Allir í sleik á Airwaves Anna Margrét Björnsson skrifar 19. október 2008 07:00 Seabear og Páll Óskar slá í gegn í Hafnarhúsinu á meðan kanadíski fiðlusnillingurinn Final Fantasy heillaði á Bedroom Community-kvöldi. Fyrsti viðkomustaður minn á föstudagskvöld var tónleikastaðurinn Organ, sælla minninga, en hann hefur enduropnað sérstaklega fyrir Airwaves-hátíðina. Þar steig indí-rokkhljómsveitin Dýrðin á svið um áttaleytið. Undir þeirra hressilegu New York-pönkskotnu tónum spjallaði ég við mann sem heitir því skemmtilega nafni Lee Lust frá Atlantic Records um hvaða hljómsveitum útlendingar væru spenntastir fyrir í ár. „Ég er sjálfur svona rokk og ról-gaur, en hvað er í gangi hjá Íslendingum? Þeir eru allir að fara yfir í elektró-tónlistina," sagði hann undrandi. Elektró-tónlist var svo einmitt það sem var í boði á Tunglinu, en þar hafði myndast geysilega mikil röð sem hélst jafnlöng allt kvöldið, þannig að eitthvað hafði hr. Lust fyrir sér í þessu. Persónulega finnst mér Tunglið alveg vonlaus tónleikastaður og föstudagskvöld breytti ekki þeirri skoðun minni. Það er nánast ómögulegt að sjá listamennina nema að maður sé að troðast í stöppunni frammi við svið. Því heyrði ég aðeins í Bloodgroup en sá ekki neitt sem var synd því sviðsframkoma þeirra er mjög lífleg og takturinn hrífandi. Úr sveittri kösinni á Tunglinu hélt ég yfir á Iðnó en þar stóð yfir svokallað Bedroom Community-kvöld en það er útgáfufyrirtæki Valgeirs Sigurðssonar sem hefur sankað að sér mjög sérstökum og hæfileikaríkum listamönnum. Það var dálítið skrýtið að fara úr teknó-stuðinu yfir í „gling-gling"-hljóð sem láta mann fá orðið „krútt" strax upp í hugann. Þar voru líka á ferðinni krúttin Amiina og Kippi Kaninus en einhvern veginn var ég bara ekki rétt stemmd fyrir þessa tegund af tónlist. Þýskur blaðamaður virtist sammála en hann ruddist fram hjá mér á meðan hann tautaði „Das ist nicht Wunderbar". Næst var haldið yfir í Hafnarhúsið en þar var komin löng röð af gestum sem biðu óþreyjufullir eftir að sjá Seabear, fyrrum sólóprójekt Sindra Más Sigfússonar sem er orðið að myndarlegri sjö manna hljómsveit með gíturum, strengjum, bjöllum og blásturshljóðfærum. Tónlist þeirra er einhvers konar melódískt kántrí og þjóðlagaskotið popp, einstaklega fögur tónlist og grípandi. Sindri hefur afar látlausa sviðsframkomu en fallegur stúlknasöngur, strengjakaflar og seiðandi taktur vakti mikla lukku hjá tónleikagestum sem fögnuðu mikið að tónleikum loknum. Fyndið samt hvað fleiri og fleiri bönd virðast vera að henda inn svona einni fiðlu og kannski trompet upp á frumleikann, greinilega vaxandi trend. Stemmningin magnaðist enn frekar þegar hljómsveitin Hjaltalín steig á svið en þau gersamlega hrifu salinn með sér og þakið ætlaði að rifna af húsinu þegar Páll Óskar mætti óvænt og söng hið vinsæla kover hljómsveitarinnar af lagi hans „Þú komst við hjartað í mér". Erlendir gestir voru ekkert síður hrifnir og ég heyrði nokkra spyrja hvort þetta væri hinn íslenski Ricky Martin. Reykingapásur á Airwaves eru greinilega eitthvað sem heyrir sögunni til og það voru margir sem lentu í hremmingum eftir að hafa stigið út til að fá sér sígarettu en þurftu svo að bíða í endalausri röð í annað sinn til að komast aftur inn. Ekki vinsælt og því síður dónalegir dyraverðirnir við Hafnarhúsið. Ég hafði ætlað mér að sjá Motion Boys sem klikka ekki á gríðarlegum hressleika en það var mikið „buzz" í gangi yfir fyrirbærinu Final Fantasy í Iðnó sem flestir virtust telja ómissandi viðburð. Þar er á ferð ungur kanadískur maður vopnaður fiðlu og alls kyns græjum, svona einhvers konar eins-manns nýklassískt band. Mér skilst að allt hafi farið í handaskolum þegar hann kom til landsins þar sem græjurnar hans týndust þannig að hann fékk allt lánað á síðustu stundu. Tónleikaupplifunin með Final Fantasy var sannarlega óvenjuleg og á köflum ansi mögnuð. Maðurinn er greinilega mikill fiðlusnillingur og virtist notast mikið við „delay" - sumsé tók upp kafla um leið og hann spilaði þá og lét þá svo óma á ný á meðan hann plokkaði fiðlustrengina eða framkvæmdi aðra tóngjörninga. Það er ljóst að áhorfendur voru algerlega í transi enda um mjög sérstakan viðburð að ræða, en einhvern veginn laumaðist alltaf tilfinningin að mér að þetta væri nú dálítið tilgerðarlegt og kanadískt allt saman. Minnti mig á allar þessar kanadísku kvikmyndir sem eru að reyna að vera svo „intellektúal" að þær missa einhvern veginn af punktinum. Brosti svo út í annað síðar um kvöldið þegar ég uppgötvaði að allir voru í sleik úti í hornum, hvort sem það var í Iðnó eða í Hafnarhúsinu. Ástin svífur greinilega yfir vötnum á Airwaves í ár. Hápunktar: Seabear, Hjaltalín og Final Fantasy.Anna Margrét Björnsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airwaves Anna Margrét Björnsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Seabear og Páll Óskar slá í gegn í Hafnarhúsinu á meðan kanadíski fiðlusnillingurinn Final Fantasy heillaði á Bedroom Community-kvöldi. Fyrsti viðkomustaður minn á föstudagskvöld var tónleikastaðurinn Organ, sælla minninga, en hann hefur enduropnað sérstaklega fyrir Airwaves-hátíðina. Þar steig indí-rokkhljómsveitin Dýrðin á svið um áttaleytið. Undir þeirra hressilegu New York-pönkskotnu tónum spjallaði ég við mann sem heitir því skemmtilega nafni Lee Lust frá Atlantic Records um hvaða hljómsveitum útlendingar væru spenntastir fyrir í ár. „Ég er sjálfur svona rokk og ról-gaur, en hvað er í gangi hjá Íslendingum? Þeir eru allir að fara yfir í elektró-tónlistina," sagði hann undrandi. Elektró-tónlist var svo einmitt það sem var í boði á Tunglinu, en þar hafði myndast geysilega mikil röð sem hélst jafnlöng allt kvöldið, þannig að eitthvað hafði hr. Lust fyrir sér í þessu. Persónulega finnst mér Tunglið alveg vonlaus tónleikastaður og föstudagskvöld breytti ekki þeirri skoðun minni. Það er nánast ómögulegt að sjá listamennina nema að maður sé að troðast í stöppunni frammi við svið. Því heyrði ég aðeins í Bloodgroup en sá ekki neitt sem var synd því sviðsframkoma þeirra er mjög lífleg og takturinn hrífandi. Úr sveittri kösinni á Tunglinu hélt ég yfir á Iðnó en þar stóð yfir svokallað Bedroom Community-kvöld en það er útgáfufyrirtæki Valgeirs Sigurðssonar sem hefur sankað að sér mjög sérstökum og hæfileikaríkum listamönnum. Það var dálítið skrýtið að fara úr teknó-stuðinu yfir í „gling-gling"-hljóð sem láta mann fá orðið „krútt" strax upp í hugann. Þar voru líka á ferðinni krúttin Amiina og Kippi Kaninus en einhvern veginn var ég bara ekki rétt stemmd fyrir þessa tegund af tónlist. Þýskur blaðamaður virtist sammála en hann ruddist fram hjá mér á meðan hann tautaði „Das ist nicht Wunderbar". Næst var haldið yfir í Hafnarhúsið en þar var komin löng röð af gestum sem biðu óþreyjufullir eftir að sjá Seabear, fyrrum sólóprójekt Sindra Más Sigfússonar sem er orðið að myndarlegri sjö manna hljómsveit með gíturum, strengjum, bjöllum og blásturshljóðfærum. Tónlist þeirra er einhvers konar melódískt kántrí og þjóðlagaskotið popp, einstaklega fögur tónlist og grípandi. Sindri hefur afar látlausa sviðsframkomu en fallegur stúlknasöngur, strengjakaflar og seiðandi taktur vakti mikla lukku hjá tónleikagestum sem fögnuðu mikið að tónleikum loknum. Fyndið samt hvað fleiri og fleiri bönd virðast vera að henda inn svona einni fiðlu og kannski trompet upp á frumleikann, greinilega vaxandi trend. Stemmningin magnaðist enn frekar þegar hljómsveitin Hjaltalín steig á svið en þau gersamlega hrifu salinn með sér og þakið ætlaði að rifna af húsinu þegar Páll Óskar mætti óvænt og söng hið vinsæla kover hljómsveitarinnar af lagi hans „Þú komst við hjartað í mér". Erlendir gestir voru ekkert síður hrifnir og ég heyrði nokkra spyrja hvort þetta væri hinn íslenski Ricky Martin. Reykingapásur á Airwaves eru greinilega eitthvað sem heyrir sögunni til og það voru margir sem lentu í hremmingum eftir að hafa stigið út til að fá sér sígarettu en þurftu svo að bíða í endalausri röð í annað sinn til að komast aftur inn. Ekki vinsælt og því síður dónalegir dyraverðirnir við Hafnarhúsið. Ég hafði ætlað mér að sjá Motion Boys sem klikka ekki á gríðarlegum hressleika en það var mikið „buzz" í gangi yfir fyrirbærinu Final Fantasy í Iðnó sem flestir virtust telja ómissandi viðburð. Þar er á ferð ungur kanadískur maður vopnaður fiðlu og alls kyns græjum, svona einhvers konar eins-manns nýklassískt band. Mér skilst að allt hafi farið í handaskolum þegar hann kom til landsins þar sem græjurnar hans týndust þannig að hann fékk allt lánað á síðustu stundu. Tónleikaupplifunin með Final Fantasy var sannarlega óvenjuleg og á köflum ansi mögnuð. Maðurinn er greinilega mikill fiðlusnillingur og virtist notast mikið við „delay" - sumsé tók upp kafla um leið og hann spilaði þá og lét þá svo óma á ný á meðan hann plokkaði fiðlustrengina eða framkvæmdi aðra tóngjörninga. Það er ljóst að áhorfendur voru algerlega í transi enda um mjög sérstakan viðburð að ræða, en einhvern veginn laumaðist alltaf tilfinningin að mér að þetta væri nú dálítið tilgerðarlegt og kanadískt allt saman. Minnti mig á allar þessar kanadísku kvikmyndir sem eru að reyna að vera svo „intellektúal" að þær missa einhvern veginn af punktinum. Brosti svo út í annað síðar um kvöldið þegar ég uppgötvaði að allir voru í sleik úti í hornum, hvort sem það var í Iðnó eða í Hafnarhúsinu. Ástin svífur greinilega yfir vötnum á Airwaves í ár. Hápunktar: Seabear, Hjaltalín og Final Fantasy.Anna Margrét Björnsson
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun