Bankahólfið: Sölutrygging Skeljungs 7. maí 2008 00:01 Coca Cola, Kókdós Glitnir hefur eins og kunnugt er sölutryggt Skeljung, sem er í eigu Fons Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristjánssonar. Lítið fer þó fyrir sölunni enda áhugi fjárfesta lítill í þessu árferði. Það breytir því ekki að Pálmi getur ef hann vill gengið inn í Glitni og sagt stjórnendum bankans að greiða sér fyrirtækið. Unnið er að lausn málsins innan Glitnis, þar sem Pálmi er nú stór fjárfestir meðal annars í gegnum FL Group. Þá var drykkjarvöruverksmiðjan Vífilfell til sölu í um tvo mánuði en þegar á hólminn var komið var fyrirtækið tekið úr sölumeðferð. Umsvifin á þessum markaði hafa dregist saman eins og öðrum. Vilja út úr skemmunniÞað eru fleiri en bankarnir sem þurfa að draga saman seglin. Bílheimar, sem fjárfestingarfélagið Sund á undir merkjum Ingvars Helgasonar, ráðgerði að reisa stóra skemmu á svæði í Hafnarfirði sem kallast Íshella. Þegar er búið að greiða dágóða upphæð inn á reikning verktakafyrirtækisins en nú vilja Bílheimamenn fara sér hægar. Auðvitað eru alls konar afsakanir notaðar en menn eru samt tilbúnir að tapa tugum milljóna til að bakka út úr hundraða milljóna fjárfestingu sem erfitt er að fjármagn í. Svipaða sögu er að segja af Salt Investment, sem er að láta Ístak innrétta fyrir sig tvær hæðir í stóra turninum í Kópavogi. Það þykir ekki eins fýsilegur kostur nú á viðsjárverðum tímum.Bankamenn skiptu litumBíósalurinn nýi í höfuðstöðvum Kaupþings við Borgartún er glæsilegur til fyrirlestra, dimmur eins og lög gera ráð fyrir þegar glærum er varpað á skjá. Þar birti þó til á dögunum þegar erlendir greinendur þráspurðu Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, hvort bankinn ætlaði ekki örugglega að draga enn frekar úr kostnaði á næstunni, meðal annars í starfsmannamálum. Hreiðar Már tók spurningunum vel og sagði markvisst unnið að hagræðingu á öllum sviðum, en betur mætti gera í þeim efnum og það yrði gert. Birti fyrir vikið yfir í salnum, þegar fjölmargir bankamenn skiptu litum, enda ljóst að niðurskurður í launum og fækkun starfsmanna getur orðið æði sársaukafullur fyrir þá sem fyrir verða. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Glitnir hefur eins og kunnugt er sölutryggt Skeljung, sem er í eigu Fons Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristjánssonar. Lítið fer þó fyrir sölunni enda áhugi fjárfesta lítill í þessu árferði. Það breytir því ekki að Pálmi getur ef hann vill gengið inn í Glitni og sagt stjórnendum bankans að greiða sér fyrirtækið. Unnið er að lausn málsins innan Glitnis, þar sem Pálmi er nú stór fjárfestir meðal annars í gegnum FL Group. Þá var drykkjarvöruverksmiðjan Vífilfell til sölu í um tvo mánuði en þegar á hólminn var komið var fyrirtækið tekið úr sölumeðferð. Umsvifin á þessum markaði hafa dregist saman eins og öðrum. Vilja út úr skemmunniÞað eru fleiri en bankarnir sem þurfa að draga saman seglin. Bílheimar, sem fjárfestingarfélagið Sund á undir merkjum Ingvars Helgasonar, ráðgerði að reisa stóra skemmu á svæði í Hafnarfirði sem kallast Íshella. Þegar er búið að greiða dágóða upphæð inn á reikning verktakafyrirtækisins en nú vilja Bílheimamenn fara sér hægar. Auðvitað eru alls konar afsakanir notaðar en menn eru samt tilbúnir að tapa tugum milljóna til að bakka út úr hundraða milljóna fjárfestingu sem erfitt er að fjármagn í. Svipaða sögu er að segja af Salt Investment, sem er að láta Ístak innrétta fyrir sig tvær hæðir í stóra turninum í Kópavogi. Það þykir ekki eins fýsilegur kostur nú á viðsjárverðum tímum.Bankamenn skiptu litumBíósalurinn nýi í höfuðstöðvum Kaupþings við Borgartún er glæsilegur til fyrirlestra, dimmur eins og lög gera ráð fyrir þegar glærum er varpað á skjá. Þar birti þó til á dögunum þegar erlendir greinendur þráspurðu Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, hvort bankinn ætlaði ekki örugglega að draga enn frekar úr kostnaði á næstunni, meðal annars í starfsmannamálum. Hreiðar Már tók spurningunum vel og sagði markvisst unnið að hagræðingu á öllum sviðum, en betur mætti gera í þeim efnum og það yrði gert. Birti fyrir vikið yfir í salnum, þegar fjölmargir bankamenn skiptu litum, enda ljóst að niðurskurður í launum og fækkun starfsmanna getur orðið æði sársaukafullur fyrir þá sem fyrir verða.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira