Viðskipti innlent

Ríkið styður við bak nýsköpunarfyrirtækja

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra.
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra. Mynd/E.Ól.
„Þetta er fyrsta skrefið af mörgum“ sagði Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, áður en hann skrifaði í morgun undir stofnun samstarfsvettvangs um uppbyggingu hátækni- og sprotafyrirtækja ásamt þeim Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, og Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, auk forsvarsmanna hjá Samtökum iðnaðarins og í nýsköpunargeiranum á Sprotaþingi Íslands.

Össur sagði vettvanginn mikilvægt skref fyrir nýsköpun í landinu og komi hann til viðbótar við Tækniþróunarsjóð og Frumtak, sem styður við bakið á nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.

Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku, sagði vettvanginn mikilvægan fyrir sprota- og nýsköpunarfyrirtæki og lagði áherslu á að slíkt væri aðeins mögulegt með samstilltu átak allra aðila. Benti hann ennfremur á að nýsköpunarfyrirtæki þurfi langan tíma til að koma vöru sinni á markað, enda þroskist á þremur fimm ára tímabilum. Á síðasta tímabilinu séu þau komin með vöru, sem hægt sé að markaðssetja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×