Enn lækka hlutabréf í Evrópu 16. september 2008 09:26 Maður gengur fram hjá upplýsingaskilti um stöðuna á asískum hlutabréfamarkaði. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í Evrópu hélt áfram að lækka í dag eftir skell víða um heim í gær í kjölfar mikillar uppstokkunar á bandarískum fjármálamarkaði, greiðslustöðvunar Lehman Brothers og alvarlegs lausafjárvanda AIG, stærsta tryggingafélags landsins. Á ný voru það fjármálafyrirtæki sem tóku stærsta skellinn í Evópu í dag en gengi bréfa í breska bankanum HBOS féll um tólf prósent í dag og gengi Royal Bank of Scotland fór niður um sjö prósent. Þá féll gengi bréfa í Barclay Bank um rúm fimm prósent. Stefnt var að því fyrir síðustu helgi að bankinn bjargaði Lehman Brothers undan gjaldþrotahamrinum með kaupum á eignum bankans, sem er fjórði umsvifamesti fjárfestingabanki Bandaríkjanna. Franskir bankar fóru ekki varhluta af þróun mála en gengi þeirra hefur fallið í kringum fjögur prósent. Þar af féll gengi Commerzbank um tæp níu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Stærstu hlutabréfamarkaðir í Asíu voru lokaðir í gær og féll Nikkei-vísitalan um fimm prósent á fyrsta viðskiptadegi vikunnar í dag. Seðlabankar í álfunni gripu strax til aðgerða í morgun. Japanski seðlabankinn dældi jafnvirði tvö þúsund milljarða íslenskra króna inn í japanskt efnahagslíf. Seðlabankar í Ástralíu og á Indlandi gripu til svipaðra ráða og fetuðu þar í fótspor bandaríska seðlabankans og banka í Evrópu. FTSE-vísitalan lækkaði í morgun um 1,46 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi fór niður um 1,17 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi lækkaði um 0,7 prósent. Nokkur lækkun hefur sömuleiðis verið á norrænum hlutabréfamörkuðum. Minnsta lækkunin er í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi, sem hefur lækkað um 0,22 prósent en langmest í Noregi. Aðalvísitalan þar hefur lækkað um 3,35 prósent það sem af er dags. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Evrópu hélt áfram að lækka í dag eftir skell víða um heim í gær í kjölfar mikillar uppstokkunar á bandarískum fjármálamarkaði, greiðslustöðvunar Lehman Brothers og alvarlegs lausafjárvanda AIG, stærsta tryggingafélags landsins. Á ný voru það fjármálafyrirtæki sem tóku stærsta skellinn í Evópu í dag en gengi bréfa í breska bankanum HBOS féll um tólf prósent í dag og gengi Royal Bank of Scotland fór niður um sjö prósent. Þá féll gengi bréfa í Barclay Bank um rúm fimm prósent. Stefnt var að því fyrir síðustu helgi að bankinn bjargaði Lehman Brothers undan gjaldþrotahamrinum með kaupum á eignum bankans, sem er fjórði umsvifamesti fjárfestingabanki Bandaríkjanna. Franskir bankar fóru ekki varhluta af þróun mála en gengi þeirra hefur fallið í kringum fjögur prósent. Þar af féll gengi Commerzbank um tæp níu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Stærstu hlutabréfamarkaðir í Asíu voru lokaðir í gær og féll Nikkei-vísitalan um fimm prósent á fyrsta viðskiptadegi vikunnar í dag. Seðlabankar í álfunni gripu strax til aðgerða í morgun. Japanski seðlabankinn dældi jafnvirði tvö þúsund milljarða íslenskra króna inn í japanskt efnahagslíf. Seðlabankar í Ástralíu og á Indlandi gripu til svipaðra ráða og fetuðu þar í fótspor bandaríska seðlabankans og banka í Evrópu. FTSE-vísitalan lækkaði í morgun um 1,46 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi fór niður um 1,17 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi lækkaði um 0,7 prósent. Nokkur lækkun hefur sömuleiðis verið á norrænum hlutabréfamörkuðum. Minnsta lækkunin er í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi, sem hefur lækkað um 0,22 prósent en langmest í Noregi. Aðalvísitalan þar hefur lækkað um 3,35 prósent það sem af er dags.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira