Körfubolti

Golden State og New York skipta á leikmönnum

Al Harrington er á leið til New York
Al Harrington er á leið til New York NordicPhotos/GettyImages

ESPN sjónvarpsstöðin greindi frá því í kvöld að Golden State Warriors og New York Knicks í NBA deildinni hefðu samþykkt að gera með sér leikmannaskipti.

Framherjinn Al Harrington hjá Golden State mun þannig ganga í raðir New York og Golden State fær í staðinn bakvörðinn Jamal Crawford.

Harrington fór fram á það fyrir nokkru að vera skipt frá Warriors, en hann hefur ekki komið við sögu í síðustu leikjum liðsins vegna meiðsla.

Hann er fjölhæfur framherji sem ætti að geta notið sín vel undir stjórn Mike D´Antoni þjálfara.

Crawford átti sitt besta ár með New York í fyrra þegar hann skoraði rúm 20 stig að meðaltali í leik.

Samningur Harrington rennur út árið 2010 en samningur Crawford árið 2011 og ekki er talið útilokað að með þessari ráðstöfun séu forráðamenn New York að búa sig undir að hafa gott pláss undir launaþakinu árið 2010 þegar stórstjörnur á borð við LeBron James verða með lausa samninga.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×