Smygl á bréfi olli lengd einangrunar 8. apríl 2008 00:40 Ástæða þess að 25 ára Íslendingur hefur setið í einangrun í fangelsi í Færeyjum svo mánuðum skiptir er sú að hann smyglaði bréfi út úr fangelsinu til kærustunnar sinnar. Þar með var hann settur í einangrun aftur, eftir að hafa verið tæpan mánuð í opnu gæsluvarðhaldi. Kærastan, sem er færeysk, er eitt af aðalvitnum í málinu, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið aflaði sér. Réttarhöld hófust í máli unga mannsins í gærmorgun. Hann er ákærður fyrir aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða með því að hafa tekið á móti og haft í vörslum sínum 24,3 kíló af amfetamíni, nær 15 kíló af e-töfludufti og 1.746 e-töflur. Af þessu magni urðu 796 grömm af amfetamíni og 982 grömm af e-töfludufti eftir í vörslu mannsins í Færeyjum, þegar Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson sigldu skútu með megninu af fíkniefnunum til Íslands, þar sem þeir voru teknir í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Færeyska blaðið Dimmalætting greindi frá því að í dómsal í gær hefði meðal annars komið fram, að samkvæmt útreikningum sem ákæruvaldið hefði látið gera mætti framleiða rúmlega 200 þúsund töflur úr heildarmagni e-töfluduftsins sem smyglað var með skútunni. Þá hefði mátt framleiða yfir 14 þúsund e-töflur úr þeim hluta duftsins sem eftir varð í Færeyjum. Maðurinn var handtekinn í Færeyjum 20. september ásamt öðrum manni, færeyskum. Hinum síðarnefnda var síðan sleppt og verður hann ekki ákærður í málinu. Íslendingurinn sat í einangrun fram í nóvember, en þá var henni aflétt og hann settur í gæsluvarðhald. Eftir tæpan mánuð var hann aftur settur í einangrun þegar upp komst að hann hafði smyglað bréfi út úr fangelsinu til kærustu sinnar. Íslendingurinn játaði sök í sumum ákæruliðum en neitaði hvað aðra varðar. Kviðdómur hefur verið kallaður saman til að dæma um sekt hans eða sakleysi, en það er ekki gert nema fangelsisrefsing sé talin varða að minnsta kosti fjórum árum. Saksóknari í málinu hefur krafist tíu ára fangelsis yfir honum, að lágmarki. Pólstjörnumálið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Ástæða þess að 25 ára Íslendingur hefur setið í einangrun í fangelsi í Færeyjum svo mánuðum skiptir er sú að hann smyglaði bréfi út úr fangelsinu til kærustunnar sinnar. Þar með var hann settur í einangrun aftur, eftir að hafa verið tæpan mánuð í opnu gæsluvarðhaldi. Kærastan, sem er færeysk, er eitt af aðalvitnum í málinu, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið aflaði sér. Réttarhöld hófust í máli unga mannsins í gærmorgun. Hann er ákærður fyrir aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða með því að hafa tekið á móti og haft í vörslum sínum 24,3 kíló af amfetamíni, nær 15 kíló af e-töfludufti og 1.746 e-töflur. Af þessu magni urðu 796 grömm af amfetamíni og 982 grömm af e-töfludufti eftir í vörslu mannsins í Færeyjum, þegar Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson sigldu skútu með megninu af fíkniefnunum til Íslands, þar sem þeir voru teknir í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Færeyska blaðið Dimmalætting greindi frá því að í dómsal í gær hefði meðal annars komið fram, að samkvæmt útreikningum sem ákæruvaldið hefði látið gera mætti framleiða rúmlega 200 þúsund töflur úr heildarmagni e-töfluduftsins sem smyglað var með skútunni. Þá hefði mátt framleiða yfir 14 þúsund e-töflur úr þeim hluta duftsins sem eftir varð í Færeyjum. Maðurinn var handtekinn í Færeyjum 20. september ásamt öðrum manni, færeyskum. Hinum síðarnefnda var síðan sleppt og verður hann ekki ákærður í málinu. Íslendingurinn sat í einangrun fram í nóvember, en þá var henni aflétt og hann settur í gæsluvarðhald. Eftir tæpan mánuð var hann aftur settur í einangrun þegar upp komst að hann hafði smyglað bréfi út úr fangelsinu til kærustu sinnar. Íslendingurinn játaði sök í sumum ákæruliðum en neitaði hvað aðra varðar. Kviðdómur hefur verið kallaður saman til að dæma um sekt hans eða sakleysi, en það er ekki gert nema fangelsisrefsing sé talin varða að minnsta kosti fjórum árum. Saksóknari í málinu hefur krafist tíu ára fangelsis yfir honum, að lágmarki.
Pólstjörnumálið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira