Bankahólfið: Baldur flottur á því 30. apríl 2008 00:01 Baldur Guðnason Baldur Guðnason hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi á umliðnum árum, en lítið hefur þó farið fyrir honum eftir að hann hætti sem forstjóri Eimskips fyrir skemmstu. Eins og fram kom í upphafi mánaðarins seldi Baldur Eimskipafélaginu bréf fyrir hálfan þriðja milljarð, en viðskiptin voru hluti af lokauppgjöri vegna starfsloka Baldurs hjá félaginu. Voru bréfin sölutryggð miðað við gengi á kaupdegi og þurfti Eimskip því að taka á sig tæplega 900 milljóna króna tap, en hlutabréf í Eimskip höfðu lækkað umtalsvert í millitíðinni, eins og margt annað á markaðnum. Vinir Baldurs hafa fengið að njóta þessa, því á dögunum tók forstjórinn fyrrverandi sig til og bauð 20-30 manna hópi í sannkallaða lúxusferð með einkaþotu á leik í ensku knattspyrnunni með öllu tilheyrandi. Lending hvað?Tuttugu ára verðbólgumet, hæstu vextir meðal þróaðra ríkja og lánsfjárerfiðleikar er veruleiki sem blasir við íslensku atvinnulífi í dag, sem og heimilunum í landinu. Búast má við að mörgum hitni í hamsi við þær verðbætur sem bætast við lán heimilanna um næstu og þarnæstu mánaðamót og engum dylst að góðærið hefur tekið enda og napur raunveruleikinn blasir við, heldur hráslagalegur. Í þannig ástandi er heldur hlálegt að helstu hagfræðingar þjóðarinnar skuli enn deila sín í millum um hvort lending íslensks hagkerfis teljist hörð eða vera snertilending. Af hverju nefnir enginn brotlendingu? Hverjum datt í hug að blanda flugmannamáli inn í þjóðhagfræðina sem hingað til hefur átt hugtök sem hæfa ástandinu hverju sinni?Nú lágu Danir í þvíBréf í djásni dansks fjármálalífs, Danske Bank, féllu nokkuð í verði í gær eftir ársfjórðungsuppgjör sem olli nokkrum vonbrigðum. Hagnaður bankans minnkaði um þrjátíu prósent frá sama tímabili í fyrra og var um tveir milljarðar danskra króna. Heildartekjur drógust verulega saman, en rekstrarkostnaður jókst hins verulega.Á undanförnum árum hefur Danski bankinn, eins og kunnugt er, margoft lýst yfir miklum áhyggjum af íslensku bönkunum og stöðu þeirra, en í dönskum fjölmiðlum í gær mátti sjá vangaveltur um að ef til vill ætti bankinn að líta sér nær í þeim efnum. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira
Baldur Guðnason hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi á umliðnum árum, en lítið hefur þó farið fyrir honum eftir að hann hætti sem forstjóri Eimskips fyrir skemmstu. Eins og fram kom í upphafi mánaðarins seldi Baldur Eimskipafélaginu bréf fyrir hálfan þriðja milljarð, en viðskiptin voru hluti af lokauppgjöri vegna starfsloka Baldurs hjá félaginu. Voru bréfin sölutryggð miðað við gengi á kaupdegi og þurfti Eimskip því að taka á sig tæplega 900 milljóna króna tap, en hlutabréf í Eimskip höfðu lækkað umtalsvert í millitíðinni, eins og margt annað á markaðnum. Vinir Baldurs hafa fengið að njóta þessa, því á dögunum tók forstjórinn fyrrverandi sig til og bauð 20-30 manna hópi í sannkallaða lúxusferð með einkaþotu á leik í ensku knattspyrnunni með öllu tilheyrandi. Lending hvað?Tuttugu ára verðbólgumet, hæstu vextir meðal þróaðra ríkja og lánsfjárerfiðleikar er veruleiki sem blasir við íslensku atvinnulífi í dag, sem og heimilunum í landinu. Búast má við að mörgum hitni í hamsi við þær verðbætur sem bætast við lán heimilanna um næstu og þarnæstu mánaðamót og engum dylst að góðærið hefur tekið enda og napur raunveruleikinn blasir við, heldur hráslagalegur. Í þannig ástandi er heldur hlálegt að helstu hagfræðingar þjóðarinnar skuli enn deila sín í millum um hvort lending íslensks hagkerfis teljist hörð eða vera snertilending. Af hverju nefnir enginn brotlendingu? Hverjum datt í hug að blanda flugmannamáli inn í þjóðhagfræðina sem hingað til hefur átt hugtök sem hæfa ástandinu hverju sinni?Nú lágu Danir í þvíBréf í djásni dansks fjármálalífs, Danske Bank, féllu nokkuð í verði í gær eftir ársfjórðungsuppgjör sem olli nokkrum vonbrigðum. Hagnaður bankans minnkaði um þrjátíu prósent frá sama tímabili í fyrra og var um tveir milljarðar danskra króna. Heildartekjur drógust verulega saman, en rekstrarkostnaður jókst hins verulega.Á undanförnum árum hefur Danski bankinn, eins og kunnugt er, margoft lýst yfir miklum áhyggjum af íslensku bönkunum og stöðu þeirra, en í dönskum fjölmiðlum í gær mátti sjá vangaveltur um að ef til vill ætti bankinn að líta sér nær í þeim efnum.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira