Calzaghe og Jones mætast í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. nóvember 2008 14:04 Calzaghe og Jones eru hinir mestu mátar en hér stilla þeir sér upp fyrir ljósmyndara í gær. Nordic Photos / Getty Images Einhver stærsti bardagi síðustu ára mun eiga sér stað í Madison Square Garden þegar að Joe Calzaghe og Roy Jones yngri mætast í hringnum. Calzaghe er ósigraður í 45 bardögum og ætlar að hætta eftir bardagann í kvöld. Honum er því mikið í mun að sigra Jones sem hefur af mörgum verið talinn einn besti hnefaleikakappi heims síðasta áratugs. Þeir stigu á vigtina í gær og voru báðir 174 og hálft pund að þyngd en efri mörkin fyrir léttþungavigt eru 175 pund. „Ég er mjög spenntur," sagði Calzaghe. „Þetta verður frábær bardagi. Madison Square Garden er frábær staður og þetta verður mikil sýning. Eftir bardagann verð ég enn ósigraður - 46 sigrar og ekkert tap." „Þetta verður besti bardagi ársins. Þið megið styðja ykkar mann en Roy Jones er mættur aftur," sagði Jones. Hann var einnig ósigraður þar til hann mætti Antonio Tarver öðru sinni í maí árið 2005 en hann hafði unnið Tarver í nóvember árið áður. Næst tapaði hann fyrir Glen Johnson frá Jamaíku og svo aftur fyrir Tarver í byrjun október 2005. Síðan þá hefur Jones hins vegar komið sér aftur á rétta braut og vann hann sigur á Felix Trinidad í janúar síðastliðnum. Calzaghe er sem fyrr segir ósigraður á ferlinum. Árið 1997 skaust hann á stjörnuhimininn þegar hann vann WBO-heimsmeistaratignina í ofurmillivigt af Chris Eubank og hélt henni í tíu ár. Hann afsalaði sér tigninni í fyrra þegar hann ákvað að færa sig upp í léttþungavigt. Síðasti bardagi hans í ofurmillivigt var gegn Dananum Mikkel Kessler í nóvember í fyrra þar sem allir þrír heimsmeistaratitlarnir voru lagðir undir. Hann mætti Bernard Hopkins í apríl síðastliðnum og vann þá sinn fyrsta bardaga í léttþungavigt.Klukkan 23.35 verður bardagi Jones gegn Felix Trinidad sýndur á Stöð 2 Sporti. Að honum loknum taka við þáttaröð sem var gerð um undirbúning bardagans í kvöld en bein útsending hefst klukkan 02.00 í nótt. Box Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Einhver stærsti bardagi síðustu ára mun eiga sér stað í Madison Square Garden þegar að Joe Calzaghe og Roy Jones yngri mætast í hringnum. Calzaghe er ósigraður í 45 bardögum og ætlar að hætta eftir bardagann í kvöld. Honum er því mikið í mun að sigra Jones sem hefur af mörgum verið talinn einn besti hnefaleikakappi heims síðasta áratugs. Þeir stigu á vigtina í gær og voru báðir 174 og hálft pund að þyngd en efri mörkin fyrir léttþungavigt eru 175 pund. „Ég er mjög spenntur," sagði Calzaghe. „Þetta verður frábær bardagi. Madison Square Garden er frábær staður og þetta verður mikil sýning. Eftir bardagann verð ég enn ósigraður - 46 sigrar og ekkert tap." „Þetta verður besti bardagi ársins. Þið megið styðja ykkar mann en Roy Jones er mættur aftur," sagði Jones. Hann var einnig ósigraður þar til hann mætti Antonio Tarver öðru sinni í maí árið 2005 en hann hafði unnið Tarver í nóvember árið áður. Næst tapaði hann fyrir Glen Johnson frá Jamaíku og svo aftur fyrir Tarver í byrjun október 2005. Síðan þá hefur Jones hins vegar komið sér aftur á rétta braut og vann hann sigur á Felix Trinidad í janúar síðastliðnum. Calzaghe er sem fyrr segir ósigraður á ferlinum. Árið 1997 skaust hann á stjörnuhimininn þegar hann vann WBO-heimsmeistaratignina í ofurmillivigt af Chris Eubank og hélt henni í tíu ár. Hann afsalaði sér tigninni í fyrra þegar hann ákvað að færa sig upp í léttþungavigt. Síðasti bardagi hans í ofurmillivigt var gegn Dananum Mikkel Kessler í nóvember í fyrra þar sem allir þrír heimsmeistaratitlarnir voru lagðir undir. Hann mætti Bernard Hopkins í apríl síðastliðnum og vann þá sinn fyrsta bardaga í léttþungavigt.Klukkan 23.35 verður bardagi Jones gegn Felix Trinidad sýndur á Stöð 2 Sporti. Að honum loknum taka við þáttaröð sem var gerð um undirbúning bardagans í kvöld en bein útsending hefst klukkan 02.00 í nótt.
Box Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira