Smygl á bréfi olli lengd einangrunar 8. apríl 2008 00:40 Ástæða þess að 25 ára Íslendingur hefur setið í einangrun í fangelsi í Færeyjum svo mánuðum skiptir er sú að hann smyglaði bréfi út úr fangelsinu til kærustunnar sinnar. Þar með var hann settur í einangrun aftur, eftir að hafa verið tæpan mánuð í opnu gæsluvarðhaldi. Kærastan, sem er færeysk, er eitt af aðalvitnum í málinu, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið aflaði sér. Réttarhöld hófust í máli unga mannsins í gærmorgun. Hann er ákærður fyrir aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða með því að hafa tekið á móti og haft í vörslum sínum 24,3 kíló af amfetamíni, nær 15 kíló af e-töfludufti og 1.746 e-töflur. Af þessu magni urðu 796 grömm af amfetamíni og 982 grömm af e-töfludufti eftir í vörslu mannsins í Færeyjum, þegar Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson sigldu skútu með megninu af fíkniefnunum til Íslands, þar sem þeir voru teknir í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Færeyska blaðið Dimmalætting greindi frá því að í dómsal í gær hefði meðal annars komið fram, að samkvæmt útreikningum sem ákæruvaldið hefði látið gera mætti framleiða rúmlega 200 þúsund töflur úr heildarmagni e-töfluduftsins sem smyglað var með skútunni. Þá hefði mátt framleiða yfir 14 þúsund e-töflur úr þeim hluta duftsins sem eftir varð í Færeyjum. Maðurinn var handtekinn í Færeyjum 20. september ásamt öðrum manni, færeyskum. Hinum síðarnefnda var síðan sleppt og verður hann ekki ákærður í málinu. Íslendingurinn sat í einangrun fram í nóvember, en þá var henni aflétt og hann settur í gæsluvarðhald. Eftir tæpan mánuð var hann aftur settur í einangrun þegar upp komst að hann hafði smyglað bréfi út úr fangelsinu til kærustu sinnar. Íslendingurinn játaði sök í sumum ákæruliðum en neitaði hvað aðra varðar. Kviðdómur hefur verið kallaður saman til að dæma um sekt hans eða sakleysi, en það er ekki gert nema fangelsisrefsing sé talin varða að minnsta kosti fjórum árum. Saksóknari í málinu hefur krafist tíu ára fangelsis yfir honum, að lágmarki. Pólstjörnumálið Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Ástæða þess að 25 ára Íslendingur hefur setið í einangrun í fangelsi í Færeyjum svo mánuðum skiptir er sú að hann smyglaði bréfi út úr fangelsinu til kærustunnar sinnar. Þar með var hann settur í einangrun aftur, eftir að hafa verið tæpan mánuð í opnu gæsluvarðhaldi. Kærastan, sem er færeysk, er eitt af aðalvitnum í málinu, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið aflaði sér. Réttarhöld hófust í máli unga mannsins í gærmorgun. Hann er ákærður fyrir aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða með því að hafa tekið á móti og haft í vörslum sínum 24,3 kíló af amfetamíni, nær 15 kíló af e-töfludufti og 1.746 e-töflur. Af þessu magni urðu 796 grömm af amfetamíni og 982 grömm af e-töfludufti eftir í vörslu mannsins í Færeyjum, þegar Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson sigldu skútu með megninu af fíkniefnunum til Íslands, þar sem þeir voru teknir í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Færeyska blaðið Dimmalætting greindi frá því að í dómsal í gær hefði meðal annars komið fram, að samkvæmt útreikningum sem ákæruvaldið hefði látið gera mætti framleiða rúmlega 200 þúsund töflur úr heildarmagni e-töfluduftsins sem smyglað var með skútunni. Þá hefði mátt framleiða yfir 14 þúsund e-töflur úr þeim hluta duftsins sem eftir varð í Færeyjum. Maðurinn var handtekinn í Færeyjum 20. september ásamt öðrum manni, færeyskum. Hinum síðarnefnda var síðan sleppt og verður hann ekki ákærður í málinu. Íslendingurinn sat í einangrun fram í nóvember, en þá var henni aflétt og hann settur í gæsluvarðhald. Eftir tæpan mánuð var hann aftur settur í einangrun þegar upp komst að hann hafði smyglað bréfi út úr fangelsinu til kærustu sinnar. Íslendingurinn játaði sök í sumum ákæruliðum en neitaði hvað aðra varðar. Kviðdómur hefur verið kallaður saman til að dæma um sekt hans eða sakleysi, en það er ekki gert nema fangelsisrefsing sé talin varða að minnsta kosti fjórum árum. Saksóknari í málinu hefur krafist tíu ára fangelsis yfir honum, að lágmarki.
Pólstjörnumálið Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira