Reiði Davíð Þór Jónsson skrifar 9. nóvember 2008 06:00 Þjóðin er reið. Eðlilega. Það væri ljóta samansafnið af geðluðrum sem ekki reiddist ástandinu sem okkur hefur verið steypt í. Gallinn við reiði er hins vegar sá að hún er í eðli sínu hvorki kærleikur né skynsemi og það er alltaf óhollt að stjórnast af öðru en því. Sumir reiddust því svo að íslenskur banki væri beittur fjárglæfra- og hryðjuverkalögum að þeir létu taka af sér ljósmyndir til að sanna að þeir væru ekki hryðjuverkamenn. Líklega áttu myndirnar að sýna að hvítt fólk í lopapeysum gæti ekki verið hryðjuverkafólk. Í sömu viku myrti bandaríski herinn nefnilega fjögur hryðjuverkabörn í Sýrlandi án þess að þetta fólk vefengdi réttmæti þeirra ásakana. Auðvitað er bankakerfi sem er tífalt stærra en hagkerfið sem ber ábyrgð á því hreinræktuð fjárglæfrastarfsemi sem heyrir undir þar að lútandi lög. Hvort eðlilegt sé að þau séu undir sama hatti og hryðjuverkalög er bara allt annað mál. Aðrir mótmæltu opinberlega en gátu hvorki komið sér saman um hvar, hvenær né hverju. Pólitísk ljósmóðir Davíðs Oddssonar, Jón Baldvin Hannibalsson, hrópaði þar af tröppum mannlauss ráðherrabústaðar að ástandið hefði verið fyrirbyggjanlegt. Enginn viðstaddra virtist átta sig á að besta vörnin hefði auðvitað verið í því fólgin að hleypa ekki af stokkunum tæplega tveggja áratuga harðstjórn hömlulausrar frjálshyggju úti í Viðey árið 1991. Enn aðrir eru svo reiðir að þeir krefjast þess að strax sé kosið aftur. Þeir virðast trúa að stóra lausnin sé í því fólgin að flytja þingmenn á milli flokkanna fimm sem bera ábyrgð á ástandinu. Sumir vilja kannski meina að tveir þeirra séu stikkfrí. En gleymum ekki að í aðdraganda þessara fyrirsjáanlegu þrenginga voru helstu áhyggjuefni þeirra annars vegar fjöldi Pólverja á Íslandi („vandamál" sem nú er að leysa sig sjálft) og hins vegar liturinn á ábreiðunum á fæðingardeildinni. Það er gott og blessað að vilja núna afnema eftirlaunaósómann, en það er dálítið of seint. Reiði getur verið drifkraftur til góðra verka sé hún virkjuð af kærleika og skynsemi. Annars afmyndar hún fólk og sviptir það reisn. Reiðumst því að bankarnir gerðu okkur að þjófum. Reiðumst því að stjórnvöld gerðu okkur að betlurum. En gætum þess að láta reiðina ekki gera okkur að fíflum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Þjóðin er reið. Eðlilega. Það væri ljóta samansafnið af geðluðrum sem ekki reiddist ástandinu sem okkur hefur verið steypt í. Gallinn við reiði er hins vegar sá að hún er í eðli sínu hvorki kærleikur né skynsemi og það er alltaf óhollt að stjórnast af öðru en því. Sumir reiddust því svo að íslenskur banki væri beittur fjárglæfra- og hryðjuverkalögum að þeir létu taka af sér ljósmyndir til að sanna að þeir væru ekki hryðjuverkamenn. Líklega áttu myndirnar að sýna að hvítt fólk í lopapeysum gæti ekki verið hryðjuverkafólk. Í sömu viku myrti bandaríski herinn nefnilega fjögur hryðjuverkabörn í Sýrlandi án þess að þetta fólk vefengdi réttmæti þeirra ásakana. Auðvitað er bankakerfi sem er tífalt stærra en hagkerfið sem ber ábyrgð á því hreinræktuð fjárglæfrastarfsemi sem heyrir undir þar að lútandi lög. Hvort eðlilegt sé að þau séu undir sama hatti og hryðjuverkalög er bara allt annað mál. Aðrir mótmæltu opinberlega en gátu hvorki komið sér saman um hvar, hvenær né hverju. Pólitísk ljósmóðir Davíðs Oddssonar, Jón Baldvin Hannibalsson, hrópaði þar af tröppum mannlauss ráðherrabústaðar að ástandið hefði verið fyrirbyggjanlegt. Enginn viðstaddra virtist átta sig á að besta vörnin hefði auðvitað verið í því fólgin að hleypa ekki af stokkunum tæplega tveggja áratuga harðstjórn hömlulausrar frjálshyggju úti í Viðey árið 1991. Enn aðrir eru svo reiðir að þeir krefjast þess að strax sé kosið aftur. Þeir virðast trúa að stóra lausnin sé í því fólgin að flytja þingmenn á milli flokkanna fimm sem bera ábyrgð á ástandinu. Sumir vilja kannski meina að tveir þeirra séu stikkfrí. En gleymum ekki að í aðdraganda þessara fyrirsjáanlegu þrenginga voru helstu áhyggjuefni þeirra annars vegar fjöldi Pólverja á Íslandi („vandamál" sem nú er að leysa sig sjálft) og hins vegar liturinn á ábreiðunum á fæðingardeildinni. Það er gott og blessað að vilja núna afnema eftirlaunaósómann, en það er dálítið of seint. Reiði getur verið drifkraftur til góðra verka sé hún virkjuð af kærleika og skynsemi. Annars afmyndar hún fólk og sviptir það reisn. Reiðumst því að bankarnir gerðu okkur að þjófum. Reiðumst því að stjórnvöld gerðu okkur að betlurum. En gætum þess að láta reiðina ekki gera okkur að fíflum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun