Ísland tapaði fyrir Frakklandi Elvar Geir Magnússon skrifar 26. júlí 2008 17:15 Íslenska landsliðið lék í dag annan leik sinn á æfingamóti í Frakklandi. Leikið var gegn heimamönnum sem unnu 31-28 sigur. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Í gær tapaði liðið fyrir Spánverjum en í hádeginu á morgun leikur það gegn Egyptalandi. Þessir leikir eru hluti af lokaundirbúningi liðsins fyrir Ólympíuleikana. Staðan í hálfleik í kvöld var 16-16 en Frakkar voru sterkari í seinni hálfleik. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Frakkland - Ísland 31-28 Markaskorarar Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 8 (5 víti), Ólafur Stefánsson 5, Logi Geirsson 4, Alexander Petersson 3, Sigfús Sigurðsson 3, Róbert Gunnarsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. _______________________ 19:07 Leik lokið - Frakkar hrósa þriggja marka sigri. 19:05 Frakkar tóku leikhlé og skoruðu strax eftir það. 31-28. 19:00 Tvær mínútur til leiksloka og Frakkar hafa tveggja marka forystu 30-28. 18:57 Snorri Steinn öryggið uppmálað á vítalínunni. Hann er kominn með átta mörk í leiknum, þar af fimm úr vítum. Hann var að minnka muninn í eitt mark, 29-28. Það eru sviptingar í leiknum, það vantar ekki. 18:54 Jæja strákarnir eru vaknaðir aftur og hafa náð að skora þrjú mörk í röð. Munurinn orðinn tvö mörk, Frökkum í vil. 18:52 Loksins náði íslenska liðið að skora. Það var Logi Geirsson sem gerði fjórða markið sitt og minnkaði muninn í fjögur mörk 29-25. 18:49 Heimamenn komnir með tökin á leiknum og hafa náð fimm marka forystu 29-24. Leikur íslenska liðsins hefur hrunið. 18:45 Frakkar náðu tveggja marka forystu 26-24. Alexander skaut framhjá og Frakkar aftur í sóknina. Dæmt var brot á Róbert Gunnarsson og fékk hann að líta rauða spjaldið frá dómaranum. 18:41 Liðin skiptast á að skora og það stefnir allt í að það verði spenna allt til loka. 17 mínútur búnar af seinni hálfleik og staðan er 25-24 fyrir Frakka. 18:38 Alexander jafnaði í 22-22. Frakkar fóru illa að ráði sínu í sókninni og Ísland vann boltann aftur. Ólafur Stefánsson kom Íslandi yfir en aftur svöruðu Frakkar. Það er jafnt á öllum tölum. 18:34 Ísland komst yfir 21-20 en Frakkar náðu að jafna. 18:30 Íslenska liðið hefur náð að jafna í 20-20. Snorri Steinn er kominn með sex mörk í leiknum og Ólafur er kominn með þrjú. 18:27 Logi Geirsson er orðinn næstmarkahæstur í íslenska liðinu. Hefur skorað þrjú mörk. Frakkar eru enn skrefinu á undan og leiða 19-18. 18:23 Seinni hálfleikur er farinn af stað og þrjú mörk komin í honum. Ólafur með sitt annað mark en hin tvö frá heimamönnum, 18-17. Markaskorarar Íslands í fyrri hálfleik: Snorri Steinn Guðjónsson 5 (3 víti), Alexander Petersson 2, Logi Geirsson 2, Ólafur Stefánsson 1, Sigfús Sigurðsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Róbert Gunnarsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson. 18:10 Hálfleikur: Frakkland - Ísland 16-16 - Það er kominn hálfleikur í leiknum. Ólafur Stefánsson jafnaði í 15-15 en strax á eftir endurheimtu heimamenn forystuna. Íslenska liðið tók svo leikhlé þegar hálf mínúta var eftir og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sitt fyrsta mark og jafnaði. Staðan 16-16. 18:05 Snorri var markahæstur í íslenska liðinu í gær og stefnir í það sama í kvöld. Hann hefur skorað fimm mörk, þar af þrjú úr vítum. Frakkar voru að komast yfir 15-14. Stutt í hálfleik. 18:02 Hreiðar Guðmundsson hefur verið í markinu síðustu mínútur og náð að verja þrjú skot á skömmum tíma. Brotið var á Guðjóni Val og dæmt vítakast. Snorri Steinn skoraði úr vítinu og jafnaði í 13-13. Fjórar mínútur til hálfleiks. 17:58 Frakkar með tvö mörk í röð og Ólafur Stefánsson misnotaði síðan vítakast eftir að brotið hafði verið á Snorra. Logi Geirsson tók síðan sitt fyrsta skot og skoraði sitt fyrsta mark. 12-11 fyrir Frakka. 17:54 Frakkar komust tveimur mörkum yfir áður en Snorri Steinn minnkaði muninn með þriðja marki sínu. Sigfús Sigurðsson jafnaði síðan í 10-10. Tæpar 18 mínútur liðnar af leiknum. 17:50 Guðjón Valur Sigurðsson náði að koma sér á blað og jafna í 8-8. Frakkar endurheimtu síðan forystuna. Það er vel mætt á leikinn í dag og ekki autt sæti sjáanlegt í höllinni. 17:47 Frakkar hafa skorað þrjú mörk í röð og eru komnir yfir 8-7. Fyrsta sinn sem Frakkar eru yfir í leiknum. 13 mínútur rúmar liðnar af leiknum. 17:45 Snorri Steinn skoraði sitt annað mark í leiknum eftir hraða sókn. Frakkar svöruðu strax á eftir. 6-7 er staðan. 17:43 Íslenska liðið hefur verið manni færri síðustu mínútur og Frakkarnir náð að nýta sér það. Hafa minnkað muninn í aðeins eitt mark. 17:40 Franska liðið minnkaði muninn en Ísland fékk svo vítakast. Snorri Steinn Guðjónsson fór á vítalínuna og skoraði fyrsta mark sitt. Þess má geta að dómararnir í dag eru franskir eins og allir aðrir dómarar sem dæma á mótinu. 17:37 Góð byrjun hjá íslenska liðinu sem náði þriggja marka forskoti 5-2. Björgvin Páll Gustavsson byrjar í markinu og var að verja glæsilega. 17:35 Íslenska liðið að vinna 4-2. Mikið skorað í byrjun. Alexander Petersson byrjar vel og er kominn með tvö mörk. 17:32 Róbert Gunnarsson braut ísinn og skoraði fyrsta mark leiksins en Frakkar jöfnuðu í næstu sókn. Þá kom Sigfús Sigurðsson og svaraði strax. 2-1 fyrir Ísland. 17:30 Leikurinn er farinn af stað en hann er hluti af lokaundirbúningi þessara liða fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í Peking í ágúst. Við bendum á að haldið verður utan um markaskorara Íslands hér neðst á síðunni. _______________________Markaskorarar Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 8 (5 víti), Ólafur Stefánsson 5, Logi Geirsson 4, Alexander Petersson 3, Sigfús Sigurðsson 3, Róbert Gunnarsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. Íslenski handboltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira
Íslenska landsliðið lék í dag annan leik sinn á æfingamóti í Frakklandi. Leikið var gegn heimamönnum sem unnu 31-28 sigur. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Í gær tapaði liðið fyrir Spánverjum en í hádeginu á morgun leikur það gegn Egyptalandi. Þessir leikir eru hluti af lokaundirbúningi liðsins fyrir Ólympíuleikana. Staðan í hálfleik í kvöld var 16-16 en Frakkar voru sterkari í seinni hálfleik. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Frakkland - Ísland 31-28 Markaskorarar Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 8 (5 víti), Ólafur Stefánsson 5, Logi Geirsson 4, Alexander Petersson 3, Sigfús Sigurðsson 3, Róbert Gunnarsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. _______________________ 19:07 Leik lokið - Frakkar hrósa þriggja marka sigri. 19:05 Frakkar tóku leikhlé og skoruðu strax eftir það. 31-28. 19:00 Tvær mínútur til leiksloka og Frakkar hafa tveggja marka forystu 30-28. 18:57 Snorri Steinn öryggið uppmálað á vítalínunni. Hann er kominn með átta mörk í leiknum, þar af fimm úr vítum. Hann var að minnka muninn í eitt mark, 29-28. Það eru sviptingar í leiknum, það vantar ekki. 18:54 Jæja strákarnir eru vaknaðir aftur og hafa náð að skora þrjú mörk í röð. Munurinn orðinn tvö mörk, Frökkum í vil. 18:52 Loksins náði íslenska liðið að skora. Það var Logi Geirsson sem gerði fjórða markið sitt og minnkaði muninn í fjögur mörk 29-25. 18:49 Heimamenn komnir með tökin á leiknum og hafa náð fimm marka forystu 29-24. Leikur íslenska liðsins hefur hrunið. 18:45 Frakkar náðu tveggja marka forystu 26-24. Alexander skaut framhjá og Frakkar aftur í sóknina. Dæmt var brot á Róbert Gunnarsson og fékk hann að líta rauða spjaldið frá dómaranum. 18:41 Liðin skiptast á að skora og það stefnir allt í að það verði spenna allt til loka. 17 mínútur búnar af seinni hálfleik og staðan er 25-24 fyrir Frakka. 18:38 Alexander jafnaði í 22-22. Frakkar fóru illa að ráði sínu í sókninni og Ísland vann boltann aftur. Ólafur Stefánsson kom Íslandi yfir en aftur svöruðu Frakkar. Það er jafnt á öllum tölum. 18:34 Ísland komst yfir 21-20 en Frakkar náðu að jafna. 18:30 Íslenska liðið hefur náð að jafna í 20-20. Snorri Steinn er kominn með sex mörk í leiknum og Ólafur er kominn með þrjú. 18:27 Logi Geirsson er orðinn næstmarkahæstur í íslenska liðinu. Hefur skorað þrjú mörk. Frakkar eru enn skrefinu á undan og leiða 19-18. 18:23 Seinni hálfleikur er farinn af stað og þrjú mörk komin í honum. Ólafur með sitt annað mark en hin tvö frá heimamönnum, 18-17. Markaskorarar Íslands í fyrri hálfleik: Snorri Steinn Guðjónsson 5 (3 víti), Alexander Petersson 2, Logi Geirsson 2, Ólafur Stefánsson 1, Sigfús Sigurðsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Róbert Gunnarsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson. 18:10 Hálfleikur: Frakkland - Ísland 16-16 - Það er kominn hálfleikur í leiknum. Ólafur Stefánsson jafnaði í 15-15 en strax á eftir endurheimtu heimamenn forystuna. Íslenska liðið tók svo leikhlé þegar hálf mínúta var eftir og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sitt fyrsta mark og jafnaði. Staðan 16-16. 18:05 Snorri var markahæstur í íslenska liðinu í gær og stefnir í það sama í kvöld. Hann hefur skorað fimm mörk, þar af þrjú úr vítum. Frakkar voru að komast yfir 15-14. Stutt í hálfleik. 18:02 Hreiðar Guðmundsson hefur verið í markinu síðustu mínútur og náð að verja þrjú skot á skömmum tíma. Brotið var á Guðjóni Val og dæmt vítakast. Snorri Steinn skoraði úr vítinu og jafnaði í 13-13. Fjórar mínútur til hálfleiks. 17:58 Frakkar með tvö mörk í röð og Ólafur Stefánsson misnotaði síðan vítakast eftir að brotið hafði verið á Snorra. Logi Geirsson tók síðan sitt fyrsta skot og skoraði sitt fyrsta mark. 12-11 fyrir Frakka. 17:54 Frakkar komust tveimur mörkum yfir áður en Snorri Steinn minnkaði muninn með þriðja marki sínu. Sigfús Sigurðsson jafnaði síðan í 10-10. Tæpar 18 mínútur liðnar af leiknum. 17:50 Guðjón Valur Sigurðsson náði að koma sér á blað og jafna í 8-8. Frakkar endurheimtu síðan forystuna. Það er vel mætt á leikinn í dag og ekki autt sæti sjáanlegt í höllinni. 17:47 Frakkar hafa skorað þrjú mörk í röð og eru komnir yfir 8-7. Fyrsta sinn sem Frakkar eru yfir í leiknum. 13 mínútur rúmar liðnar af leiknum. 17:45 Snorri Steinn skoraði sitt annað mark í leiknum eftir hraða sókn. Frakkar svöruðu strax á eftir. 6-7 er staðan. 17:43 Íslenska liðið hefur verið manni færri síðustu mínútur og Frakkarnir náð að nýta sér það. Hafa minnkað muninn í aðeins eitt mark. 17:40 Franska liðið minnkaði muninn en Ísland fékk svo vítakast. Snorri Steinn Guðjónsson fór á vítalínuna og skoraði fyrsta mark sitt. Þess má geta að dómararnir í dag eru franskir eins og allir aðrir dómarar sem dæma á mótinu. 17:37 Góð byrjun hjá íslenska liðinu sem náði þriggja marka forskoti 5-2. Björgvin Páll Gustavsson byrjar í markinu og var að verja glæsilega. 17:35 Íslenska liðið að vinna 4-2. Mikið skorað í byrjun. Alexander Petersson byrjar vel og er kominn með tvö mörk. 17:32 Róbert Gunnarsson braut ísinn og skoraði fyrsta mark leiksins en Frakkar jöfnuðu í næstu sókn. Þá kom Sigfús Sigurðsson og svaraði strax. 2-1 fyrir Ísland. 17:30 Leikurinn er farinn af stað en hann er hluti af lokaundirbúningi þessara liða fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í Peking í ágúst. Við bendum á að haldið verður utan um markaskorara Íslands hér neðst á síðunni. _______________________Markaskorarar Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 8 (5 víti), Ólafur Stefánsson 5, Logi Geirsson 4, Alexander Petersson 3, Sigfús Sigurðsson 3, Róbert Gunnarsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1.
Íslenski handboltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira