Körfubolti

Monta Ellis fær 840 milljón króna kauphækkun

Monta Ellis var valinn númer 40 í nýliðavalinu árið 2005 en hefur sprungið út hjá Warriors
Monta Ellis var valinn númer 40 í nýliðavalinu árið 2005 en hefur sprungið út hjá Warriors NordcPhotos/GettyImages

Bakvörðurinn Monta Ellis hefur skrifað undir nýjan sex ára samning við Golden State Warriors í NBA deildinni. Samningurinn færir hinum unga Ellis tæplega 5,5 milljarða króna í tekjur á samningstímanum.

Ellis er 22 ára gamall og sló í gegn með Golden State í fyrra þar sem hann skoraði rúm 20 stig að meðaltali í leik sem byrjunarliðsmaður.

Hér er um að ræða einhverja stærstu kauphækkun í sögu NBA deildarinnar því Ellis fékk ekki nema um 63 milljónir króna í laun fyrir síðustu leiktíð - en fær tæpar 900 milljónir í laun næsta vetur.

Sumarið hefur verið annasamt hjá Golden State, en liðið er missti frá sér leikstjórnandann Baron Davis og verður Ellis fengið að fylla skarð hans. Félagið er búið að semja við bakvörðinn Kelenna Azubuike og þá fékk það til sín Corey Maggette frá LA Clippers og miðherjann Ronny Turiaf frá LA Lakers.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×