Mark Hughes, knattspyrnustjóri Manchester City, greindi frá því í dag að Robinho gæti ekki leikið með liðinu á morgun er það mætir Schalke í UEFA-bikarkeppninni.
Hughes sagðist hins vegar vera vongóður um að hann verði orðinn leikfær er City mætir Manchester United um helgina.
Robinho meiddist á ökkla í leik City gegn Arsenal um helgina og gat ekki farið með liðinu til Þýskalands. Elano og Pablo Zabaleta voru einnig eftir heima í Manchester en eiga samt báðir möguleika á því að koma til greina fyrir leikinn um helgina.