Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital: Við erum öll á sama báti 31. desember 2008 06:00 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstjóri Saga Capital Í augnablikinu ganga yfir land og þjóð efnahagslegar hamfarir. Þessar hamfarir eru ekki einskorðaðar við Ísland heldur er um hnattræna þróun að ræða. Við munum á næstunni ganga í gegnum eina dýpstu kreppu í manna minnum og því er eðlilegt að staldrað sé við og gaumgæft hvort gengið hafi verið til góðs. Landsmenn hafa á undanförnum 15 árum notið efnahagsbata og kaupmáttaraukningar sem er langt fram úr því sem gerst hefur hjá öðrum þjóðum. Þótt samdráttur í landsframleiðslu á næsta ári kunni að verða allt að 15%, færir það okkur þó ekki nema þrjú ár aftur í tímann. Land og þjóð hafa notið velgengni íslenskra fyrirtækja, útrásar og landvinninga, sem því miður er komið bakslag í, en við Íslendingar erum vön því að fást við aflahret og vinnutarnir á víxl. Það er mikilvægt í þeim nornaveiðum sem nú virðast hafnar að fyllast ekki dómhörku og benda of víða, því við erum öll á sama báti og ættum að hjálpast að við að ausa meðan enn lekur. Þegar skútan er komin í trausta höfn er kannski tími til að fara í persónuleg uppgjör eða leita ástæðna en sem stendur ættum við öll að ausa sem mest við getum. Fátt er mikilvægara nú um stundir en að þétta raðirnar og standa saman að þeirri efnahagslegu uppbyggingu sem mun fara fram. Reiði og gremja eru slæmir meðreiðasveinar við það verk sem nú þarf að vinna. Vandamálin sem eru aðsteðjandi nú um stundir eru fjarri því að vera óyfirstíganleg. Það sem þarf til er verkstjórn til að taka á þessum vandamálum skref fyrir skref. Of mikið hefur virst af handahófskenndum lagasetningum og afgreiðslum sem viðbrögð við áreiti, fremur en því að aðgerðir einkennist af festu, yfirsýn og framsýni. Mörg þessara vandamála eru tæknileg í eðli sínu og hafa tafir við úrlausnir valdið frekari skaða en nauðsynlegt er. Um árabil höfum við tekið þátt í samfélagi þjóðanna, stjórnmálalega og efnahagslega, og tekið upp þær almennu leikreglur sem gilda í þeim samskiptum. Við þurfum að sýna að við séum þess bær að vera áfram þátttakendur í þessu samfélagi, en séum ekki þjóð sem segir sig frá skuldbindingum eða ábyrgð er gefur á bátinn og ekki hentar að lúta þessum reglum. Til að ná aftur vopnum okkar er lykilatriði að semja við erlenda og innlenda kröfuhafa gömlu bankanna og leyfa þeim sem rauneigendum bankanna að hlutast til um ráðstöfun eigna og meðferð búanna. Þetta þarf að gerast samkvæmt leikreglum, gagnsætt og með hámörkun verðmæta að leiðarljósi, þannig að við verðum ekki dæmd á skóggang í samfélagi þjóðanna. Með þessu næst einnig fram dreifðari eignaraðild að nýju bönkunum og minni pólitísk afskipti, sem ég tel ríkja þjóðarsátt um að hverfa ekki til, enda reynsla okkar sem þjóðar slæm af því fyrirkomulagi. Þótt gengisfall krónunnar nú valdi tímabundnum búsifjum hjá fjölda einstaklinga og fyrirtækja er hin hliðin á því auðvitað sú að nú fáum við fleiri krónur fyrir hverja vöru sem flutt er út. Ég tel að á næstu tveimur árum munum við færa okkur aftur nær þeim grunnatvinnuvegum og náttúrulegum styrkleikum okkar sem þjóðar til að vinna aftur sess okkar í samfélagi þjóðanna. Útflutningsfyrirtæki í iðnaði og sjávarútvegi ganga mjög vel um þessar stundir og eru líkleg til að varða okkur veginn út úr þessari þoku sem nú ríkir. Það er mikilvægt við núverandi aðstæður að huga að grunngildum okkar og aðlaga sig strax breyttum aðstæðum. Sem þjóð erum við aflafólk og fyllum trogin þegar vel gefur en getum líka sætt okkur við rýrari heimtur og aflabrest þegar svo ber undir. Okkar eðlislæga bjartsýni og trú á framtíðina er það sem mun að lokum færa þjóðina út úr þessum hremmingum. Ekki endilega skyndilausnir, heldur hin gömlu alíslensku gildi um vinnusemi, heiðarleika og trú sem nýst hafa þjóðinni fram til þessa og munu áfram verða hennar helsta eign. Sem fyrr munum við setja undir okkur hausinn og halda á móti storminum, því eftir tíu ár verður núverandi ástand orðið að sögulegu viðfangsefni og vonandi gagnlegur lærdómur í farteskinu á móts við nýja tíma. Markaðir Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í augnablikinu ganga yfir land og þjóð efnahagslegar hamfarir. Þessar hamfarir eru ekki einskorðaðar við Ísland heldur er um hnattræna þróun að ræða. Við munum á næstunni ganga í gegnum eina dýpstu kreppu í manna minnum og því er eðlilegt að staldrað sé við og gaumgæft hvort gengið hafi verið til góðs. Landsmenn hafa á undanförnum 15 árum notið efnahagsbata og kaupmáttaraukningar sem er langt fram úr því sem gerst hefur hjá öðrum þjóðum. Þótt samdráttur í landsframleiðslu á næsta ári kunni að verða allt að 15%, færir það okkur þó ekki nema þrjú ár aftur í tímann. Land og þjóð hafa notið velgengni íslenskra fyrirtækja, útrásar og landvinninga, sem því miður er komið bakslag í, en við Íslendingar erum vön því að fást við aflahret og vinnutarnir á víxl. Það er mikilvægt í þeim nornaveiðum sem nú virðast hafnar að fyllast ekki dómhörku og benda of víða, því við erum öll á sama báti og ættum að hjálpast að við að ausa meðan enn lekur. Þegar skútan er komin í trausta höfn er kannski tími til að fara í persónuleg uppgjör eða leita ástæðna en sem stendur ættum við öll að ausa sem mest við getum. Fátt er mikilvægara nú um stundir en að þétta raðirnar og standa saman að þeirri efnahagslegu uppbyggingu sem mun fara fram. Reiði og gremja eru slæmir meðreiðasveinar við það verk sem nú þarf að vinna. Vandamálin sem eru aðsteðjandi nú um stundir eru fjarri því að vera óyfirstíganleg. Það sem þarf til er verkstjórn til að taka á þessum vandamálum skref fyrir skref. Of mikið hefur virst af handahófskenndum lagasetningum og afgreiðslum sem viðbrögð við áreiti, fremur en því að aðgerðir einkennist af festu, yfirsýn og framsýni. Mörg þessara vandamála eru tæknileg í eðli sínu og hafa tafir við úrlausnir valdið frekari skaða en nauðsynlegt er. Um árabil höfum við tekið þátt í samfélagi þjóðanna, stjórnmálalega og efnahagslega, og tekið upp þær almennu leikreglur sem gilda í þeim samskiptum. Við þurfum að sýna að við séum þess bær að vera áfram þátttakendur í þessu samfélagi, en séum ekki þjóð sem segir sig frá skuldbindingum eða ábyrgð er gefur á bátinn og ekki hentar að lúta þessum reglum. Til að ná aftur vopnum okkar er lykilatriði að semja við erlenda og innlenda kröfuhafa gömlu bankanna og leyfa þeim sem rauneigendum bankanna að hlutast til um ráðstöfun eigna og meðferð búanna. Þetta þarf að gerast samkvæmt leikreglum, gagnsætt og með hámörkun verðmæta að leiðarljósi, þannig að við verðum ekki dæmd á skóggang í samfélagi þjóðanna. Með þessu næst einnig fram dreifðari eignaraðild að nýju bönkunum og minni pólitísk afskipti, sem ég tel ríkja þjóðarsátt um að hverfa ekki til, enda reynsla okkar sem þjóðar slæm af því fyrirkomulagi. Þótt gengisfall krónunnar nú valdi tímabundnum búsifjum hjá fjölda einstaklinga og fyrirtækja er hin hliðin á því auðvitað sú að nú fáum við fleiri krónur fyrir hverja vöru sem flutt er út. Ég tel að á næstu tveimur árum munum við færa okkur aftur nær þeim grunnatvinnuvegum og náttúrulegum styrkleikum okkar sem þjóðar til að vinna aftur sess okkar í samfélagi þjóðanna. Útflutningsfyrirtæki í iðnaði og sjávarútvegi ganga mjög vel um þessar stundir og eru líkleg til að varða okkur veginn út úr þessari þoku sem nú ríkir. Það er mikilvægt við núverandi aðstæður að huga að grunngildum okkar og aðlaga sig strax breyttum aðstæðum. Sem þjóð erum við aflafólk og fyllum trogin þegar vel gefur en getum líka sætt okkur við rýrari heimtur og aflabrest þegar svo ber undir. Okkar eðlislæga bjartsýni og trú á framtíðina er það sem mun að lokum færa þjóðina út úr þessum hremmingum. Ekki endilega skyndilausnir, heldur hin gömlu alíslensku gildi um vinnusemi, heiðarleika og trú sem nýst hafa þjóðinni fram til þessa og munu áfram verða hennar helsta eign. Sem fyrr munum við setja undir okkur hausinn og halda á móti storminum, því eftir tíu ár verður núverandi ástand orðið að sögulegu viðfangsefni og vonandi gagnlegur lærdómur í farteskinu á móts við nýja tíma.
Markaðir Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira