Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar 16. nóvember 2025 11:31 Ekkert hef ég á móti vindmyllum eða nýtingu vindorku. Vil heldur ekki gefa mér það fyrirfram að þær séu lýti, né heldur sérstök ógn við umhverfi landsins. Um það er þó mikið deilt og ég hef alveg skilning áhyggjum fólks. En það er þó eitt sem ég velti æ oftar fyrir mér þegar vindorka berst í tal. Ekki síst á stilltum morgnum eins og þessum. Gefum okkur að búið væri að reisa fjölda vindorkuvera í nokkrum vindgörðum víðs vegar um landið eins og okkur hefur verið kynnt. Við skulum einnig gefa okkur að uppsett afl í vindorkunni væri orðið 1.000 MW. Uppsett afl segir ekki alla söguna um orkugetuna. Á Hafinu ofan Búrfells eru tvær vindmyllur í rekstri. Ef við yfirfærum nýtni þeirra á landið allt mætti segja að þessir ímynduðu vindgarðar framleiddu að jafnaði orku sem næmi um 450 MW. Stundum meira eða þá minna eins og gengur. Suma dagana væri góður snúningur fyrir austan, en lakari fyrir vestan eða öfugt. Allt eftir mjög svo breytilegum vindinum sem við þekkjum mæta vel. En á morgni eins og þessum þegar hæð er yfir landinu og vindur hægur um land allt, myndu spaðar allra þessar ímynduðu vindmylla standa hreyfingalausir. Þó líklega ekki alveg, sumir myndu lulla á hægasta snúningi. Þá spyr ég: Hver á þá að útvega þá orku sem búið væru að lofa og selja til gangavera, stóriðju eða þá orkuskiptanna margumtöluðu? Um þann þátt vindorkunnar vill enginn ræða. Sumir hvísla og benda á Landsvirkjun. Hún með sína yfirburðarstöðu á að útvega aflið og orkuna sem skortir, eða jafnvægisaflið eins og það er kallað að fagmáli. Eigum við þá að gera þá kröfu til Landsvirkjunar að hún byggi segjum 400 MW virkjun og vatnsmiðlun sem þarf, sem yrði fyrst og fremst hugsuð sem varastöð þá daga sem hægviðri er á landinu. Hver á að kosta slíka varavirkjun í kerfinu? Kannski landsmenn allir með hærra orkuverði? Í einangruðu raforkukerfi eins og hér, verður vindorkan trúlega aðeins hagkvæm í samrekstri með vatnsorku og öflugum vatnsmiðlunum. Vatnsaflsvirkjanir væru þá keyrðar eftir því sem vindar blása og gengið á lónin þegar hæglátt er, en vatnið sparað á móti þegar afköstin eru í um 12–17 m/s. Það er líka af þessari ástæðu sem Landsvirkjun er í góðri aðstöðu þegar kemur að hagkvæmni vindorkunnar. Eini aðilinn, kannski ásamt Orkusölunni (RARIK) sem hefur vatnsafl sem burðarás í sinni orkuframleiðslu. En hjá öllum þessum félögum með stóru áformin uppi um holt og heiðar, hlýtur jafnvægisaflið, eða öllu heldur fyrirsjáanlegur skortur á því, að valda talsverðu hugarangri. Höfundur er veðurfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Orkumál Veður Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ekkert hef ég á móti vindmyllum eða nýtingu vindorku. Vil heldur ekki gefa mér það fyrirfram að þær séu lýti, né heldur sérstök ógn við umhverfi landsins. Um það er þó mikið deilt og ég hef alveg skilning áhyggjum fólks. En það er þó eitt sem ég velti æ oftar fyrir mér þegar vindorka berst í tal. Ekki síst á stilltum morgnum eins og þessum. Gefum okkur að búið væri að reisa fjölda vindorkuvera í nokkrum vindgörðum víðs vegar um landið eins og okkur hefur verið kynnt. Við skulum einnig gefa okkur að uppsett afl í vindorkunni væri orðið 1.000 MW. Uppsett afl segir ekki alla söguna um orkugetuna. Á Hafinu ofan Búrfells eru tvær vindmyllur í rekstri. Ef við yfirfærum nýtni þeirra á landið allt mætti segja að þessir ímynduðu vindgarðar framleiddu að jafnaði orku sem næmi um 450 MW. Stundum meira eða þá minna eins og gengur. Suma dagana væri góður snúningur fyrir austan, en lakari fyrir vestan eða öfugt. Allt eftir mjög svo breytilegum vindinum sem við þekkjum mæta vel. En á morgni eins og þessum þegar hæð er yfir landinu og vindur hægur um land allt, myndu spaðar allra þessar ímynduðu vindmylla standa hreyfingalausir. Þó líklega ekki alveg, sumir myndu lulla á hægasta snúningi. Þá spyr ég: Hver á þá að útvega þá orku sem búið væru að lofa og selja til gangavera, stóriðju eða þá orkuskiptanna margumtöluðu? Um þann þátt vindorkunnar vill enginn ræða. Sumir hvísla og benda á Landsvirkjun. Hún með sína yfirburðarstöðu á að útvega aflið og orkuna sem skortir, eða jafnvægisaflið eins og það er kallað að fagmáli. Eigum við þá að gera þá kröfu til Landsvirkjunar að hún byggi segjum 400 MW virkjun og vatnsmiðlun sem þarf, sem yrði fyrst og fremst hugsuð sem varastöð þá daga sem hægviðri er á landinu. Hver á að kosta slíka varavirkjun í kerfinu? Kannski landsmenn allir með hærra orkuverði? Í einangruðu raforkukerfi eins og hér, verður vindorkan trúlega aðeins hagkvæm í samrekstri með vatnsorku og öflugum vatnsmiðlunum. Vatnsaflsvirkjanir væru þá keyrðar eftir því sem vindar blása og gengið á lónin þegar hæglátt er, en vatnið sparað á móti þegar afköstin eru í um 12–17 m/s. Það er líka af þessari ástæðu sem Landsvirkjun er í góðri aðstöðu þegar kemur að hagkvæmni vindorkunnar. Eini aðilinn, kannski ásamt Orkusölunni (RARIK) sem hefur vatnsafl sem burðarás í sinni orkuframleiðslu. En hjá öllum þessum félögum með stóru áformin uppi um holt og heiðar, hlýtur jafnvægisaflið, eða öllu heldur fyrirsjáanlegur skortur á því, að valda talsverðu hugarangri. Höfundur er veðurfræðingur
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun