Commerzbank kaupir Dresdner Bank 1. september 2008 13:33 Martin Blessing, forstjóri Commerzbank, ræðir hér við Michael Diekmann, forstjóra Alliance, og Herbert Walter, forstjóra Dresdner Bank í dag. Mynd/AFP Þýski risabankinn Commerzbank ákvað í gær að kaupa landa sinn Dresdner-banka. Kaupverð nemur 9,8 milljörðum evra, jafnvirði 1.200 milljörðum íslenskra króna. Viðskiptin gera Commerzbank að öðrum umsvifamesta banka Þýskalands á eftir Deutsche Bank. Til að byrja með kaupir Commerzbank sextíu prósenta hlut í Dresdner Bank í skiptum fyrir hlutabréf. Seljandi, sem er þýski tryggingarisinn Alliance, fær 30 prósenta hlut í Commerzbank að verðmæti 3,2 milljarðar evra, og verður umsvifamesti hluthafi bankans í kjölfarið. Commerzbank stefnir á að ljúka kaupunum á afgangi bankabréfanna fyrir lok næsta árs. Starfsmenn beggja banka munu, þegar kaupin ganga í gegn, verða sextíu þúsund talsins og viðskiptavinir tólf milljónir. Útibú bankans verða átján hundruð. Vefútgáfa þýska dagblaðsins Spiegel segir kaupin styrkja mjög þýskan fjármálaheim í kjölfar óróleika á alþjóðlegum mörkuðum. Óvíst sé hins vegar hvað leynist í bókum Dresdner-banka en bankinn situr á miklu magni skuldabréfa og lánum, sem tengjast fasteignum beggja vegna Atlantsála. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þýski risabankinn Commerzbank ákvað í gær að kaupa landa sinn Dresdner-banka. Kaupverð nemur 9,8 milljörðum evra, jafnvirði 1.200 milljörðum íslenskra króna. Viðskiptin gera Commerzbank að öðrum umsvifamesta banka Þýskalands á eftir Deutsche Bank. Til að byrja með kaupir Commerzbank sextíu prósenta hlut í Dresdner Bank í skiptum fyrir hlutabréf. Seljandi, sem er þýski tryggingarisinn Alliance, fær 30 prósenta hlut í Commerzbank að verðmæti 3,2 milljarðar evra, og verður umsvifamesti hluthafi bankans í kjölfarið. Commerzbank stefnir á að ljúka kaupunum á afgangi bankabréfanna fyrir lok næsta árs. Starfsmenn beggja banka munu, þegar kaupin ganga í gegn, verða sextíu þúsund talsins og viðskiptavinir tólf milljónir. Útibú bankans verða átján hundruð. Vefútgáfa þýska dagblaðsins Spiegel segir kaupin styrkja mjög þýskan fjármálaheim í kjölfar óróleika á alþjóðlegum mörkuðum. Óvíst sé hins vegar hvað leynist í bókum Dresdner-banka en bankinn situr á miklu magni skuldabréfa og lánum, sem tengjast fasteignum beggja vegna Atlantsála.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira