Íslenski boltinn

Jóhann Berg í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson var valinn í landsliðið.
Jóhann Berg Guðmundsson var valinn í landsliðið. Mynd/Anton

Ólafur Jóhannesson tilkynnti í dag landliðshópinn í knattspyrnu sem mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli þann 20. ágúst.

Tveir nýliðar eru í hópnum, þeir Jóhann Berg Guðmundsson leikmaður Breiðabliks og Hólmar Örn Rúnarsson, leikmaður Keflavíkur. Hólmar hefur áður verið valinn í íslenska landsliðið, gegn Spánverjum ytra í undankeppni EM 2008.

Eiður Smári Guðjohnsen og Hermann Hreiðarsson eru báðir í landsliðshópnum. Athygli vekur að Eggert Gunnþór Jónsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Veigar Páll Gunnarsson voru ekki valdir að þessu sinni.

Helgi Valur Daníelsson er meiddur og gat ekki gefið kost á sér.

Hópurinn:

Kjartan Sturluson, Val

Stefán Logi Magnússon, KR

Hermann Hreiðarsson, Portsmouth

Kristján Örn Sigurðsson, Brann

Grétar Rafn Steinsson, Bolton

Ragnar Sigurðsson, IFK Gautaborg

Birkir Már Sævarsson, Brann

Bjarni Ólafur Eiríksson, Val

Stefán Gíslason, Bröndby

Ólafur Ingi Skúlason, Helsingborg

Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk

Aron Einar Gunnarsson, Coventry

Hólmar Örn Eyjólfsson, West Ham

Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Esbjerg

Marel Baldvinsson, Breiðabliki

Emil Hallfreðsson, Reggina

Theodór Elmar Bjarnason, Lyn

Arnór Smárason, Heerenveen

Jóhann Berg Guðmundsson, Breiðabliki












Fleiri fréttir

Sjá meira


×