Evruskráning tefst enn um sinn 3. desember 2008 00:01 Kauphöllin í haustlitunum. Mynd/GVA „Eins og reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti eru núna þá eru þau hindrun fyrir skráningu hlutafjár í evrur," segir Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands. Unnið hefur verið að því í um tvö ár að gera íslenskum fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina kleift að skrá hlutafé sitt í evrur. Bankarnir, ekki síst Kaupþing, þrýstu mjög á málið í fyrra, og voru horfur á að ná málinu í gegn um miðjan síðasta mánuð. Finnski seðlabankinn átti að sjá um evruuppgjörið. Þær áætlanir fóru út um þúfur við hrun bankanna í byrjun október. Stefnan var sett á fyrstu vikur næsta árs. Reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti, sem samþykkt voru á Alþingi aðfaranótt föstudags í síðustu viku, settu strik í reikninginn á ný. Í reglunum er skýrt kveðið á um að óheimilt sé að gefa út og selja verðbréf, hlutdeildarskírteini verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, peningamarkaðsskjöl eða aðra framseljanlega fjármálagerninga sem ekki eru í krónum. „Við sjáum ekki hvernig það gengi eftir óbreyttum reglum," segir Einar og bætir við að vinnu Verðbréfaskráningar verði ekki hætt þrátt fyrir þetta. Væntanlega verði sótt um undanþágu vegna þessa. „Við gerum okkur svo vonir um að gjaldeyrishömlurnar verði endurskoðaðar í síðasta lagi í mars, hugsanlega fyrr ef aðstæður leyfa," segir Einar. Alfesca er eitt þeirra félaga sem langt er komið með evruskráningu hlutabréfa og hefur beðið þess lengi. „Ástandið er nú orðið svo erfitt og flókið að ég sé ekki lausnir á málinu í nánustu framtíð," segir Ólafur Ólafsson, stjórnaformaður félagsins. Markaðir Viðskipti Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Sjá meira
„Eins og reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti eru núna þá eru þau hindrun fyrir skráningu hlutafjár í evrur," segir Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands. Unnið hefur verið að því í um tvö ár að gera íslenskum fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina kleift að skrá hlutafé sitt í evrur. Bankarnir, ekki síst Kaupþing, þrýstu mjög á málið í fyrra, og voru horfur á að ná málinu í gegn um miðjan síðasta mánuð. Finnski seðlabankinn átti að sjá um evruuppgjörið. Þær áætlanir fóru út um þúfur við hrun bankanna í byrjun október. Stefnan var sett á fyrstu vikur næsta árs. Reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti, sem samþykkt voru á Alþingi aðfaranótt föstudags í síðustu viku, settu strik í reikninginn á ný. Í reglunum er skýrt kveðið á um að óheimilt sé að gefa út og selja verðbréf, hlutdeildarskírteini verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, peningamarkaðsskjöl eða aðra framseljanlega fjármálagerninga sem ekki eru í krónum. „Við sjáum ekki hvernig það gengi eftir óbreyttum reglum," segir Einar og bætir við að vinnu Verðbréfaskráningar verði ekki hætt þrátt fyrir þetta. Væntanlega verði sótt um undanþágu vegna þessa. „Við gerum okkur svo vonir um að gjaldeyrishömlurnar verði endurskoðaðar í síðasta lagi í mars, hugsanlega fyrr ef aðstæður leyfa," segir Einar. Alfesca er eitt þeirra félaga sem langt er komið með evruskráningu hlutabréfa og hefur beðið þess lengi. „Ástandið er nú orðið svo erfitt og flókið að ég sé ekki lausnir á málinu í nánustu framtíð," segir Ólafur Ólafsson, stjórnaformaður félagsins.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Sjá meira