Íbúðalánasjóður hagnaðist um 466 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Þetta er 75 prósenta samdráttur á milli ára, samkvæmt árshlutareikningi Íbúðalánasjóðs.
Eigið fé sjóðsins í enda júní nam rúmum 20,6 milljörðum króna sem er svipað og á sama tíma í fyrra. Þá var eiginfjárhlutfall átta prósent en var sjö prósent í fyrra. Langtímamarkmið sjóðsins er að hlutfallið sé yfir fimm prósentum, að því er fram kemur í árshlutauppgjörinu.