Sagan á bakvið Lehman Brothers 17. september 2008 00:01 Höfuðstöðvar Lehman Með gjaldþroti Lehman Brothers hverfur eitt sögufrægasta fyrirtæki Wall Street af sjónarsviðinu. Það var stofnað 1850 í Montgomery í Alabama og fékkst í fyrstu aðallega við bómullarviðskipti. Árið 1906 tók fyrirtækið að fást við verðbréfaverslun þegar það tók í félagi við Goldman Sachs að sér fyrstu hlutafjárútboð margra mikilvægustu fyrirtækja Bandaríkjanna. Lehman sérhæfði sig í fasteignatryggðum verðbréfum og var með fyrstu fyrirtækjunum á Wall Street til að bjóða upp á fjármálagerninga og skuldvafninga byggða á þeim. Eftir 2001 nýtti fyrirtækið þessa sérþekkingu til að sækja inn á áhættusaman markað með ýmis fasteignaskuldabréf. Þegar fjármálakreppan skall á var Lehman stærsti útgefandi fasteignatryggðra skuldvafninga í Bandaríkjunum. Þegar undirmálslánakreppan gerði vart við sig fullvissaði forstjórinn Richard Fuld fjárfesta hins vegar um að fyrirtækið stæði traustum fótum og ætti lítið af áhættusömum skuldvafningum. Síðan þá hefur komið í ljós að uppgjör félagsins voru fegruð með bókhaldsbrellum. Síðan í vor hefur Lehman afskrifað 8,2 milljarða og ljóst var að afkoma þriðja ársfjórðungs yrði síst skárri. Áætlað hefur verið að Lehman hafi átt um 61 milljarð dala í ýmsum fasteignatryggðum skuldabréfum, og meira af eiginfé fyrirtækisins var bundið í illseljanlegum skuldvafningum en nokkurs annars fjárfestingarbanka, að Merrill Lynch frátöldum. Ólíkt Merrill átti Lehman hins vegar lítið af eignum sem auðvelt var að koma í verð til að bregðast við tapi og afskriftum. Eina leið Lehman út úr vandanum var því að finna nýja hluthafa sem hefðu getað endurfjármagnað reksturinn, og þegar sú leit bar engan árangur var gjaldþrot óumflýjanlegt. - msh Markaðir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Með gjaldþroti Lehman Brothers hverfur eitt sögufrægasta fyrirtæki Wall Street af sjónarsviðinu. Það var stofnað 1850 í Montgomery í Alabama og fékkst í fyrstu aðallega við bómullarviðskipti. Árið 1906 tók fyrirtækið að fást við verðbréfaverslun þegar það tók í félagi við Goldman Sachs að sér fyrstu hlutafjárútboð margra mikilvægustu fyrirtækja Bandaríkjanna. Lehman sérhæfði sig í fasteignatryggðum verðbréfum og var með fyrstu fyrirtækjunum á Wall Street til að bjóða upp á fjármálagerninga og skuldvafninga byggða á þeim. Eftir 2001 nýtti fyrirtækið þessa sérþekkingu til að sækja inn á áhættusaman markað með ýmis fasteignaskuldabréf. Þegar fjármálakreppan skall á var Lehman stærsti útgefandi fasteignatryggðra skuldvafninga í Bandaríkjunum. Þegar undirmálslánakreppan gerði vart við sig fullvissaði forstjórinn Richard Fuld fjárfesta hins vegar um að fyrirtækið stæði traustum fótum og ætti lítið af áhættusömum skuldvafningum. Síðan þá hefur komið í ljós að uppgjör félagsins voru fegruð með bókhaldsbrellum. Síðan í vor hefur Lehman afskrifað 8,2 milljarða og ljóst var að afkoma þriðja ársfjórðungs yrði síst skárri. Áætlað hefur verið að Lehman hafi átt um 61 milljarð dala í ýmsum fasteignatryggðum skuldabréfum, og meira af eiginfé fyrirtækisins var bundið í illseljanlegum skuldvafningum en nokkurs annars fjárfestingarbanka, að Merrill Lynch frátöldum. Ólíkt Merrill átti Lehman hins vegar lítið af eignum sem auðvelt var að koma í verð til að bregðast við tapi og afskriftum. Eina leið Lehman út úr vandanum var því að finna nýja hluthafa sem hefðu getað endurfjármagnað reksturinn, og þegar sú leit bar engan árangur var gjaldþrot óumflýjanlegt. - msh
Markaðir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira