Viðskipti innlent

Spron féll um rúm ellefu prósent

Guðmundur Hauksson, forstjóri Spron.
Guðmundur Hauksson, forstjóri Spron. Mynd/Teitur

Gengi hlutabréfa í Spron féll um 11,39 prósent í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma ruku bréf í hinum færeyska Eik banka upp um 6,4 prósent og í Icelandair Group um 5,9 prósent. Það var eina hækkun dagsins.

Á eftir falli Spron fylgja gengi bréfa í Existu sem fór niður um 4,97 prósent og í Bakkavör sem féll um 3,7 prósent. Bréf í Straumi og Kaupþingi féll um rúm tvö prósent á sama tíma. Gengi annarra félaga lækkaði minna.

Úrvalsvísitalan féll um rétt rúm tvö prósent og stendur í 4.307 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×