Handbolti

Aðgerð Snorra heppnaðist vel

Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson fór í gær í vel heppnaða aðgerð í Danmörku þar sem 6 mm löng beinflís var fjarlægð úr hnénu á honum.

Upphaflega var óttast að Snorri yrði frá keppni í um átta vikur vegna þessa, en forráðamenn danska liðsins vonast til að hann nái sér á skemmri tíma.

Aðstoðarþjálfari GOG er yfirmáta bjartsýnn í dönskum fjölmiðlum í morgun og segist vonast til að Snorri verði klár í slaginn í fyrsta leik liðsins gegn Álaborg um næstu helgi - en telja verður afar ólíklegt að það gangi eftir.

Endurhæfing Snorra hefst strax í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×