþrótt sem mest hefði hnignað í 1.100 ára sögu þjóðarinnar, menn mættu helst á landsmót til þess að detta í það. Ef til vill var eins gott að Kári var fjarri ef lesið er milli lína í frásögn Bændablaðsins. Enginn tjáði sig þó opinberlega um skoðanir hans, utan Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur, sem „gaf lítið fyrir erindi Kára og var honum meira og minna ósammála í öllu".Fjármögnun á yfirdrættiIcelandic Group tilkynnti í gær að það ætlaði að leggja fyrir hluthafafund tillögu um að gefa út skuldabréf í evrum að andvirði 5 milljarðar króna með 23 prósenta föstum ársvöxtum. Uppleggið sýnir hve dýrt það er orðið að fjármagna starfsemi félaga eins og Icelandic, sem þegar er mjög skuldsett. Orðrómurinn á markaðnum hefur verið sá að hlutur flestra muni þynnast út og Björgólfur Guðmundsson muni á endanum eignast félagið þegar skuldabréfunum verði breytt í hlutabréf á gengingu einum. Það skýri svo fall Icelandic í Kauphöllinni síðustu daga, en bréf félagsins hafa lækkað um meira en 36% á sjö dögum. Með þessu á að reyna að bjarga þessu gamalgróna fyrirtæki fyrir horn.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira