Einangrunarvistin er illskiljanlegt harðræði 9. apríl 2008 00:01 Eiður Guðnason „Ég hef rætt mál piltsins við færeysk yfirvöld og lýst þeirri skoðun að þessi langa einangrunarvist væri illskiljanlegt harðræði.“ Þetta segir Eiður Guðnason, ræðismaður Íslands í Færeyjum, spurður um aðkomu hans að máli unga mannsins sem setið hefur í einangrun í fangelsi í Þórshöfn í nær hálft ár. Málið er nú fyrir dómstólum í Færeyjum. Eiður kveðst ekki hafa formlega aðkomu að málinu frekar en öðrum dómsmálum. „Mér var til að mynda ekki tilkynnt á sínum tíma um að íslenskur ríkisborgari hefði verið handtekinn og gerði ég athugasemd við það,“ segir Eiður.“ Vandinn er hins vegar sá að lögreglumál hér eru enn í höndum Dana, þannig að færeysk yfirvöld hafa lítil áhrif á þessi mál. Þau vita hins vegar vel um skoðanir okkar á þessari löngu einangrun.“ Eiður kveðst hafa rætt við danska lögfræðinginn sem er saksóknari í málinu svo og við færeyska lögmanninn sem er verjandi unga mannsins. „Ég hef um nokkurt skeið heimsótt unga manninn vikulega,“ bætir hann við, „og fært honum bækur, afþreyingarefni og fleira.“ Vitnaleiðslum í máli unga mannsins var fram haldið fyrir dómi í Þórshöfn í gær. Þá báru meðal annars vitni kærasta hans og fjölskylda hennar. „Þetta hefur verið afar erfitt í dag fyrir þau öll, bæði son minn, kærustu hans, vini og fjölskyldu hennar,“ segir Íris Inga Svavarsdóttir, móðir mannsins. Hún segir honum verða haldið í einangrun fram á föstudag. Hún fái að hitta hann án eftirlits eftir að dómur í málinu sé genginn, fyrr ekki. Íris Inga segir augljóst að saksóknarinn sé að reyna að koma sök í Pólstjörnumálinu í heild sinni á unga manninn. Saksóknari hafi farið í smáatriðum yfir allt málið, sýnt myndir af skútunni bak og fyrir, hvar efnin voru geymd, myndir af heildarmagni fíkniefnanna sem komu til Íslands, símunum sem Pólstjörnumennirnir voru með og svo mætti áfram telja. Athygli hefur vakið að íslenskir lögreglumenn sem rannsökuðu Pólstjörnumálið hafa ekki verið kvaddir fyrir dóminn í Færeyjum til að bera vitni. Íslenska lögreglan hefur sent umbeðin gögn til Færeyja. Í vitnaskýrslum sem teknar voru af Pólstjörnumönnunum hér heima kemur fram að Íslendingurinn í Færeyjum hafi enga aðild átt að fjármögnun né skipulagningu smyglsins, né haft vitneskju um það fyrr en í lok tímans sem smyglararnir dvöldu þar vegna bilunar í skútunni. Pólstjörnumálið Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
„Ég hef rætt mál piltsins við færeysk yfirvöld og lýst þeirri skoðun að þessi langa einangrunarvist væri illskiljanlegt harðræði.“ Þetta segir Eiður Guðnason, ræðismaður Íslands í Færeyjum, spurður um aðkomu hans að máli unga mannsins sem setið hefur í einangrun í fangelsi í Þórshöfn í nær hálft ár. Málið er nú fyrir dómstólum í Færeyjum. Eiður kveðst ekki hafa formlega aðkomu að málinu frekar en öðrum dómsmálum. „Mér var til að mynda ekki tilkynnt á sínum tíma um að íslenskur ríkisborgari hefði verið handtekinn og gerði ég athugasemd við það,“ segir Eiður.“ Vandinn er hins vegar sá að lögreglumál hér eru enn í höndum Dana, þannig að færeysk yfirvöld hafa lítil áhrif á þessi mál. Þau vita hins vegar vel um skoðanir okkar á þessari löngu einangrun.“ Eiður kveðst hafa rætt við danska lögfræðinginn sem er saksóknari í málinu svo og við færeyska lögmanninn sem er verjandi unga mannsins. „Ég hef um nokkurt skeið heimsótt unga manninn vikulega,“ bætir hann við, „og fært honum bækur, afþreyingarefni og fleira.“ Vitnaleiðslum í máli unga mannsins var fram haldið fyrir dómi í Þórshöfn í gær. Þá báru meðal annars vitni kærasta hans og fjölskylda hennar. „Þetta hefur verið afar erfitt í dag fyrir þau öll, bæði son minn, kærustu hans, vini og fjölskyldu hennar,“ segir Íris Inga Svavarsdóttir, móðir mannsins. Hún segir honum verða haldið í einangrun fram á föstudag. Hún fái að hitta hann án eftirlits eftir að dómur í málinu sé genginn, fyrr ekki. Íris Inga segir augljóst að saksóknarinn sé að reyna að koma sök í Pólstjörnumálinu í heild sinni á unga manninn. Saksóknari hafi farið í smáatriðum yfir allt málið, sýnt myndir af skútunni bak og fyrir, hvar efnin voru geymd, myndir af heildarmagni fíkniefnanna sem komu til Íslands, símunum sem Pólstjörnumennirnir voru með og svo mætti áfram telja. Athygli hefur vakið að íslenskir lögreglumenn sem rannsökuðu Pólstjörnumálið hafa ekki verið kvaddir fyrir dóminn í Færeyjum til að bera vitni. Íslenska lögreglan hefur sent umbeðin gögn til Færeyja. Í vitnaskýrslum sem teknar voru af Pólstjörnumönnunum hér heima kemur fram að Íslendingurinn í Færeyjum hafi enga aðild átt að fjármögnun né skipulagningu smyglsins, né haft vitneskju um það fyrr en í lok tímans sem smyglararnir dvöldu þar vegna bilunar í skútunni.
Pólstjörnumálið Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira