Ferrari hefur framlengt samning við heimsmeistarann Kimi Raikkönen út tímabilið 2010. Þar með hefur Ferrari bundið enda á vangaveltur um framtíð finnska ökumannsins hjá liðinu.
Sögur hafa verið á lofti um að Fernando Alonso ætti að taka við af Raikkönen. En í yfirlýsingu Ferrari í dag segir að liðið ætli að halda sömu ökumönnum næstu tvö tímabil.
Felipe Massa, félagi Raikkönen, hefur einnig skrifað undir samning til 2010.