Handbolti

Svíar unnu Pólverja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jonas Larholm í leik með Svíum gegn íslenska landsliðinu.
Jonas Larholm í leik með Svíum gegn íslenska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Svíþjóð vann í kvöld þriggja marka sigur á Póllandi, 27-24, í undankeppni EM 2010 í handbolta.

Þetta var mikilvægur sigur hjá Svíum sem eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina í 1. riðli undankeppninnar.

Pólverjar höfðu yfirhöndina í hálfleik, 12-11, en leikið var í Svíþjóð. Þetta var annað tap Pólverja í riðlinum en þeir töpuðu einnig fyrir Rúmeníu á útivelli.

Svíar og Rúmenar eru efst í riðlinum með fjögur stig en Svíar eiga leik til góða. Næst koma Svartfjallaland og Pólland með tvö stig en Svartfellingar hafa aðeins spilað tvo leiki, rétt eins og Svíar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×