Bankahólfið. LL styrkja rannsóknir 21. maí 2008 00:01 ... Landssamtök lífeyrissjóða hafa ákvðið að styrkja Ólaf Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, um eina milljón króna vegna doktorsritgerðar sem hann vinnur að um íslenska lífeyriskerfið. Stjórn samtakanna samþykkti þetta á aðalfundi sínum fyrir helgi. Ólafur vinnur að doktorsverkefni við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Verkinu er skipt upp í þrjá kafla og vinnur hann að frágangi þess fyrsta. Þá var samþykktur 400 þúsund króna styrkur til Rafns Sigurðssonar vegna mastersverkefnis hans um smíði líkans til að meta hversu mikil áhrif ávöxtun lífeyrissjóðanna og breytileg aldurssamsetning sjóðfélaga hefur á réttindaöflun sjóðfélaga.Von á þeim finnska?Mikil og jákvæð viðbrögð við gjaldmiðlaskiptasamningum við seðlabanka Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar á dögunum eru til marks um að beðið hafi verið eftir útspilum sem þessum af hálfu stjórnvalda og Seðlabankans. Nú fullyrða aðilar á markaði að sambærilegur samningur við finnska seðlabankann liggi fyrir og verði kynntur fljótlega, en enn sé unnið að samkomulagi við Seðlabanka Evrópu og Englandsbanka. Þá munu erindrekar Seðlabankans hafa leitað hófanna vestan Atlantsála, meðal annars með aðkomu bandaríska seðlabankans og JP Morgan.Vík milli vinaVík er sögð orðin milli vina í þeim þekkta Samson-hópi og er hóflega orðuð tilkynning til Kauphallar í vikunni um brotthvarf Magnúsar Þorsteinssonar úr varastjórn Icelandic Group höfð til vitnis um það. Fyrir skemmstu fór Magnús, sem var framkvæmdastjóri þeirrar frægu Bravo-bjórverksmiðju í St. Pétursborg, með himinskautum ásamt Björgólfsfeðgum, og var aðaleigandi Avion og síðar stjórnarformaður bæði Icelandic og Eimskips.En nú er hann horfinn úr báðum stjórnum án nokkurra skýringa. Bæði félögin hafa tapað gífurlegum fjárhæðum og Björgólfsfeðgar, sem eru bæði helstu hluthafar félaganna og stærstu lánardrottnar gegnum Landsbankann, hafa tekið þar öll völd á kostnað þeirra gamla viðskiptafélaga, sem dvelst nú löngum stundum í Rússlandi og er kannski í þeim skilningi kominn aftur á byrjunarreit... Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Landssamtök lífeyrissjóða hafa ákvðið að styrkja Ólaf Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, um eina milljón króna vegna doktorsritgerðar sem hann vinnur að um íslenska lífeyriskerfið. Stjórn samtakanna samþykkti þetta á aðalfundi sínum fyrir helgi. Ólafur vinnur að doktorsverkefni við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Verkinu er skipt upp í þrjá kafla og vinnur hann að frágangi þess fyrsta. Þá var samþykktur 400 þúsund króna styrkur til Rafns Sigurðssonar vegna mastersverkefnis hans um smíði líkans til að meta hversu mikil áhrif ávöxtun lífeyrissjóðanna og breytileg aldurssamsetning sjóðfélaga hefur á réttindaöflun sjóðfélaga.Von á þeim finnska?Mikil og jákvæð viðbrögð við gjaldmiðlaskiptasamningum við seðlabanka Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar á dögunum eru til marks um að beðið hafi verið eftir útspilum sem þessum af hálfu stjórnvalda og Seðlabankans. Nú fullyrða aðilar á markaði að sambærilegur samningur við finnska seðlabankann liggi fyrir og verði kynntur fljótlega, en enn sé unnið að samkomulagi við Seðlabanka Evrópu og Englandsbanka. Þá munu erindrekar Seðlabankans hafa leitað hófanna vestan Atlantsála, meðal annars með aðkomu bandaríska seðlabankans og JP Morgan.Vík milli vinaVík er sögð orðin milli vina í þeim þekkta Samson-hópi og er hóflega orðuð tilkynning til Kauphallar í vikunni um brotthvarf Magnúsar Þorsteinssonar úr varastjórn Icelandic Group höfð til vitnis um það. Fyrir skemmstu fór Magnús, sem var framkvæmdastjóri þeirrar frægu Bravo-bjórverksmiðju í St. Pétursborg, með himinskautum ásamt Björgólfsfeðgum, og var aðaleigandi Avion og síðar stjórnarformaður bæði Icelandic og Eimskips.En nú er hann horfinn úr báðum stjórnum án nokkurra skýringa. Bæði félögin hafa tapað gífurlegum fjárhæðum og Björgólfsfeðgar, sem eru bæði helstu hluthafar félaganna og stærstu lánardrottnar gegnum Landsbankann, hafa tekið þar öll völd á kostnað þeirra gamla viðskiptafélaga, sem dvelst nú löngum stundum í Rússlandi og er kannski í þeim skilningi kominn aftur á byrjunarreit...
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira