Vildi að við færum til sjóðsins í sumar 17. október 2008 00:01 Frá fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) í byrjun þessarar viku. Í skýrslu sem unnin var síðasta vor og sumar fyrir Landsbankann segir prófessor við London School of Economics að stjórnvöld þyrftu að semja við sjóðinn um aðstoð áður en í óefni væri komið. Nordicphotos/AFP „Ísland horfist í augu við hugsanlega og líklega óþarfa fjármála- og efnahagskreppu,“ segir í inngangsorðum skýrslu Willems Buiter, prófessors við London School of Economics, sem kynnt var í þröngum hópi manna hér á landi 11. júlí. Ástæðan, segir Buiter, er sú að Ísland á sinn eigin gjaldmiðil og stærð bankanna er meiri en þjóðarbúið ræður við. Seðlabankinn hefði aldrei getað þjónað íslensku bönkunum sem lánveitandi til þrautavara. Skýrslan kom aldrei fyrir almenningssjónir, en þar segir í helstu niðurstöðum að Ísland þurfi að gerast aðili að evrusvæðinu, ellegar að bankarnir fari annað. Enn fremur segir í niðurstöðum skýrslunnar að til skemmri tíma þurfi íslensku bankarnir að bregðast við hættulegri stöðu sinni með því að útvega dótturfélögum sínum á erlendri grundu lán frá viðkomandi seðlabönkum. Einnig þurfi stjórnvöld að nálgast tilfallandi aðgang að töluverðu magni af erlendum gjaldeyri. Það mætti gera með lánalínum við erlenda seðlabanka eða semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um tilfallandi aðgang að fé. Einnig mætti setja ýmislegt að veði fyrir markaðsfjármögnun. Veð gætu verið eignir Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og kröfur á framtíðartekjur af jarðhita og vatnsafli. Skýrslan var unnin að beiðni Landsbankans. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru það Landsbankamenn sjálfir sem ákváðu að skýrslan yrði ekki birt opinberlega. Einn heimildarmanna blaðsins innan bankans, segir að upplýsingar í skýrslunni hefðu getað gert vonda stöðu verri. Mikilvægast hafi verið talið að reyna að vinna að lausn þeirra vandamála sem tíunduð séu í skýrslunni. Þá er bent á að ýmsir hafi fengið kynningu á skýrslunni og því hefði efni hennar átt að vera þeim ljóst sem fjalla um efnahagsmál hérlendis. Enginn sem Fréttablaðið hefur náð tali af segir að nokkuð nýtt hafi í raun komið fram í skýrslu Buiters og bent er á að hún sé unnin úr opinberum gögnum. Samt vill enginn viðurkenna opinberlega að hafa sótt kynningu á skýrslunni í sumar. Blaðið hefur heimildir fyrir því að þar hafi verið um 20 manns, þar á meðal starfsmenn viðskipta- og fjármálaráðuneytis og Seðlabanka. ingimar@markadurinn.is Markaðir Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Sjá meira
„Ísland horfist í augu við hugsanlega og líklega óþarfa fjármála- og efnahagskreppu,“ segir í inngangsorðum skýrslu Willems Buiter, prófessors við London School of Economics, sem kynnt var í þröngum hópi manna hér á landi 11. júlí. Ástæðan, segir Buiter, er sú að Ísland á sinn eigin gjaldmiðil og stærð bankanna er meiri en þjóðarbúið ræður við. Seðlabankinn hefði aldrei getað þjónað íslensku bönkunum sem lánveitandi til þrautavara. Skýrslan kom aldrei fyrir almenningssjónir, en þar segir í helstu niðurstöðum að Ísland þurfi að gerast aðili að evrusvæðinu, ellegar að bankarnir fari annað. Enn fremur segir í niðurstöðum skýrslunnar að til skemmri tíma þurfi íslensku bankarnir að bregðast við hættulegri stöðu sinni með því að útvega dótturfélögum sínum á erlendri grundu lán frá viðkomandi seðlabönkum. Einnig þurfi stjórnvöld að nálgast tilfallandi aðgang að töluverðu magni af erlendum gjaldeyri. Það mætti gera með lánalínum við erlenda seðlabanka eða semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um tilfallandi aðgang að fé. Einnig mætti setja ýmislegt að veði fyrir markaðsfjármögnun. Veð gætu verið eignir Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og kröfur á framtíðartekjur af jarðhita og vatnsafli. Skýrslan var unnin að beiðni Landsbankans. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru það Landsbankamenn sjálfir sem ákváðu að skýrslan yrði ekki birt opinberlega. Einn heimildarmanna blaðsins innan bankans, segir að upplýsingar í skýrslunni hefðu getað gert vonda stöðu verri. Mikilvægast hafi verið talið að reyna að vinna að lausn þeirra vandamála sem tíunduð séu í skýrslunni. Þá er bent á að ýmsir hafi fengið kynningu á skýrslunni og því hefði efni hennar átt að vera þeim ljóst sem fjalla um efnahagsmál hérlendis. Enginn sem Fréttablaðið hefur náð tali af segir að nokkuð nýtt hafi í raun komið fram í skýrslu Buiters og bent er á að hún sé unnin úr opinberum gögnum. Samt vill enginn viðurkenna opinberlega að hafa sótt kynningu á skýrslunni í sumar. Blaðið hefur heimildir fyrir því að þar hafi verið um 20 manns, þar á meðal starfsmenn viðskipta- og fjármálaráðuneytis og Seðlabanka. ingimar@markadurinn.is
Markaðir Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Sjá meira