Handbolti

Ólafur: Vinnum ekki Rússa á hverjum degi

Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar
Ólafur í leiknum í nótt.
Ólafur í leiknum í nótt. Mynd/Vilhelm

Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, segir að allir leikmenn hafi lagt sitt af mörkum í sigri Íslands á Rússlandi í nótt.

„Það er alltaf léttir að vinna leiki. Gott að vinna Rússa því við leggjum þá ekki á hverjum degi. Þetta er mjög ánægjulegt. Gaman að sjá framlag frá hverjum einasta leikmanni og meira að segja líka frá Gaua á bekknum sem var til í að koma líka inn á þótt það hefði átt að banna honum það," sagði Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði sem hafði óvenju hljótt um sig í leiknum og lét sér nægja að skora þrjú mörk að þessu sinni.

„Við vöknuðum klukkan 6 í morgun og það er fínt að spila bara snemma og vera búinn með þennan leik. Þjóðverjar eru næstir og gaman að mæta þeim. Við byrjuðum skelfilega á móti þeim í Noregi. Það verður erfiður leikur en það er fullt af veikleikum í þeirra liði sem við verðum að nýta okkur," sagði Ólafur.



Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og maður hennar Kristján Arason handboltakappi hvetja strákana áfram. Vilhelm Gunnarsson
Markverðirnir ráða ráðum sínum. Vilhelm Gunnarsson
Ólafur Stefánsson undrast á ákvörðun dómarans. Vilhelm Gunnarsson
Róbert Gunnarsson var öflugur á línunni. Vilhelm Gunnarsson
Rússar rétt fyrir leik. Vilhelm Gunnarsson
Snorri Steinn Guðjónsson fagnar einu af tólf mörkunum sem hann gerði í leiknum. Vilhelm Gunnarsson
Snorri Steinn í sókn. Vilhelm Gunnarsson
Einar Þorvarðarson fagnar með Snorra Steini. Vilhelm Gunnarsson
Ólafur Stefánsson undirbýr skot að marki.Nordic Photos / AFP
Sturla Ásgeirsson faðmar Ólaf að sér eftir leikinn.Nordic Photos / AFP
Alexander Petersson átti stórleik og fagnar hér einu af mörkunum sínum í leiknum.Nordic Photos / AFP
Arnór Atlason átti einnig gríðarlega góðan leik fyrir íslenska liðið og hér fagnar hann einu af sínum mörkum.Nordic Photos / AFP
Alexander tekur skot að marki.Nordic Photos / AFP
Markverðirnir Hreiðar Guðmundsson og Björgvin Páll Gústavsson fagna eftir leik.Nordic Photos / AFP
Ólafur Stefánsson var oft í strangri gæslu hjá rússnesku varnarmönnunum sem réðu reyndar illa við íslenska sóknarleikinn.Nordic Photos / AFP
Arnór átti margar góðar stoðsendingar í leiknum fyrir utan mörkin sem hann skoraði.Nordic Photos / AFP

Tengdar fréttir

Arnór: Eigum mikið inni

„Það er tilbreyting að vera ekki búinn að mála sig út í horn eftir fyrsta leik,“ sagði Arnór Atlason brosandi eftir leik. Arnór átti ágætan leik, mistækur á köflum en læt það ekki slá sig út af laginu, hélt áfram að vera grimmur og skilaði mjög góðum mörkum og þar á meðal markinu sem endanlega kláraði leikinn.

Björgvin: Draumur að taka þátt

Björgvin Páll Gústavsson átti fínan síðari hálfleik í íslenska markinu í gær. Varði mikilvæg skot á góðum tímum. Þetta var fyrsti leikur Björgvins á stórmóti og frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið.

Róbert: Snorri átti stórleik

„Við gáfum rétta tóninn hér strax í fyrsta leik. Þetta var virkilega skemmtilegur leikur og allir voru að gefa sig hundrað prósent í verkefnið,“ sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson við Vísi eftir leik í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×