Átak til að fá fólkið aftur til Póllands 14. maí 2008 00:01 Pólskir farandverkamenn vinna við íslenskar byggingar. Markaðurinn/Vilhelm Stjórnvöld í Póllandi hafa hrundið af stað átaki til að fá fólk sem farið hefur til starfa erlendis, að snúa aftur heim. Stjórnvöld þar eystra hafa látið útbúa bækling sem til stendur að dreifa í Bretlandi. Fram kemur í breska blaðinu Independent að pólsk stjórnvöld óttist vinnuaflsskort þar í landi vegna mikils uppgangs. Talið er að um 200 þúsund manns, umfram þá sem nú starfa í Póllandi, þurfi til þess að ljúka smíði íþróttamannvirkja sem eiga að vera tilbúin fyrir Evrópukeppnina í knattspyrnu árið 2012. Haft er eftir Jacek Winnicki, pólskum lögmanni sem búsettur er í Lundúnum, að auglýsingabæklingar hafi tæplega afgerandi áhrif á fólk. „Vinnan er einungis ein af mörgum ástæðum fyrir því að fólk ákveður að flytja úr landi.“ Fram kemur í danska viðskiptablaðinu Börsen að flykkist Pólverjar heim á leið geti það kostað danska þjóðarbúið milljarða danskra króna. Hins vegar fjölgar pólskum starfsmönnum enn í Danmörku. Fram hefur komið að vegna gengisfalls krónunnar og betra ástands heima fyrir hafi pólskir verkamenn þegar farið heim héðan, auk þess sem margir íhugi mjög stöðu sína. - ikh Héðan og þaðan Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórnvöld í Póllandi hafa hrundið af stað átaki til að fá fólk sem farið hefur til starfa erlendis, að snúa aftur heim. Stjórnvöld þar eystra hafa látið útbúa bækling sem til stendur að dreifa í Bretlandi. Fram kemur í breska blaðinu Independent að pólsk stjórnvöld óttist vinnuaflsskort þar í landi vegna mikils uppgangs. Talið er að um 200 þúsund manns, umfram þá sem nú starfa í Póllandi, þurfi til þess að ljúka smíði íþróttamannvirkja sem eiga að vera tilbúin fyrir Evrópukeppnina í knattspyrnu árið 2012. Haft er eftir Jacek Winnicki, pólskum lögmanni sem búsettur er í Lundúnum, að auglýsingabæklingar hafi tæplega afgerandi áhrif á fólk. „Vinnan er einungis ein af mörgum ástæðum fyrir því að fólk ákveður að flytja úr landi.“ Fram kemur í danska viðskiptablaðinu Börsen að flykkist Pólverjar heim á leið geti það kostað danska þjóðarbúið milljarða danskra króna. Hins vegar fjölgar pólskum starfsmönnum enn í Danmörku. Fram hefur komið að vegna gengisfalls krónunnar og betra ástands heima fyrir hafi pólskir verkamenn þegar farið heim héðan, auk þess sem margir íhugi mjög stöðu sína. - ikh
Héðan og þaðan Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira