Handbolti

Ísland á enn möguleika á efsta sætinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslenski landsliðshópurinn reynir að þjappa sér saman í leiknum gegn Egyptum.
Íslenski landsliðshópurinn reynir að þjappa sér saman í leiknum gegn Egyptum. Mynd/Vilhelm

Ísland getur enn náð efsta sætinu í B-riðli handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking ef úrslit í öðrum leikjum verða liðinu hagstæð. Ísland á þó engan möguleika á að lenda í fjórða sæti riðilsins.

Síðar í dag mætast annars vegar Suður-Kórea og Rússland og Danmörk og Þýskaland hins vegar.

Líklegast er að Ísland lendi í 2. eða 3. sæti riðilsins en ef Suður-Kórea tapar í dag og Danmörk og Þýskaland gera jafntefli verður Ísland í efsta sæti riðilsins.

Ef það gerist verða Ísland, Suður-Kórea og Þýskaland öll með sex stig í efstu þremur sætum riðilsins. Þá verður tekið mið af árangri í innbyrðisviðureignum þessara liða.

Þessi lið hafa öll mæst innbyrðis og eru með tvö stig hvert í þeim samanburði. Ísland er hins vegar með bestu markatöluna og myndi því taka fyrsta sæti riðilsins.

Hér fyrir neðan má skoða hvernig úrslit hinna leikjanna í riðlinum hafa áhrif á stöðu íslenska liðsins.

Núverandi staða:

1. Suður-Kórea 6 stig

2. Ísland 6 stig

3. Þýskaland 5 stig

4. Danmörk 4 stig

5. Rússland 3 stig

6. Egyptaland 2 stig

Kórea vinnur eða gerir jafntefli, Þýskaland vinnur:

Ísland í 3. sæti



Kórea vinnur eða gerir jafntefli, Danmörk vinnur með sex mörkum eða meira
:

Ísland í 3. sæti

Kórea vinnur eða gerir jafntefli, Danmörk vinnur með fimm mörkum eða minna:

Ísland í 2. sæti

Kórea vinnur eða gerir jafntefli, Danir og Þjóðverjar gera jafntefli:

Ísland í 2. sæti



Kórea tapar, Danir vinna:


Kórea, Danmörk og Ísland með sex stig.

1. Kórea 4 stig

2. Danmörk 1 stig (jöfn markatala en fleiri mörk skoruð)

3. Ísland 1 stig

Kórea tapar, Þýskaland og Danmörk gera jafntefli:

Ísland, Kórea, Þýskaland með sex stig.

1. Ísland 2 stig (+3 í marktölu)

2. Þýskaland 2 stig (jöfn markatala)

3. S-Kórea 2 stig (-3 í markatölu)

Kórea tapar, Þýskaland vinnur:

Ísland í 3. sæti











Íslenski landsliðshópurinn þjappar sér saman fyrir síðustu sókn leiksins sem tryggði Íslandi sigurinn. Vilhelm Gunnarsson
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir sínum mönnum til. Vilhelm Gunnarsson
Hér vill hann fá brottvísun á egypskan leikmann. Vilhelm Gunnarsson
Björgvin Páll Gústavsson kom einu sinni við sögu í leiknum er hann freistaði að verja víti frá Zaky. Það tókst honum ekki, frekar en Hreiðari. Vilhelm Gunnarsson
Hreiðar sér hér eftir af boltanum í íslenska markið. Vilhelm Gunnarsson
Sigfús er kátur í bragði í leikslok og ræðir hér við Guðmund. Vilhelm Gunnarsson
Hér ræða hann og Guðjón Valur málin. Vilhelm Gunnarsson
Róbert Gunnarsson sýndi ótrúlega takta á línunni og skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum. Fiskaði þar að auki eitt víti. Vilhelm Gunnarsson
Ólafur Stefánsson skoraði aðeins tvö mörk í leiknum. Tók aðeins þrjú skot í það heila. Vilhelm Gunnarsson
Guðjón Valur átti frábæran leik og skoraði tíu mörk. Vilhelm Gunnarsson
Ásgeir Örn náði sér ekki á strik og skoraði eitt mark. Vilhelm Gunnarsson
Róbert í kunnulegri stöðu á línunni. Vilhelm Gunnarsson
Logi kom sterkur inn í upphafi síðari hálfleiks og skoraði þrjú í röð. Vilhelm Gunnarsson
Sigfús Sigurðsson brá sér í sóknina og skoraði eitt gott mark. Vilhelm Gunnarsson
Ólafur og Guðmundur ræða málin. Vilhelm Gunnarsson

Tengdar fréttir

Jafntefli gegn Egyptum

Ísland má þakka fyrir að hafa náð einu stigi gegn Egyptum í lokaleik sínum í B-riðli handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×