Bankaleynd ekki aflétt Ingimar Karl Helgason skrifar 26. nóvember 2008 00:01 „Ef svo ólíklega vill til að leynd um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga verða afnumin sem bersýnlega er andstæð ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs og væntanlega einnig brot á tilskipun Evrópusambandsins um þagnarskyldu fjármálafyrirtækja mun bankinn synja um afhendingu gagna nema samkvæmt dómi Hæstaréttar og eftir atvikum niðurstöðu Evrópudómstólsins." Svo segir í svari Kaupþings við beiðni Markaðarins og Fréttablaðsins um gögn úr bankanum. Blaðið skrifaði forsvarsmönnum Glitnis, Landsbankans og Kaupþings, auk Fjármálaeftirlits (FME), viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra. Óskað var gagna eða vitneskju um útlán bankanna. Bankarnir hafa þegar svarað, og eru svörin skýr. Upplýsingar verði ekki látnar af hendi, vegna bankaleyndar. Landsbankinn og Glitnir segjast ekki munu láta af hendi nein gögn, nema til komi tilmæli frá Alþingi, í formi laga. Kaupþing bætir við að hæpið sé að lagasetning „geti með afturvirkum hætti tekið til lánveitinga sem áttu sér stað fyrir gildistöku slíkra laga". Þá fullyrða Kaupþingsmenn að verði upplýsingar veittar, gerist starfsmenn sekir um að brjóta gegn lögum um bankaleynd og upplýsingalög. Tveggja ára fangelsi liggi við slíkum brotum. „Engin heimild er til refsilækkunar á grundvelli þess að Seðlabankastjóri telji að bankaleynd eigi ekki við um þessi mál." Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á fundi Viðskiptaráðs fyrir viku, að bankaleynd ætti ekki við, þegar fjallað væri um aðdraganda bankahrunsins. Hann fullyrti að einn aðili, sem hann nefndi ekki, hefði fengið þúsund milljarða að láni hjá bönkunum. Eftirlitsaðilar hefðu „teygt sig með ólíkindum langt til að finna út að sami aðili væri óskyldur sjálfum sér." Samkvæmt hálfsársuppgjöri bankanna námu lán til venslaðra aðila um 275 milljörðum króna. Samkvæmt nýjustu tölum Seðlabankans, sem birtar voru í upphafi vikunnar, námu lán þeirra til innlendra aðila hátt í 5.000 milljörðum króna. Um þriðjungur þess fór til eignarhaldsfélaga. Kaupþing segir í svari við fyrirspurn blaðsins, að lán til tengdra aðila hafi verið komið á framfæri við FME. Þá segir að reglur um friðhelgi um einkamálefni hafi verið kallaðar grundvallarreglur réttarríkisins. „Það ástand sem nú ríkir felur ekki í sér réttlætingu á því að slíkum reglum sé vikið til hliðar. Þvert á móti hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um slík grundvallarréttindi." Markaðir Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
„Ef svo ólíklega vill til að leynd um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga verða afnumin sem bersýnlega er andstæð ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs og væntanlega einnig brot á tilskipun Evrópusambandsins um þagnarskyldu fjármálafyrirtækja mun bankinn synja um afhendingu gagna nema samkvæmt dómi Hæstaréttar og eftir atvikum niðurstöðu Evrópudómstólsins." Svo segir í svari Kaupþings við beiðni Markaðarins og Fréttablaðsins um gögn úr bankanum. Blaðið skrifaði forsvarsmönnum Glitnis, Landsbankans og Kaupþings, auk Fjármálaeftirlits (FME), viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra. Óskað var gagna eða vitneskju um útlán bankanna. Bankarnir hafa þegar svarað, og eru svörin skýr. Upplýsingar verði ekki látnar af hendi, vegna bankaleyndar. Landsbankinn og Glitnir segjast ekki munu láta af hendi nein gögn, nema til komi tilmæli frá Alþingi, í formi laga. Kaupþing bætir við að hæpið sé að lagasetning „geti með afturvirkum hætti tekið til lánveitinga sem áttu sér stað fyrir gildistöku slíkra laga". Þá fullyrða Kaupþingsmenn að verði upplýsingar veittar, gerist starfsmenn sekir um að brjóta gegn lögum um bankaleynd og upplýsingalög. Tveggja ára fangelsi liggi við slíkum brotum. „Engin heimild er til refsilækkunar á grundvelli þess að Seðlabankastjóri telji að bankaleynd eigi ekki við um þessi mál." Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á fundi Viðskiptaráðs fyrir viku, að bankaleynd ætti ekki við, þegar fjallað væri um aðdraganda bankahrunsins. Hann fullyrti að einn aðili, sem hann nefndi ekki, hefði fengið þúsund milljarða að láni hjá bönkunum. Eftirlitsaðilar hefðu „teygt sig með ólíkindum langt til að finna út að sami aðili væri óskyldur sjálfum sér." Samkvæmt hálfsársuppgjöri bankanna námu lán til venslaðra aðila um 275 milljörðum króna. Samkvæmt nýjustu tölum Seðlabankans, sem birtar voru í upphafi vikunnar, námu lán þeirra til innlendra aðila hátt í 5.000 milljörðum króna. Um þriðjungur þess fór til eignarhaldsfélaga. Kaupþing segir í svari við fyrirspurn blaðsins, að lán til tengdra aðila hafi verið komið á framfæri við FME. Þá segir að reglur um friðhelgi um einkamálefni hafi verið kallaðar grundvallarreglur réttarríkisins. „Það ástand sem nú ríkir felur ekki í sér réttlætingu á því að slíkum reglum sé vikið til hliðar. Þvert á móti hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um slík grundvallarréttindi."
Markaðir Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira