Allt undir í tvenndarleiknum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 13:25 Ragna Ingólfsdóttir og Katrín Atladóttir. Mynd/Völundur Síðar í dag mætir íslenska landsliðið í badminton því finnska í hreinum úrslitaleik um hvort liðið heldur sæti sínu í A-deild Evrópumótsins. Ísland vann í morgun sigur á Eistum, 3-2, í æsispennandi viðureign um hvort liðið kæmist í leikinn um þrettánda sætið á mótinu. Það sæti gefur áframhaldandi þátttökurétt í A-deild en þrjú neðstu liðin á mótinu, sem lenda í 14.-16. sæti, falla í B-deildina. „Þetta var afar sætur sigur eins og þetta var súrt í gær," sagði Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari en Ísland tapaði naumlega fyrir Tékklandi í gær, 3-2. „Þetta var sama þróun í dag, þetta stóð hrikalega tæpt en hafðist í lokin." Árni segir að íslenska liðið sé betra en það eistneska en að það hafi náð að hanga lengi vel í viðureigninni. Úrslitin réðust í oddalotunni í tvíliðaleik kvenna sem þær Ragna Ingólfsdóttir og Tinna Helgadóttir unnu, 21-18. „Þær eistnesku voru sterkari en við bjuggumst við en þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem var." Ísland vann einnig sínar viðureignir í tvíliðaleik karla og tvenndarleik en það tapaði báðum einliðaleikjum sínum. Árni segir að það hafi verið viðbúið. „Ragna spilar ekki í einliðaleik, bæði vegna þess að hún þarf að hlífa sér vegna meiðsla sinna og við viljum heldur ekki fórna henni í einliðaleikinn. Okkar möguleikar felast í því að vinna tvenndar- og tvíliðaleikina því við eigum litla möguleika í einliðaleiknum." „Það sama verður upp á teningnum gegn Finnum. Þau eru með mjög sterka leikmenn í einliðaleiknum og við eigum litla möguleika þar. Við eigum hins vegar jafna möguleika í tvenndar- og tvíliðaleik og þar liggur okkar möguleiki." Fyrsta viðureignin verður í tvenndarleik þar sem Ragna og Helgi Jóhannesson keppa fyrir Íslands hönd. Í kjölfarið koma báðar viðureignirnar í einliðaleik. „Þetta þýðir að við hreinlega verðum að vinna tvenndarleikinn. Ef við lendum 3-0 undir verður leiknum lokið og tvíliðaleikirnir fara ekki einu sinni fram. Það er því allt undir í tvenndarleiknum." Viðureign Íslands og Finnlands hefst klukkan 16.00. Erlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Sjá meira
Síðar í dag mætir íslenska landsliðið í badminton því finnska í hreinum úrslitaleik um hvort liðið heldur sæti sínu í A-deild Evrópumótsins. Ísland vann í morgun sigur á Eistum, 3-2, í æsispennandi viðureign um hvort liðið kæmist í leikinn um þrettánda sætið á mótinu. Það sæti gefur áframhaldandi þátttökurétt í A-deild en þrjú neðstu liðin á mótinu, sem lenda í 14.-16. sæti, falla í B-deildina. „Þetta var afar sætur sigur eins og þetta var súrt í gær," sagði Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari en Ísland tapaði naumlega fyrir Tékklandi í gær, 3-2. „Þetta var sama þróun í dag, þetta stóð hrikalega tæpt en hafðist í lokin." Árni segir að íslenska liðið sé betra en það eistneska en að það hafi náð að hanga lengi vel í viðureigninni. Úrslitin réðust í oddalotunni í tvíliðaleik kvenna sem þær Ragna Ingólfsdóttir og Tinna Helgadóttir unnu, 21-18. „Þær eistnesku voru sterkari en við bjuggumst við en þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem var." Ísland vann einnig sínar viðureignir í tvíliðaleik karla og tvenndarleik en það tapaði báðum einliðaleikjum sínum. Árni segir að það hafi verið viðbúið. „Ragna spilar ekki í einliðaleik, bæði vegna þess að hún þarf að hlífa sér vegna meiðsla sinna og við viljum heldur ekki fórna henni í einliðaleikinn. Okkar möguleikar felast í því að vinna tvenndar- og tvíliðaleikina því við eigum litla möguleika í einliðaleiknum." „Það sama verður upp á teningnum gegn Finnum. Þau eru með mjög sterka leikmenn í einliðaleiknum og við eigum litla möguleika þar. Við eigum hins vegar jafna möguleika í tvenndar- og tvíliðaleik og þar liggur okkar möguleiki." Fyrsta viðureignin verður í tvenndarleik þar sem Ragna og Helgi Jóhannesson keppa fyrir Íslands hönd. Í kjölfarið koma báðar viðureignirnar í einliðaleik. „Þetta þýðir að við hreinlega verðum að vinna tvenndarleikinn. Ef við lendum 3-0 undir verður leiknum lokið og tvíliðaleikirnir fara ekki einu sinni fram. Það er því allt undir í tvenndarleiknum." Viðureign Íslands og Finnlands hefst klukkan 16.00.
Erlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Sjá meira