Móðir segir son sinn ekki flæktan í Pólstjörnumálið Jóhanna Sigþórsdóttir skrifar 8. apríl 2008 00:40 Maðurinn hefur setið í einangrun í Þórshöfn í Færeyjum. „Sonur minn er ekki flæktur í þetta mál, svo mikið veit ég,“ segir Íris Inga Svavarsdóttir, móðir Íslendingsins sem er nú kominn fyrir rétt í Færeyjum eftir að hafa setið í einangrun í um það bil hálft ár. Hann er ákærður fyrir þátttöku og aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða og er enn í einangrun. „Hann ætlar bara að þrauka, það er ekkert annað að gera,“ sagði Íris Inga, þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær. Hún hefur fengið að hitta son sinn og ræða við hann. Spurð hvort sonur hennar virðist hafa beðið skaða af hinni löngu einangrunarvist sagði hún það eiga eftir að koma í ljós síðar. „Mér finnst ekki ólíklegt að þetta eigi eftir að hafa eftirköst. Það er engin hemja að hafa mann svo lengi í einangrun,“ sagði hún. „Það er ekki eðlilegt að fara svona með fólk. En það sér fyrir endann á þessu núna.“ Hún segir að reynt hafi verið að hafa áhrif á að sonur hennar þyrfti ekki að sitja svo lengi í einangrun sem raun varð á. „En það gat enginn gert neitt, nema að standa við bakið á honum. Þetta hefur allt farið fyrir dómara í Danmörku og þeir hafa síðasta orðið.“ Íris Inga segir að lögreglan í Færeyjum hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að létta manninum einangrunarvistina. „En það eina sem hann hefur getað gert er að sitja og lesa, horfa á myndbönd og hlusta á tónlist. Svo fékk hann að hafa gítarinn sinn hjá sér og það hefur stytt honum stundirnar að spila á hann. Hann hefur verið að reyna að borða betur undanfarið, en hann er orðinn ansi rýr. Vitanlega er hann kvíðinn þótt hann láti það ekki mikið í ljós. Það er engin furða því saksóknarinn ætlar sér greinilega að koma honum á bak við lás og slá í mörg ár. Ég skil ekki hvað er eiginlega í gangi. Þetta er alveg skelfilegt. Maður vonar bara að kviðdómurinn sé mannlegur og geri ráð fyrir að fólk geti gert mistök af því það lætur vinskapinn og traustið ráða.“ Spurð um kunningsskap Guðbjarna Traustasonar við soninn segir Íris Inga að þeir séu búnir að vera vinir síðan í barnaskóla. „Þarna var hann bara að gera vinum sínum greiða, eins og hann hefði gert hvenær sem Baddi hefði hringt í hann og beðið hann um að redda sér húsnæði, eins og í þetta skiptið. Hann vissi ekkert hvað þeir voru að aðhafast þegar þeir komu til Færeyja. Hvað varðar pakkann sem varð eftir þar þá skilst mér að Baddi hafi hálfþvingað hann til að taka hann að sér.“ Pólstjörnumálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
„Sonur minn er ekki flæktur í þetta mál, svo mikið veit ég,“ segir Íris Inga Svavarsdóttir, móðir Íslendingsins sem er nú kominn fyrir rétt í Færeyjum eftir að hafa setið í einangrun í um það bil hálft ár. Hann er ákærður fyrir þátttöku og aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða og er enn í einangrun. „Hann ætlar bara að þrauka, það er ekkert annað að gera,“ sagði Íris Inga, þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær. Hún hefur fengið að hitta son sinn og ræða við hann. Spurð hvort sonur hennar virðist hafa beðið skaða af hinni löngu einangrunarvist sagði hún það eiga eftir að koma í ljós síðar. „Mér finnst ekki ólíklegt að þetta eigi eftir að hafa eftirköst. Það er engin hemja að hafa mann svo lengi í einangrun,“ sagði hún. „Það er ekki eðlilegt að fara svona með fólk. En það sér fyrir endann á þessu núna.“ Hún segir að reynt hafi verið að hafa áhrif á að sonur hennar þyrfti ekki að sitja svo lengi í einangrun sem raun varð á. „En það gat enginn gert neitt, nema að standa við bakið á honum. Þetta hefur allt farið fyrir dómara í Danmörku og þeir hafa síðasta orðið.“ Íris Inga segir að lögreglan í Færeyjum hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að létta manninum einangrunarvistina. „En það eina sem hann hefur getað gert er að sitja og lesa, horfa á myndbönd og hlusta á tónlist. Svo fékk hann að hafa gítarinn sinn hjá sér og það hefur stytt honum stundirnar að spila á hann. Hann hefur verið að reyna að borða betur undanfarið, en hann er orðinn ansi rýr. Vitanlega er hann kvíðinn þótt hann láti það ekki mikið í ljós. Það er engin furða því saksóknarinn ætlar sér greinilega að koma honum á bak við lás og slá í mörg ár. Ég skil ekki hvað er eiginlega í gangi. Þetta er alveg skelfilegt. Maður vonar bara að kviðdómurinn sé mannlegur og geri ráð fyrir að fólk geti gert mistök af því það lætur vinskapinn og traustið ráða.“ Spurð um kunningsskap Guðbjarna Traustasonar við soninn segir Íris Inga að þeir séu búnir að vera vinir síðan í barnaskóla. „Þarna var hann bara að gera vinum sínum greiða, eins og hann hefði gert hvenær sem Baddi hefði hringt í hann og beðið hann um að redda sér húsnæði, eins og í þetta skiptið. Hann vissi ekkert hvað þeir voru að aðhafast þegar þeir komu til Færeyja. Hvað varðar pakkann sem varð eftir þar þá skilst mér að Baddi hafi hálfþvingað hann til að taka hann að sér.“
Pólstjörnumálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira