Djúp kreppa eina leiðin til að verðbólgumarkmið náist 12. apríl 2008 00:01 Gylfi Magnússon „Það er vel þekkt erlendis að ótrúverðugir seðlabankar séu nánast óstarfhæfir," segir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Hann segir stefnu Seðlabankans ekki hafa gengið upp hingað til og ekkert útlit sé fyrir að svo verði. „Þvert á móti sjáum við nú fram á verðbólgu í tveggja stafa tölu í fyrsta sinn á öldinni," segir Gylfi og bætir því við að gengi krónunnar hafi lækkað verulega. „Jafnframt blasir við að erlendir aðilar hafa litla trú á fjármálakerfinu í heild." Gylfi segir að háir stýrivextir hafi ekki unnið á verðbólgunni en þeir hafi haldið gengi krónunnar háu og ýtt undir viðskiptahalla og skuldasöfnun. Þá hafi Seðlabankinn ekki aukið nægjanlega við gjaldeyrisvarasjóðinn, „þrátt fyrir að augljóst hafi verið árum saman að hann er allt of lítill í samanburði við erlendar skuldir landsmanna og umsvif viðskiptabankanna". Gylfi segir að svo virðist sem djúp kreppa, þar sem meðal annars yrði hrun á fasteignaverði, sé eina leiðin til þess að Seðlabankinn nái markmiði sínu um 2,5 prósenta verðbólgu. "Því tel ég óhjákvæmilegt að fengin verði fagleg stjórn yfir bankann, sem leysi af hólmi núverandi bankastjórn og bankaráð, og taki allar meiri háttar ákvarðanir, meðal annars um vexti." Þar sætu innlendir sem erlendir sérfræðingar sem hefðu traust markaðarins, bæði innanlands og utan. Þá þurfi að stækka gjaldeyrisforðann „þótt það sé mjög dýrt um þessar mundir," segir Gylfi. Hvorki náðist í Halldór Blöndal, formann bankaráðs Seðlabankans, né Davíð Oddsson, formann bankastjórnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En þess má geta að Davíð sagði við ákvörðun stýrivaxta í fyrradag að hann væri ekki á förum úr bankanum. Markaðir Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
„Það er vel þekkt erlendis að ótrúverðugir seðlabankar séu nánast óstarfhæfir," segir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Hann segir stefnu Seðlabankans ekki hafa gengið upp hingað til og ekkert útlit sé fyrir að svo verði. „Þvert á móti sjáum við nú fram á verðbólgu í tveggja stafa tölu í fyrsta sinn á öldinni," segir Gylfi og bætir því við að gengi krónunnar hafi lækkað verulega. „Jafnframt blasir við að erlendir aðilar hafa litla trú á fjármálakerfinu í heild." Gylfi segir að háir stýrivextir hafi ekki unnið á verðbólgunni en þeir hafi haldið gengi krónunnar háu og ýtt undir viðskiptahalla og skuldasöfnun. Þá hafi Seðlabankinn ekki aukið nægjanlega við gjaldeyrisvarasjóðinn, „þrátt fyrir að augljóst hafi verið árum saman að hann er allt of lítill í samanburði við erlendar skuldir landsmanna og umsvif viðskiptabankanna". Gylfi segir að svo virðist sem djúp kreppa, þar sem meðal annars yrði hrun á fasteignaverði, sé eina leiðin til þess að Seðlabankinn nái markmiði sínu um 2,5 prósenta verðbólgu. "Því tel ég óhjákvæmilegt að fengin verði fagleg stjórn yfir bankann, sem leysi af hólmi núverandi bankastjórn og bankaráð, og taki allar meiri háttar ákvarðanir, meðal annars um vexti." Þar sætu innlendir sem erlendir sérfræðingar sem hefðu traust markaðarins, bæði innanlands og utan. Þá þurfi að stækka gjaldeyrisforðann „þótt það sé mjög dýrt um þessar mundir," segir Gylfi. Hvorki náðist í Halldór Blöndal, formann bankaráðs Seðlabankans, né Davíð Oddsson, formann bankastjórnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En þess má geta að Davíð sagði við ákvörðun stýrivaxta í fyrradag að hann væri ekki á förum úr bankanum.
Markaðir Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira