Glópagullöldin Guðmundur Andri Thorsson skrifar 29. desember 2008 05:00 Hér gæti verið fyrirmyndarsamfélag. Þetta er fámennt millistéttarsamfélag þar sem obbinn af fólki hefur það býsna gott og ætti að vera nóg afgangs til að rétta þeim hjálparhönd sem standa höllum fæti, reka fyrirmyndarskóla, trausta spítala og hlýleg elliheimili, leggja beina og breiða vegi, starfrækja öflugt almannaútvarp, efla nýsköpun, hlúa að sprotum í atvinnulífi… og svo framvegis. Það hvernig komið er fyrir þjóðinni er algerlega fáránlegt. Það er yfirgengilegt. Það er óskiljanlegt. Hér eru rúmlega þrjú hundruð þúsund manns og þetta gæti hæglega verið fyrirmyndarsamfélag. Dugnaður og ósérhlífni eru almennt taldar höfuðdyggðir og frá vöggu til grafar þrá menn það unnvörpum að skapa verðmæti. Menntun er almennt ágæt, hugvitið ærið, einstaklingsframtakið samfara sköpunargleði. Útsjónarsemi og verksvit í umgengni við vélar eru verðmætt veganesti úr sveitamenningunni þar sem ekki er hægt að fara með vélarnar á verkstæði. Auðlindir eru miklar: landið sem forðum skemmdi sín börn er nú gjöfult og gott, fagurt og frítt. Hér ríkir sterk samkennd og ekki að undra hjá slíku þjóðarkríli - dálítið bernsk trú á íslenskan sérleik, ýmist sérstöku erindi í heiminum eða fullkominni erindisleysu. Setningarnar „Við erum æðisleg" og „Við erum ömurleg" eru sín hvor hliðin á sömu hugsun um sérstöðu. Því að mannanna eiginleikar eiga sér plúshliðar og mínushliðar; og hið sama gildir um þjóðareinkenni. Það er undir stjórnvöldum komið hvort tekst að draga fram plúshliðarnar á eiginleikunum eða mínushliðarnar. Ekki þarf að hafa mörg orð um það hvernig til hefur tekist við það hin seinni árin. Dugnaðurinn og ósérhlífið einstaklingsframtakið hefur brotist fram í tilviljanakenndri hjarðgræðgi sem lýsti sér í taumlausum húsabyggingum eins og holir steinkofar vitna um hundruðum saman þar sem enginn býr nema vindurinn gnauðandi um glópsku mannanna. Útsjónarsemin og vélavitið hefur einkum birst í einhverju ískyggilegasta bílablæti á byggðu bóli þar sem menn þjösnast um þröngar götur á margbreyttum jöklabílnum. Og menntunin, bókvitið ærna sem ekki yrði í askana látið - fór þetta ekki meira og minna í að upphugsa verðbréfabrellur og leikfléttur til að skálda auð, sjúga peninga úr fyrirtækjum sem störfuðu í raunverulega heiminum við að gera eitthvað raunverulegt fyrir raunverulegt fólk gegn raunverulegu gjaldi? Og samkenndin okkar: þessi fallegi eiginleiki Íslendinga sem kemur fram svo sterkt í baráttunni við náttúruöflin - þessi samkennd hefur hin seinni árin einkum komið fram í samþöggun. Vissulega heyrðust gagnrýnisraddir á framferði gullglópanna en þær voru strjálar og jafnvel útbreidd það viðhorf að smáræðis glæpastarfsemi væri ekki nema hvimleiður fylgifiskur hins dásamlega eftirlitsleysis með viðskiptum sem hér var ruglað saman við frelsi. Samfélagið okkar steytti á skeri um síðir - stefna óhófs og hinnar glöðu græðgi leiddi til óhjákvæmilegrar niðurstöðu: hruns. Og nú getum við sem sé byggt upp fyrirmyndarsamfélagið sem svo hæglega gæti verið hér ef okkur tekst að losa okkur við hina landlægu spillingu sem hér hefur þrifist undir radörum alþjóðasamfélagsins, klíkuveldið, Flokksræðið, ósýnilegu bræðralögin sem saman breiða yfir „uppsafnað vanhæfið" eins og Stefán Jón nefndi það í snjallri grein hér í blaðinu í fyrradag. Ýmislegt jákvætt kemur út úr hruninu. Unga fólkið streymir út á göturnar og finnur að það hefur söguna undir fótum sér þar sem það þrammar í átt að kröfunni um réttlæti og skynsemi. Aftur beinir fólk augunum að raunverulegum verðmætum - mannlegu samneyti, skjóli, visku, kærleika - og horfir furðu lostið á þá furðutíð sem hvarf í haust, þessa gullöld sem færði okkur ekkert nema gull - ekkert nema glópagull - og skildi ekkert eftir sig nema steinsteypukofana á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið vofum og vindi að leik. Þar með er hrundið að sinni markvissri tilraun Flokksins sem hófst með innleiðingu kvótakerfisins og snerist um að gera Ísland að fyrirmyndarríki óðakapítalismans, misskiptingar, stéttskiptingar, græðgi, neysluofboðs, glópagulls. Hér gæti verið fyrirmyndarsamfélag - samfélag sem snerist um jöfnuð og svigrúm, sköpun og hæfilegan dellugang, samkennd, frjálsa tjáningu, líf, verðmætasköpun. En áður en það gerist verða mínusmennirnir að víkja - stjórnmálamennirnir sem virkjuðu mínushliðar þjóðareinkennanna - og gullglóparnir sem létu greipar sópa um sparifé almennings um alla Evrópu verða að gjöra iðrun og yfirbót og setjast allir sem einn á námskeið hjá Vilhjálmi Bjarnasyni aðjúnkt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun
Hér gæti verið fyrirmyndarsamfélag. Þetta er fámennt millistéttarsamfélag þar sem obbinn af fólki hefur það býsna gott og ætti að vera nóg afgangs til að rétta þeim hjálparhönd sem standa höllum fæti, reka fyrirmyndarskóla, trausta spítala og hlýleg elliheimili, leggja beina og breiða vegi, starfrækja öflugt almannaútvarp, efla nýsköpun, hlúa að sprotum í atvinnulífi… og svo framvegis. Það hvernig komið er fyrir þjóðinni er algerlega fáránlegt. Það er yfirgengilegt. Það er óskiljanlegt. Hér eru rúmlega þrjú hundruð þúsund manns og þetta gæti hæglega verið fyrirmyndarsamfélag. Dugnaður og ósérhlífni eru almennt taldar höfuðdyggðir og frá vöggu til grafar þrá menn það unnvörpum að skapa verðmæti. Menntun er almennt ágæt, hugvitið ærið, einstaklingsframtakið samfara sköpunargleði. Útsjónarsemi og verksvit í umgengni við vélar eru verðmætt veganesti úr sveitamenningunni þar sem ekki er hægt að fara með vélarnar á verkstæði. Auðlindir eru miklar: landið sem forðum skemmdi sín börn er nú gjöfult og gott, fagurt og frítt. Hér ríkir sterk samkennd og ekki að undra hjá slíku þjóðarkríli - dálítið bernsk trú á íslenskan sérleik, ýmist sérstöku erindi í heiminum eða fullkominni erindisleysu. Setningarnar „Við erum æðisleg" og „Við erum ömurleg" eru sín hvor hliðin á sömu hugsun um sérstöðu. Því að mannanna eiginleikar eiga sér plúshliðar og mínushliðar; og hið sama gildir um þjóðareinkenni. Það er undir stjórnvöldum komið hvort tekst að draga fram plúshliðarnar á eiginleikunum eða mínushliðarnar. Ekki þarf að hafa mörg orð um það hvernig til hefur tekist við það hin seinni árin. Dugnaðurinn og ósérhlífið einstaklingsframtakið hefur brotist fram í tilviljanakenndri hjarðgræðgi sem lýsti sér í taumlausum húsabyggingum eins og holir steinkofar vitna um hundruðum saman þar sem enginn býr nema vindurinn gnauðandi um glópsku mannanna. Útsjónarsemin og vélavitið hefur einkum birst í einhverju ískyggilegasta bílablæti á byggðu bóli þar sem menn þjösnast um þröngar götur á margbreyttum jöklabílnum. Og menntunin, bókvitið ærna sem ekki yrði í askana látið - fór þetta ekki meira og minna í að upphugsa verðbréfabrellur og leikfléttur til að skálda auð, sjúga peninga úr fyrirtækjum sem störfuðu í raunverulega heiminum við að gera eitthvað raunverulegt fyrir raunverulegt fólk gegn raunverulegu gjaldi? Og samkenndin okkar: þessi fallegi eiginleiki Íslendinga sem kemur fram svo sterkt í baráttunni við náttúruöflin - þessi samkennd hefur hin seinni árin einkum komið fram í samþöggun. Vissulega heyrðust gagnrýnisraddir á framferði gullglópanna en þær voru strjálar og jafnvel útbreidd það viðhorf að smáræðis glæpastarfsemi væri ekki nema hvimleiður fylgifiskur hins dásamlega eftirlitsleysis með viðskiptum sem hér var ruglað saman við frelsi. Samfélagið okkar steytti á skeri um síðir - stefna óhófs og hinnar glöðu græðgi leiddi til óhjákvæmilegrar niðurstöðu: hruns. Og nú getum við sem sé byggt upp fyrirmyndarsamfélagið sem svo hæglega gæti verið hér ef okkur tekst að losa okkur við hina landlægu spillingu sem hér hefur þrifist undir radörum alþjóðasamfélagsins, klíkuveldið, Flokksræðið, ósýnilegu bræðralögin sem saman breiða yfir „uppsafnað vanhæfið" eins og Stefán Jón nefndi það í snjallri grein hér í blaðinu í fyrradag. Ýmislegt jákvætt kemur út úr hruninu. Unga fólkið streymir út á göturnar og finnur að það hefur söguna undir fótum sér þar sem það þrammar í átt að kröfunni um réttlæti og skynsemi. Aftur beinir fólk augunum að raunverulegum verðmætum - mannlegu samneyti, skjóli, visku, kærleika - og horfir furðu lostið á þá furðutíð sem hvarf í haust, þessa gullöld sem færði okkur ekkert nema gull - ekkert nema glópagull - og skildi ekkert eftir sig nema steinsteypukofana á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið vofum og vindi að leik. Þar með er hrundið að sinni markvissri tilraun Flokksins sem hófst með innleiðingu kvótakerfisins og snerist um að gera Ísland að fyrirmyndarríki óðakapítalismans, misskiptingar, stéttskiptingar, græðgi, neysluofboðs, glópagulls. Hér gæti verið fyrirmyndarsamfélag - samfélag sem snerist um jöfnuð og svigrúm, sköpun og hæfilegan dellugang, samkennd, frjálsa tjáningu, líf, verðmætasköpun. En áður en það gerist verða mínusmennirnir að víkja - stjórnmálamennirnir sem virkjuðu mínushliðar þjóðareinkennanna - og gullglóparnir sem létu greipar sópa um sparifé almennings um alla Evrópu verða að gjöra iðrun og yfirbót og setjast allir sem einn á námskeið hjá Vilhjálmi Bjarnasyni aðjúnkt.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun